Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 18
18 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Þegar Ísland tapaði 14-2 fyrir Dönum í fótbolta hér um árið komst ekki nokkur sála að þeirri niðurstöðu að um stórsigur væri að ræða (nema þá auðvitað Danir sjálfir). Öðru nær. Þjóðin gleymir aldrei slíkri niðurlægingu. Í sveitarstjórnarkosningun- um um daginn gaf þjóðin gömlu fjórflokkaklíkunni rauða spjald- ið. Ekki bara að flokkarnir guldu víðast hvar afhroð vegna greiddra atkvæða til nýrra framboða heldur einnig með hljóðlátari aðferð þeirra sem kusu að sitja heima þennan mikilvæga leikdag og enn fleiri sem mættu og skiluðu auðu. Reiði almennings er mikil í garð fjórflokkaklíkunnar og það sem við sáum um daginn er bara fors- mekkurinn að því sem koma skal hefi ég trú á. Almenningur lætur ekki bjóða sér maðkað mjöl og ein- okun enn og aftur. Reiðin verður ekki minni þegar forsvarsmenn þessara fjórflokka koma fram í fjölmiðlum einn af öðrum og lýsa yfir ýmist stórsigri eða varnar- sigri. Ekki veit ég hvar þessir for- ystumenn voru á kjördag allavega hefi ég ríka ástæðu til ætla að þeir hafi farið saman í ferðalag út fyrir gufuhvolfið svo aulaleg var fram- koma þeirra og ekki í neinu sam- hengi við veruleika og niðurstöð- ur. Víðast hvar um land allt blas- ir við erfitt ástand en það er eins og stjórnmálamenn átti sig ekki á því að grunneining samfélagsins, fjölskyldan sem fyrir kosningar með tilheyrandi orðagjálfri átt að slá skjaldborg um, er í uppnámi. Það vantar störf, það vantar tekjur og það vantar heila brú í aðgerðir stjórnvalda. Það sem almenningur er að mótmæla bresti minni fjór- flokkaklíkunnar til er aðgerðar- leysi og þessi kuldi og hroki sem við skynjum frá ráðamönnum. Með þessu áframhaldi er alveg ljóst að enn frekar muni halla undan fæti uns þessir sömu fjórflokkar hrein- lega hverfa ofan í pokana með maðkaða mjölinu ásamt og með síðari tíma einokunarkaupmönn- um landsins, kúgurum og kvölur- um þjóðarinnar títt nefndum útrás- arvíkingum. Sök fjórflokkanna í hvernig nú er komið er mikil því forystumenn þeirra á umliðnum árum hönnuðu í raun brautina og lögðu útrásarvíkingunum svo til eða öllu heldur gáfu þeim bankana til að hafa skotsilfur í útrásinni. Dýpst í sigurvímufenið sukku formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti D listans í Reykjavík. Sú ágæta kona getur enn bjargað sínum ferli og jafnvel komist til enn frekari metorða enda er hún leik- soppur örlaganna og væri næsta örugg sem borgarstjóri ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði tekið það alvarlega að taka til í sínum ranni og væri ekki enn að burðast með umdeildan formanninn sem nýtur ekki trausts almennings vegna meintra tengsla við vafasöm við- skipti. Ég held ég geti fullyrt hér og nú án þess að veifa neinni sérstakri spádómsgáfu að sá maður verður aldrei forsætisráðherra þessarar þjóðar. Hanna Birna og ýmsir aðrir eiga enn einhvern séns, en bara ef viðkomandi vakna upp af værum blundi og átta sig á því að staðan 14- 2 er hrein tapstaða og verður aldrei afmáð fremur en leynimakk útrás- arvíkinganna. Landsmenn hafa talað og í raun séð sjálfir um að reisa skjaldborg- ina utan um heimilin með skýrum skilaboðum til þess þjóðfélagshóps sem títt eru nefndir stjórnmála- menn. Það vantar störf, það vantar tekjur og það vantar heila brú í aðgerðir stjórn- valda. Ágengar framandi lífverur eru alþjóðlegt vandamál, sem bregð- ast þarf við hér á landi sem annars staðar. Aukin útbreiðsla þeirra er nú talin ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni í heiminum. Víða um lönd fer fram kostnaðarsöm og erfið barátta við afleiðingar af flutningi lífvera úr náttúrlegum heimkynnum til nýrra svæða. Þekktasta dæmið hér á landi er minkurinn, en barátt- an við hann hefur staðið yfir í 80 ár og hefur kostað hundruð milljóna. Íslendingar hafa skuldbundið sig líkt og flestar aðrar þjóðir til að berjast gegn ágengum framandi tegundum og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum. Okkur ber t.d. sam- kvæmt Ríósáttmálanum um líf- fræðilega fjölbreytni að koma í veg fyrir að fluttar séu til landsins erlendar tegundir sem ógna vist- kerfum, vistgerðum eða tegund- um og búsvæðum þeirra. Að öðrum kosti skal stjórna útbreiðslu þeirra eða uppræta þær. Við eigum og þurfum að virða leikreglur á þessu sviði sem taka mið af þekkingu og alþjóðlegri reynslu, ekki síst vegna þess að vistkerfi einangraðra eyja eru viðkvæm fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og er Ísland þar engin undantekning. Á undanförnum árum hefur lítið verið aðhafst til varnar ágengum framandi tegundum hér á landi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hefja aðgerðir til að takmarka tjón af völdum þeirra í samræmi við stefnumörkun Íslands um fram- kvæmd samningsins um líffræði- lega fjölbreytni sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Notkun innfluttra tegunda Gróður- og jarðvegseyðing er stærsta umhverfisvandamál Íslands og endurheimt landgæða og skóg- lenda er brýnt úrlausnarefni. Inn- fluttar tegundir hafa verið notað- ar í því starfi, en þess ber að gæta að notkun þeirra samrýmist öðrum umhverfismarkmiðum. Alaskalúp- ína var flutt til landsins til að græða upp auðnir og skaddað land. Flest- ir sem varað hafa við hættu sem lífríki landsins stafar af innflutn- ingi og dreifingu ágengra framandi tegunda viðurkenna að alaskalúp- ínan er mjög öflug landgræðslu- planta. Hins vegar sýnir reynslan að hún festir ekki aðeins rætur í ógrónu landi heldur getur hún einn- ig breiðst yfir gróin svæði og gjör- breytt gróðurfari þeirra. Því ber að nota tegundina með fyllstu gát. Nýlega kynnti umhverfisráðherra áætlun sem miðar að því að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og takmarka eins og kostur er neikvæð áhrif þeirra á íslenska náttúru. Áætlunin var unnin að beiðni ráðherra af vinnu- hópi sem skipaður var starfsmönn- um Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins. Í kjölfarið á kynningu áætlunarinnar spannst talsverð umræða um tillögur stofn- ananna. Eindregnust gagnrýni á þær var sett fram af hálfu Skóg- ræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands, sem skiluðu sameigin- lega skriflegum athugasemdum til umhverfisráðherra. Þær eru ekki taldar gefa tilefni til að sveigja af þeirri leið sem mörkuð var í tillög- um Náttúrufræðistofnunar og Land- græðslunnar. Ákvarðanir um fyrstu aðgerðir Mikilvægt er að forgangsraða þeim svæðum þar sem sporna skal gegn útbreiðslu tegundanna tveggja. Und- anfarin 10 ár hefur ræktun og dreif- ing framandi plöntutegunda verið bönnuð á hálendi landsins ofan 500 metra hæðarmarka, á friðlýstum svæðum og jarðmyndunum og vist- kerfum sem njóta sérstakrar vernd- ar skv. náttúruverndarlögum. Eðli- legt er að hafist verði handa við að uppræta lúpínu og skógarkerf- il á þessum svæðum og hefur ráð- herra í samvinnu við stofnanirn- ar ákveðið að þau verði fyrst tekin fyrir. Einnig hefur verið ákveðið að færa umrædd hæðarmörk niður í 400 metra yfir sjó og banna ræktun og dreifingu framandi tegunda ofan þeirrar línu á hálendinu. Miðhálend- ið er nú að mestu laust við alaska- lúpínu og algerlega við skógarkerfil. Enn ætti því að vera hægt án mik- illa erfiðleika að uppræta lúpínuna á hálendinu og koma í veg fyrir að hún nemi þar ný lönd. Ákveðið hefur verið að reyna að takmarka ræktun og dreifingu alaskalúpínu við svæði þar sem sterk rök eru fyrir notkun henn- ar í landgræðslu og skógrækt. Æskilegt væri að lúpína verði ein- göngu notuð á stórum, samfelld- um sanda-, vikra- og melasvæðum þar sem sjálfgræðsla er lítil og upp- græðsla eða skógrækt með öðrum aðferðum mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum bundin. Ráðherra hefur því ákveðið að fela Landgræðslu rík- isins í samráði við Skógrækt ríkis- ins og aðra sem hagsmuna hafa að gæta að setja fram tillögur um hvar á landinu megi nota alaskalúpínu. Lokaorð Alaskalúpínan hefur breiðst mikið út á undanförnum árum, ekki síst í nágrenni þéttbýlis Heimamenn þurfa að svara því hver á sínum stað hvort þeir telji það æskilega þróun að lúpínubreiður verði ríkj- andi á stórum svæðum. Sveitar- félögin þurfa sjálf að taka afstöðu og sýna frumkvæði, líkt og Stykk- ishólmsbær, Akureyrarbær, Ísa- fjarðarbær og Garðabær hafa gert. Skilningur almennings á vanda- málinu skiptir öllu máli eigi árang- ur að nást. Fræðsla og upplýsing um vandmálin sem við er að etja skipta öllu máli ásamt samvinnu og sam- ráði við sveitarfélög og aðra aðila sem þurfa að koma að málum. Öfga- laus og upplýst umræða er forsenda þess að árangur náist í þessu brýna verkefni sem er samfélagslegs eðlis líkt og nánast öll þau verkefni sem snúa að náttúru- og umhverfisvernd og felur fyrst og fremst í sér ábyrga umgengni mannsins við náttúruna. Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils Náttúra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri Landgræðslu ríkisins Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands Þegar eigið ágæti skyggir á Stjórnmál Rúnar Sig. Birgisson Markaðsráðgjafi AF NETINU Gengistryggða ruglið og lögleysan Þetta heitir þjófnaður eða eitthvað þaðan af verra. Eins og ég sagði hér að ofan hef ég heyrt fjöl- margar svona sögur. Og í þessum tilfellum sem hér er lýst er um einkabíla að ræða. Hvað með allar vinnuvélarnar og vörubílana sem menn hafa verið sviptir með svipuðum aðferðum og sömu hörku? Hvað með afleiðingarn- ar af því öllu saman? Á meðan á þessu stóð sögðu stjórnvöld ekkert, komu engum til hjálpar. Nú, þegar meðal annars þetta fólk eygir leiðréttingu sinna mála samkvæmt hæstaréttardómi, er rokið upp til handa og fóta og embættismönnum falið að fara í kringum hæstaréttardóminn og ákveða hvernig skal „leiðrétta“ gengistryggðu lánin. Hvar er nú sjálfstæði dómstóla? Lára Hanna Einarsdóttir blog.eyjan.is/larahanna Þið elskið hrunverja Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur hrunverja … Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun ætla þrír af hverjum tíu að kjósa hrunverja. Ekki verður fíflum forðað. Væri ég fertugur, mundi ég flýja land. En er orðinn of gamall til að sjá mér farborða erlendis. Jónas Kristjánsson jonas.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.