Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 4
4 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR 1 Fjármála-fyrirtæki hefja innheimtuaðgerðir á grundvelli tilmæla Seðlabankans og FME. 2Viðskipta-vinur neitar að borga samkvæmt nýju skilmálunum. 3 Fjármálafyr-irtækið stefnir viðskiptavin- inum til greiðslu skuldarinnar. 4Héraðsdóm-ur tekur málið fyrir og kveður upp dóm um það hvort leiðin sem yfir- völd hafa markað er í samræmi við lög. 5 Niðurstöð-unni er áfrýjað til Hæstaréttar sem kveður upp endanlegan dóm. Leiðin að dómi Hæstaréttar Ranglega var farið með nafn hátíðar- innar Brú til Borgar í blaði gærdags- ins. Það eru Hollvinir Grímsness sem halda hátíðina og fer hún fram um aðra helgi. LEIÐRÉTTING FRÉTTASKÝRING: Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengis- tryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeð- ferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeft- irlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hag- stæð- ustu vexti Seðlabankans á lánstím- anum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælun- um og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræm- ist lögum. Gylfi Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dóms- kerfinu að slík niðurstaða úr hér- aðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Frétta- blaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sam- mála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæsti- réttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfð- að vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýð- ingu eða varði stórfellda hagsmuni hans“. Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingar- innar. Samtök atvinnulífsins skor- uðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármála- fyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi. stigur@frettabladid.is Gæti tekið heilt ár án flýtimeðferðar Ef ágreiningur um uppgjör gengistryggðra lána fær ekki sérstaka flýtimeðferð gæti liðið heilt ár þar til niðurstaða fæst um það í héraðsdómi hvort leið yfir- valda samrýmist lögum. Lagaákvæði um flýtimeðferð á ekki endilega við. VANDMEÐFARNIR Óvissunni um upp- gjör gengistryggðu lánanna er enn ekki lokið og gæti jafnvel varað í vel á annað ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERSLUN Forsvarsmenn Intersports telja starfsfólk á afgreiðslukössum verslunarinnar misnota aðstöðu sína til að selja skyldmennum sínum vörur með afslætti. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Persónuverndar. Intersport hefur krafið við- skiptavini sem kaupa vörur með afslætti um að gefa upp kennitölu til skráningar. Maður einn gerði athugasemdir við þetta til Per- sónuverndar sem leitaði skýringa frá Intersporti. Fyrirtækið sagði kennitöluskráninguna vera hluta af „innra eftirlitskerfi“. Kassa- kerfið leyfi aukaafslátt á kassa vegna ýmissa mála. „Sést hafði, þótt erfitt að færa sönnur á það, að starfsfólk lét skyldfólk njóta ákveðinna kjara sem alla jafna hefðu ekki átt að vera í boði. Því var brugðið á það ráð að ekki væri hægt að veita aukaafslátt á kassa nema með því að skrá kennitölu viðkomandi við- skiptamanns,“ segir í skýringum Intersports. Persónuvernd segir skráningu kennitalnanna ekki hafa verið vegna viðskipta við kvartandann heldur í þágu eftirlits með starfs- mönnum Intersports. „Niðurstað- an var sú að skráningin hafi ekki verið nauðsynleg vegna viðskipt- anna og þar með ekki heimil,“ segir Persónuvernd. - gar Bannað að skrá kennitölur viðskiptavina vegna kaupa á afsláttarvörum: Intersport segir starfsfólk sitt svindla INTERSPORT Fyrirtækið segir að sést hafi til starfsmanna veita skyldmennum afslátt sem þeir áttu ekki rétt á. STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt könn- un sem Miðlun ehf. vann fyrir Morgunblaðið. Könnunin var netkönnun sem var unnin á netinu frá 11. til 28. júní. