Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 25
2. júlí föstudagur 5 Andra til Amsterdam, þeir leigðu sér míkrafón saman og eyddu dög- unum syngjandi. Báðir hafa þeir mjög hljómþýðar raddir, eins og heyra má á plötunni. Hins vegar voru þeir dálítið lengi að leita að söngvara fyrir hljómsveitina, áður en þeir ákváðu að taka sjálfir að sér sönginn. Af hverju? Steini: „Við sáum okkur kannski ekki alveg fyrir okkur standa fremst á sviðinu og segja „eru ekki allir í stuði?!“ Andri: „Já, það var þetta með stuðið … Maður er alltaf eitthvað að pæla í innviðum tónlistarinn- ar. Í sálartónlist er söngvarinn ein- hvern veginn að kreista í sér hjart- að og kynfærin með. Maður feikar það ekkert. Það tók okkur svolít- inn tíma að ákveða að tónlistin lyti okkar lögmálum. En á endan- um litast fílingurinn í tónlistinni af því að við fórum að syngja þetta sjálfir.“ ERFIÐ TEXTASMÍÐ Strákarnir í hljómsveitinni semja lögin venjulega saman, en textana hafa þeir Andri og Steini séð um, stundum með erfiðismunum. Andri: „Flest lögin verða þannig til að við djömmum saman, svo tekur einhver það með sér heim og vinnur áfram. Textana gerum við tveir svo …“ Steini: „... Fyrirhafnarlaust!“ Andri: „Það er einn stór höf- uðverkur. Það er erfitt að semja texta.“ Steini: „Yfirleitt erum við hvor í sínu landinu og oft vitum við á endanum ekkert hvor samdi hvað. Þá er þetta búið að ferðast á milli okkar margoft, kannski með breyt- ingu á einu orði í senn.“ Er auðveldara að semja lög en texta? Steini: „Já, ég held að öllum finnist það. Það er miklu auð- veldara að vera asnalegur í mæltu máli.“ Þeir hafa samt ekki hugsað sér að skipta yfir í ensku, þótt það sé ef til vill auðveldara að leita í djúpan brunn sálartónlistarinnar á ensku heldur en íslensku. Steini: „Það er bara eitthvað svo geðveikt við að syngja á íslensku. Það er svo gaman að reyna að finna einhvern íslenskan vink- il, því þessi tónlist kemur úr ein- hverri allt annarri menningu. Ef við værum að syngja á ensku værum við í meiri hermikráku- leik.“ STERKIR OG STÓRIR Það er ekki hægt að sleppa þeim Andra og Steina úr húsi án þess að spyrja af hverju þessi alís- lenska hljómsveit, sem syngur á íslensku, dregur nafn sitt af kar- akter úr tuttugu ára bandarískri gamanmynd. Andri: „Við vorum búnir að vel- kjast í tómi og örvæntingu í marga mánuði með að finna nafn. Af ein- hverjum ástæðum söfnuðumst við saman og vorum að horfa á Police Academy, sem er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá neinum okkar …“ Steini: „Jú, hún er mjög góð!“ Andri: „Já, já. En svo kom kred- itlistinn og þá var þetta bara komið! Nafnið er líka á ensku og við syngjum allt á íslensku, svo að mörgu leyti er þetta ekki mjög lógískt. En okkur þykir alla vega nógu vænt um Moses til að hafa tileinkað honum síðasta lagið á plötunni. Það er óður til nafna okkar.“ Steini: „Sgt. Moses Hightower stendur líka fyrir allt það sem við viljum vera. Hann er sterkur og stór og segir bara sem skipt- ir máli …“ Andri: „Nei, nú ertu kominn í ruglið!“ ✽ b ak v ið tj öl di n Fullt nafn og gælunafn: Steingrímur Karl Teague. Himna- lengjan, Baunagrasið, Lalli ljósa- staur. Aldur: 26. Hverfið þitt: Var með flottasta póstnúmer heims í Hollandi, 1111xx, en nú er ég bara vestan við læk. Hjúskaparstaða: Viðkvæm staða í augnablikinu á milli mín og nýja píanósins. Sjáum hvað gerist. Frægasti ættingi þinn: Mamma. Helsti áhrifavaldur: Kolbeinn kafteinn. Fari það í fimmtán fróðleiksfúsar flyðrur frá Fáskrúðsfirði! Hundrað haugdrukkn- ir hafnarverkamenn í Havana! Nei, ég á langt í land ennþá. Hljóðfærin í lífi þínu: Hljómborð stór og smá. Í fyrra lífi varstu: Svo syndsamlega stoltur af djúpri og karlmann- legri rödd minni að ég fékk það sem ég átti skilið í þessu lífi. Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni. Deildu þínum bestu myndum með okkur og þú átt möguleika á glæsi- legum verðlaunum. Að auki er þráðlaus Panasonic KXTG1311 sími dreginn út í hverri viku. Skilafrestur til 21. ágúst 2010. Allar nánari upplýsingar á visir.is. 1. VERÐLAUN 2. VERÐLAUN 3. VERÐLAUN PANASONIC BD65 Vandaður Blu-ray spilari með minniskortarauf til að skoða ljósmyndirnar úr myndavélinni. PANASONIC G2 Glæný og byltingarkennd myndavél með útskiptanlegum linsum og snertiskjá. PANASONIC TZ10 Hágæða myndavél með 12x aðdrætti, GPS og fjölmörgum möguleikum. SÝNDU ÞÍNAR BESTU HLIÐAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.