Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 2
2 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
NÁTTÚRA Mikill öskubylur var undir Eyja-
fjöllum í gær. Ekkert hafði rignt um daginn
og fóru vindhviður yfir 40 metra á sekúndu.
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri,
segir ekki hafa verið mögulegt að vera utan-
dyra þegar hviðurnar voru sem mestar og
fokið hafi verið það mikið að skyggni hafi
farið undir 300 metra, en vind hafi lægt undir
kvöld.
„Ástandið hefur ekki verið svona slæmt
síðan í gosinu,“ segir Þorvaldur. „Svona
þurrkar og vindar eru óvanalegir um hásum-
ar. Þetta á eflaust eftir að angra okkur næstu
árin.“
Ólafur segir myndugt rósasafn í garðinum
á Þorvaldseyri vera farið fyrir bí og rósirnar
séu berstrípaðar og tættar eins og að hausti.
Öllum skepnum hefur verið haldið innandyra
í allt sumar en Ólafur segir ekki hafa komið
annað til greina.
„Mér hefði ekki liðið vel að vita af kálf-
unum úti í storminum,“ segir hann. „Það er
sandur í grasrótinni og mikið svifryk sem
sest á grasið í sól og hita og það er skemm-
andi fyrir skepnurnar.“
Nýbúið var að sá í 35 hektara land við
bæinn sem er nú mikið fokið upp í storminum.
„Það stendur bara moldarmökkur upp úr tún-
inu. Hér er ekki fallegt um að litast,“ segir
Ólafur. - sv
SKIPULAGSMÁL Kæru eigenda fjög-
urra húsa í Mávanesi vegna bygg-
ingar tæplega 800 fermetra ein-
býlishúss við götuna hefur verið
vísað frá úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála.
Félag í eigu Árna Haukssonar,
fyrrverandi eiganda Húsasmiðj-
unnar, keypti í ársbyrjun 2008
húsið í Mávanesi 17. Í frávísun
úrskurðarnefndarinnar kemur
fram að Árni hafi strax við kaupin
haft í huga að rífa húsið og byggja
nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eig-
andi einnig ætlað að gera. „Stærð
lóðarinnar hafi hentað vel þar
sem sjö væru í heimili og fyrir-
sjáanlegt að húsið yrði nokkuð
stórt þótt ekki væri það sjálfstætt
markmið,“ segir nánar um þetta.
Eldra húsið var byggt 1966. Það
var 357 fermetrar á einni hæð en
nýja húsið verður 786 fermetrar
og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn
Garðabæjar staðfesti byggingar-
leyfi fyrir húsinu í janúar á þessu
ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar
verður umtalsvert hærra en tíðk-
ast í Mávanesi. „Kjallari er undir
húsinu að vestanverðu sem opn-
ast til vesturs enda gefur lands-
lagshalli á lóðinni tilefni til þess,“
segir um málið í afgreiðslu bygg-
ingarnefndar bæjarins sem telur
húsið innan skilmála.
Málið var kynnt fyrir næstu
nágrönnum. Eigendur fjögurra
annarra húsa sem standa fjær
Mávanesi 17, húsanna númer 6,
13, 22 og 24 kærðu hins vegar
byggingarleyfið. Húsið sé alltof
stórt. Það eyðileggi götumyndina,
aðgengi að fjöru minnki og ónæði
verði mikið af framkvæmdinni.
„Það að opnað verði á að efna-
menn, innlendir og erlendir, kaupi
upp eldri hús, sem byggð hafi
verið í samræmi við þær reglur
sem gilt hafi og gildi enn á svæð-
inu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð
gatnanna og byggi síðan hús sem
þverbrjóti byggingarskilmála og
hækki nýtingarhlutfall lóða sem
byggingaraðilar hafi haldið sig
við, sé með öllu óásættanlegt,“
segir um málsrök nágrannanna í
umfjöllun úrskurðarnefndarinn-
ar sem kvað húsið falla vel að lóð
og götumynd og ekki breyta yfir-
bragði hverfisins að neinu marki.
Kærunni væri vísað frá þar
sem kærendurnir ættu ekki lög-
varða hagsmuni í málinu. Bygg-
ingin myndi ekki hafa veruleg
áhrif á útsýni frá húsum þeirra.
„Verða nágrannar jafnframt að
þola tímabundið rask og ónæði
sem mannvirkjagerðinni fylgir,“
segir úrskurðarnefndin.
gar@frettabladid.is
Kjallari er undir hús-
inu að vestanverðu
sem opnast til vesturs enda
gefur landslagshalli á lóðinni
tilefni til þess.”
BYGGINGARNEFND GARÐABÆJAR
„Steinn, ertu ekki að taka full
djúpt í árinni?“
„Nei, því eins og málshátturinn
segir, botnlaust djúp er bágt að
kanna.“
Steinn Kárason er tónlistarmaður sem gaf
nýlega út fyrstu plötu sína Steinn úr djúp-
inu. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær sagði
Steinn að platan væri mjög persónuleg
og textarnir ristu djúpt í sitt sálarlíf.
ÍTALÍA Fimm Íslendingar sem handteknir voru í
Mílanó á Ítalíu aðfaranótt miðvikudagsins fyrir
drykkjulæti og eignaspjöll, kváðust undrandi á hand-
tökunni, þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra.
Þetta kemur fram á fréttasíðunni Milano Cronaca,
þar sem segir að fimm ungir menn hafi breytt einni
af götum borgarinnar í sinn eigin skemmtigarð. Þar
stukku þeir upp á bíla og milli bílþaka og mynduðu
hver annan í ólátunum.