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins fór fram 25. og 26. júní. Samkvæmt henni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 34,6 prósent atkvæða, Samfylkingin fengi 23,8 prósent og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 21,5 prósent. Framsóknarflokkurinn myndi fá 7,6 prósent atkvæða og Hreyfingin 5,9 prósent. - þeb Könnun fyrir Morgunblaðið: Sjálfstæðisflokk- urinn stærstur VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 31° 33° 25° 34° 31° 24° 24° 22° 24° 31° 25° 32° 22° 33° 19° 22°Á MORGUN Strekkingur yst á V-fjörð- um, annars hægari. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt víð- ast hvar á landinu. 13 16 16 1311 16 17 12 1312 17 15 14 16 13 10 13 13 14 13 12 7 6 8 6 5 7 5 7 8 14 15 7 HELGIN Það verður dálítil væta á landinu um helgina en vindur verður fremur hæg- ur víðast hvar og veður milt. Heilt á litið er veðurútlitið best á Suðvestur- og Vesturlandi þar sem saman fara minnst væta og mest hlýindi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Heildarviðskipti með hlutabréf námu 1.221 milljón króna í síðasta mánuði. Það var 143 milljónum krónum minna en í apríl, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Viðskipti með hlutabréf Marels og Össurar námu tæpum 85 pró- sentum af heildarviðskiptum á hlutabréfamarkaði. Íslandsbanki var með næstum þrjátíu prósenta hlutdeild á mark- aðnum í júní. Á hæla bankans komu Saga Capital, með 23,5 pró- senta hlutdeild, og Landsbankinn, með 10,4 prósent. Hlutdeild Saga Capital á hlutabréfamarkaði nam 47,2 prósentum í lok júní. - jab Minni viðskipti með hluta: Marel og Össur nær einráð BYGGÐAMÁL Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin í borgarráði varðandi lækkun fast- eignamats. Fundað verði um málið í næstu viku. Karl Björns- son, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir misjafnt hvern- ig sveitarfélög- in hafa brugðist við svona breyt- ingum áður með lækkun eða hækkun álagningaskatta. „Það er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Karl. „Sveitarfélögin verða hvert um sig að ákveða hvernig bregðast eigi við lækkuninni.“ - sv Lækkun fasteignamats: Engin ákvörð- un tekin enn VIÐSKIPTI Hlutabréfavelta dróst saman milli mánaðanna maí og júní. Segir upp á Landspítala Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, hefur sagt upp störf- um. Hún var ráðin forstjóri spítalans um miðjan október árið 2008 en fór svo í ársleyfi í september árið eftir. STJÓRNSÝSLA DAGUR B. EGGERTSSON Ísólfur færir sig um set Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum þing- maður, hefur tekið við starfi sveitar- stjóra í Rangárþingi eystra. Ísólfur var áður sveitarstjóri í Hrunamanna- hreppi en við því starfi hefur tekið Jón Valgeirsson lögfræðingur. RANGARÞING EYSTRA SAMFÉLAGSMÁL Göngugarpurinn Vignir Arnarson er nú staddur í Hellemobotni í Noregi. Vignir, sem er 43 ára, hefur verið á göngu síðan 27. júní en þá lagði hann upp frá Bogsfirði. Göngu- leið Vignis er um 500 kílómetr- ar og ferðast hann án matar og drykkjar. Slíkt mun ekki hafa verið gert áður. Á leiðinni safnar Vignir áheit- um til styrktar barnastarfi Blindrafélagsins. Vignir á unga dóttur sem þjáist af ólæknandi augnsjúkdómi. - sv Gengur til góðs í Noregi: Vigni miðar vel í gönguferðinni AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 01.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,5954 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,87 127,47 189,64 190,56 156,36 157,24 20,99 21,112 19,497 19,611 16,338 16,434 1,4378 1,4462 187,8 188,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Glæsilegur sófi 174 sm ásamt hliðarborði, hentar vel á pallinn, svalirnar eða sólstofuna. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Helgartilboð! Knut útisófi með hliðarborði. kr. 149.900 Listaverð kr. 198.500

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.