Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 20
2 LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI opnar sýninguna Rím á morgun klukkan 15, þar sem gefur að líta úrval verka eftir Ásmund Sveinsson í bland við verk listamanna samtímans. KOM IÐ Í VERS LANI R Stútfullt blað af nýjum uppskriftum Sparaðu 20% með því að tryggja þér áskrift á www.tinna.is eða í síma 565 4610 Opið frá kl. 11–19 í Smáralind „Ég er að fjalla um eðli áróðurs og hliðstæðar birtingarmyndir hans,“ segir Guðbergur Bergsson rithöfundur, sem hefur undanfarna daga verið að setja upp sýningu helgaða áróðri í Saltfisksetrinu í Grindavík. Á sýningunni, sem verður opnuð á morgun, verða meðal annars áróð- ursveggspjöld úr einkasafni Guð- bergs til sýnis. „Þetta eru gömul veggspjöld sem ég hef safnað í 35 ár þegar ég hef dvalist erlendis, sum allt frá tímum borgarastyrj- aldarinnar á Spáni; Sovétríkjun- um, Ítalíu, Portúgal og nýlendum þess, Mósambík og Angóla og víðar sem endurspegla ástandið sem var í þessum löndum,“ útskýrir Guð- bergur en tekur fyrir að söfnun- in sé áhugamál heldur hafi mörg spjaldanna rekið á fjörur hans fyrir einskæra tilviljun. Hugmyndina að sýningunni seg- ist hann hafa fengið í heimsókn til Berlínar fyrir nokkrum árum. „Þar var í gangi svipuð sýning en sú einblíndi aðeins á áróður nasista auk þess sem lítið af útskýringum fylgdi með. Ég tek hins vegar mun fleiri dæmi, læt útskýringar fylgja með og leiði gestina í gegnum sýn- inguna við opnun hennar. Auk þess verður sýnd frægasta áróðursmynd allra tíma, Sigur viljans eftir Leni Riefenstahl.“ Guðbergur segir að áróðurs- veggspjöld séu merkileg fyrir ýmsar sakir og meðal annars afhjúpi þau sögu þjóða. „Spjöldin sýna til dæmis hver fjárhagsleg staða þessara þjóða var á tiltekn- um tíma; sum eru gerð af vanefn- um meðan einhverjum fjármunum hefur verið varið í önnur. Eins leiða þau í ljós hliðstæður í áróðri pólít- ískra andstæðinga. Einræðisherrar og stjórnmálaleiðtogar andstæðra fylkinga, eins og Stalín og Roos- evelt fá svipaða glansmeðferð auk þess sem þjóðirnar og ólík stjórn- málaöfl tefla þarna fram sínum táknum í áróðursskyni.“ Að sögn Guðbergs á þessi sýning sérstakt erindi til Íslendinga. „Þeir hafa aldrei lært að skilgreina hvað áróður er. Gott dæmi um það er bókin Vinnan göfgar manninn sem náði vinsældum þegar hún kom út hér fyrir löngu þótt hún sé eitt mesta áróðursrit sem hefur verið skrifað um vinnuþrælkun.“ Sýning- in verður opnuð á morgun klukkan 14 og stendur yfir til 26. júlí. roald@frettabladid.is Birtingarmyndir áróðurs Guðbergur Bergsson rithöfundur opnar sýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun, þar sem hann sýnir áróðursveggspjöld sem hann hefur safnað í gegnum tíðina á ferðalögum sínum víða um heim. Guðbergur Bergsson leiðir gesti í gegnum sýningu um áróður sem verður opnuð í Saltfisksetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.