Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 42
30 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Læra hjá sænsku kempunum Tveir efnilegustu markverðir landsins, Aron Rafn Eðvarðsson og Arnór Freyr Stefánsson, eru staddir í Svíþjóð þessa dagana þar sem þeir sækja markmannsnámskeið hjá tveimur af betri markvörðum handboltasögunnar, Svíunum Mats Olsson og Tomas Svensson. Þeir félagar koma síðan heim í dag. Þeir Olsson og Svensson mynduðu eitt sterkasta markvarðapar sem sést hefur í landsliði og hafa örugglega af miklu að miðla. HANDBOLTI Valsmenn hafa gengið frá samningum við þrjá mark- verði fyrir komandi tímabil í kvennaboltanum. Þetta eru Sunneva Einarsdótt- ir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir. Sunneva kemur frá Fram, Sig- ríður frá FH en Guðný Jenný var í Val eftir að hafa rifið fram skóna á síðasta tímabili vegna meiðsla markvarðar Vals. Þessum þremur er ætlað að fylla það skarð sem besti mark- vörður landsins, Berglind Íris Hansdóttir, skilur eftir sig en hún er flutt til Noregs. - hbg Markvarðamál Valskvenna: Þrjár í stað Berglindar Dekk fyrir: tjaldvagna, hjólhýsi, fellihýsi, fjórhjól, húsbíla, fólksbíla, jeppa, kerrur, mótor hjól o.s.frv., o.s.frv.Rauðhellu 11, Hfj.( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Allskonar dekk fyrir fólk á leið í frí PITSTOP FÓTBOLTI Fylkir tapaði 3-0 fyrir Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildar UEFA ytra í gær. Staðan í hálfleik var marka- laus en heimamenn sóttu þá mun meira. Þeir skoruðu eftir rúmar fimm- tíu mínútur og kláruðu leikinn með þremur mörkum á fjórtán mínútum. Fylkir þarf því að skora í það minnsta þrjú mörk til að eiga möguleika á að komast áfram í seinni leiknum á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. - hþh Fylkir tapaði í Hvíta-Rússlandi: Þrjú mörk í seinni hálfleik ERFITT Ólafur Þórðarson þarf að finna leið til að skora í það minnsta þrjú mörk í seinni leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Aðstæður á Austfjörðum til knattspyrnuiðkunar í gær voru svo slæmar að flauta þurfti af leik Fjarðabyggðar og Fjöln- is í 1. deildinni eftir 25 mínútur. Fjölnismenn gistu á Eskifirði í nótt og leikurinn fer fram í dag klukkan 16, líklega innandyra í Fjarðabyggðarhöllinni. „Hér ríkir tóm gleði,“ sagði kaldhæðinn þjálfari Fjölnis, Ásmundur Arnarson, í gærkvöldi þar sem liðið sat á kaffihúsi og horfði á gamla HM-leiki. „Aðstæður voru ekki boðlegar, það var ekki hægt að taka horn nema á einum stað á vellinum. Það var ekki hægt að rekja bolt- ann og þegar menn byrjuðu að renna sér var þetta orðið hættu- legt,“ sagði Ásmundur. „Þó að það sé leiðinlegt var þetta það eina í stöðunni,“ sagði þjálfarinn. Aðrir leikir fóru fram í deild- inni og kláruðust. Víkingur burst- aði ÍR 4-0 í Breiðholtinu og komst upp að hlið Leiknis í toppsæt- ið. Bæði lið hafa 19 stig en ÍR er með 16. Leiknir gerði 2-2 jafntefli við HK og heldur toppsæti deild- arinnar á markatölu. Þá vann ÍA 1-4 sigur á botnliði Gróttu og reif sig þar með upp um þrjú sæti í töflunni. - hþh Leik hætt í 1. deildinni: Aðstæður voru hættulegar ÁSMUNDUR Ætlar að gera gott úr hlut- unum á Eskifirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sann- færandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá lang- besti á þessu sumri og undirritað- ur spurði því Loga Ólafsson, þjálf- ara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápn- um. Svo koma menn út úr skápn- um,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lok- uðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evr- ópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kom- inn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reyn- ir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínút- um síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frá- kast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í við- bót. Þá skallaði Björgólfur send- ingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissu- lega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutun- um. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæð- ur voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. henry@frettabladid.is KR-ingar mættir til leiks KR vann öruggan 3-0 sigur á norður-írska liðinu Glentoran er liðin mættust á KR- vellinum í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Sigur KR var síst of stór. „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugar- dalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll. - hþh ÓLAFUR PÁLL SNORRASON SKORAÐI TVÖ MÖRK Í SIGRI FH Á KA: SANDOR MATUS BJARGAÐI KA FRÁ NIÐURLÆGINGU Við drápum leikinn með fyrsta markinu 2-0 Kjartan Henry skorar annað mark KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.