Þeim hafði tekist að valda skemmdum á nokkrum
bílum, auk þess sem hermt er að þeir hafi líka
skemmt nokkur vélhjól, þegar ítölsku lögregluna bar
að sem handtók þá og færði á lögreglustöð. Þar voru
þeir ákærðir fyrir eignaspjöll. Spurðir hvað þeim
hefði gengið til kváðust þeir hafa verið að „skemmta
sér“.
Að því er fram kemur á fréttasíðunni eru mennirn-
ir á aldrinum 23 til 25 ára, þrír háskólanemar, einn
viðskiptafræðingur og einn jarðfræðingur. Þeir voru
í fríi á Ítalíu.
Fréttablaðið freistaði þess að ná tali af þremur
hinna meintu ólátaseggja. Ýmist höfðu farsíma-
númer þeirra verið aftengd eða símsvarar tóku við
skilaboðum sem ekki var svarað áður en blaðið fór í
prentun. - jss
NÓTT Í MÍLANÓ Ein myndanna af atvikinu sem birtust á frétta-
síðunni Milano Cronaca.
Góðglaðir, ungir Íslendingar voru hissa á afskiptum ítölsku lögreglunnar:
Íslendingar sakaðir um drykkju-
læti og eignapjöll í Mílanóborg
Nágrannar sætti sig
við tvöföldun á húsi
Eigandi Mávaness 17 má byggja þar helmingi stærra hús en áður stóð á lóðinni.
Íbúar fjögurra húsa í götunni kærðu byggingarleyfið en úrskurðarnefnd segir
nýja húsið litlu breyta fyrir þá og að þeir eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu.
MÁVANES 17 Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir keyptu Mávanes 17 og
eru að byggja 786 fermetra einbýlishús í stað meira en tvöfalt minna húss sem áður
stóð á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÖSKUFOK YFIR ÞORVALDSEYRI Öllum skepnum var
haldið innandyra í gær. Nýbúið var að sá í land við
bæinn en í gær stóð bara moldarmökkur upp úr tún-
inu. MYND ÓLAFUR EGGERTSSON
MENNING Munnharpa Davíðs Stef-
ánssonar frá Fagraskógi rataði
heim í Davíðshús á Akureyri í
vikunni, eftir að hafa verið löngu
talin glötuð.
Jón B. Guðlaugsson kom fær-
andi hendi á miðvikudag með
slitna munnhörpu sem Davíð átti
forðum daga en hana hafði Árni
Kristjánsson, fyrrverandi tón-
listarstjóri Ríkisútvarpsins, gefið
Jóni seint á síðustu öld. Árni
og Davíð voru miklir vinir og í
bókinni Endurminningar sam-
ferðamanna skrifaði Árni kafla
um Davíð vin sinn og nefnir þar
meðal annars að hann hafi orðið
vitni að því að skáldið kunni lista-
vel að spila á munnhörpu. - sv
Hljóðfæri Davíðs Stefánssonar:
Rataði aftur í
hús skáldsins
DAVÍÐSHÚS Skáldið kunni listavel að
spila á munnhörpuna.
Maðurinn sem lést í vinnuslysi
í járnblendiverksmiðjunni
á Grundartanga hét Óskar
Stefánsson.
Óskar var þrítugur að aldri,
fæddur 3. ágúst 1979. Hann
var búsettur í Grafarholti í
Reykjavík. Hann lætur eftir
sig dóttur.
Nafn manns-
ins sem lést
SPURNING DAGSINS
SLYS Maður á sjötugsaldri slasað-
ist alvarlega þegar grafa valt út í
Sandá í Þistilfirði í gær. Talið er
að hjólaskófla hafi rekist í brúar-
rið og valt grafan eina og hálfa
veltu niður bratta brekku og lá
maðurinn fastur með fótinn undir
hjólaskóflunni í straumharðri
ánni í 40 mínútur.
Þegar björgunarsveitir mættu á
staðinn var maðurinn mjög kaldur
og aðeins höfuð hans stóð upp úr
ánni. Hann hafði misst mikið blóð
og var fluttur með sjúkraflugi til
Akureyrar. Ekki er vitað um til-
drög slyssins að svo stöddu. - sv
Grafa valt niður í Sandá:
Gat sig hvergi
hreyft í ánni
Bóndinn á Þorvaldseyri segir ástand gróðurs slæmt eftir öskubylinn í gær og að myndugt rósasafn sé fyrir bí:
Segir öskufokið það versta síðan í gosinu
TEXAS, AP Búist er við að olíu-
hreinsunarstarf við Mexíkóflóa
tefjist um allt að hálfan mánuð
vegna fellibylja, sem eru að fara
yfir svæðið. Fellibyljatímabil-
ið er að hefjast og stendur það
fram til nóvemberloka. Veður-
fræðingar í Bandaríkjunum
óttast að fellibylirnir í ár verði
með þeim verstu sem sést hafi.
Fellibylurinn Alex fór yfir
Mexíkóflóa í gær og olli nokkru
tjóni í strandbæjum. Hann fór
þó ekki jafn nálægt hreinsunar-
svæði við flóann og óttast var.
Undir kvöld í gær bráði af
Alex og var hann þá orðinn að
hitabeltisstormi. - jab
Mjög dró úr veðurofsa Alex:
Olli tjóni við
ströndina
FALLIÐ HÚS Fellibylurinn Alex fór ekki
jafn nálægt olíuleka BP í Mexíkóflóa og
óttast var í gær. Hann olli nokkru tjóni á
húsum við ströndina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP