Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 2. júlí 2010 27 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 02. júlí 2010 ➜ Tónleikar 23.00 Hljómsveitin Hjaltalín mun ásamt Láru Rúnarsdóttur spila tónlist sína í Krúsinni á Ísafirði í kvöld. Tónleik- arnir hefjast kl. 23.00 og er aðgangseyrir 2.000 krónur. 23.00 Í kvöld verða Pearl Jam Tribute tónleikar á Sódóma Reykjavík. Miða- verð er 1000 krónur og opnar húsið kl. 23.00, tónleikar hefjast á miðnætti. ➜ Bæjarhátíðir Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar á Þing- eyri. Víkingaandinn svífur yfir vötnum, sem að sjálfsögðu falla öll til Dýrafjarðar þessa helgi. Nýtt og glæsilegt víkinga- svæði á Þingeyrarodda, víkingaskip og fleira. Nánari upplýsingar á www. thingeyri.is. Hamingjudagar verða haldnir á Hólma- vík um helgina, en hátíðin hefur verið á hverju ári frá 2005. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á fjölskylduvæna og ódýra afþreyingu við sem flestra hæfi. Upplýsingar um hátíðina má finna á www.strandabyggd.is/hamingjudagar Blúshátíð í Ólafsfirði verður haldin um helgina og hefst dagskrá í dag. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.blues.fjallabyggd.is. Írskir dagar 2010 verða formlega settir í dag, en hátíðin er haldin á Akranesi. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.irskirdagar.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikstjórinn Judd Apatow, sem á meðal annars heiðurinn að kvik- myndunum Knocked Up og 40 Year Old Virgin, hefur nú ákveðið að taka að sér að leikstýra nýrri mynd með Pee-wee Herman. „Við verðum að horfast í augu við það, heimurinn þarfnast Pee- wee Herman. Ég er mjög spennt- ur fyrir því að fá að vinna með Paul Reubens, sem mér finnst alveg einstakur leikari og hand- ritshöfundur. Það er frábært að fá hann aftur á hvíta tjaldið,“ sagði Apatow um væntanlegt samstarf sitt og Reubens. Snýr aftur á hvíta tjaldið SPENNTUR Leikstjórinn Judd Apatow leikstýrir nýrri mynd með Pee-wee Herman. NORDICPHOTOS/GETTY Sjálfsmynd íslensku þjóðarinn- ar birtist í nýju ljósi í Réttarrík- inu eftir myndlistarmanninn Þór- odd Bjarnason, en bókin inniheldur tuttugu skopmyndir eftir Þórodd. „Þetta er í raun og veru eins konar tímarit og við stefnum á að gefa út alls konar efni í þessu sama formi, áður hefur komið út ljóðabók og nú er það Réttarríkið. Bókin er sambland af bók og umslagi og lítur forsíðan nákvæmlega eins út og lítið umslag þar sem þú getur skrifað á nafn og heimilisfang og sett í póst. Þetta er því tilvalin gjöf sem menn geta skutlað í póstinn,“ útskýrir Þór- oddur sem gefur út bókina ásamt nokkrum félögum sínum. Í framtíð- inni vonast hann eftir því að fleiri gangi til liðs við þá og leggi til efni í næstu bækur. „Þetta getur verið allt frá kökuuppskriftum, teikning- um og smásögum,“ segir hann. Réttarríkið fjallar eingöngu um kindur og er nafnið tilvísun í rétt- ina og réttarríkið Ísland þar sem þjóðinni er meðal annars líkt við sauð sem leiddur er til slátrunar. Aðspurður segir Þóroddur að ekki hafi verið erfitt að fá hugmynd- ir að skrítlum í bókina heldur hafi hann þurft að hafa sig allan við að koma þeim á blað. „Það er bara svo margt fyndið við kindur og um leið og maður byrjar á einni þá kemur sú næsta bara til manns.“ Umslagið verður til sölu í bókabúðum Máls og menningar og Eymundsson. - sm Bók sem skutla má í póstinn GEFUR ÚT RÉTTARRÍKIÐ Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður samdi bókina Réttarríkið sem fjallar eingöngu um kindur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Allt úrvalið fæst í Smáralind, Kringlunni og Skeifunni. Minna úrval í öðrum verslunum. , Fígúrur í miklu úrvali Kartöfluhausar Talandi sími Talandi vasaljós Bílar og bílabrautir Toy Story Barbie dúkka Action Links þrautabrautir fígúrur fylgja Hristibílar þú hristir og þeir rjúka af stað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.