Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 12
12 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Ár Laun Verð á skyri Fjöldi Verð á banana Fjöldi 2006 297.000 238 1.248 162 1.833 2007 303.000 236 1.284 159 1.906 2008 324.000 277 1.170 199 1.628 2009 334.000 283 1.180 273 1.223 2010 337.340 292 1.155 280 1.205 FRÉTTASKÝRING Hefur íslenskt verðlag lagast? Til að fá marktækan samanburð á verði milli landa er nauðsynlegt að hafa í huga kaupmátt íbúa þeirra landa sem verið er að bera saman. Í flestum ríkja þriðja heimsins eru matvæli þannig ódýrari en þekkist á Vesturlöndum. Það þýðir hins vegar ekki að íbúar þriðja heims ríkja séu betur settir því sem hlutfall af laun- um þeirra eru matvæli dýrari en Vesturlandabúar eiga að venjast. Niðurstöður úr evrópskri könn- un, sem gerð var vorið 2009, á verði matvæla, áfengis og tóbaks í ýmsum löndum Evrópu voru birtar í vik- unni. Samkvæmt henni var verðlag matvæla fjórum prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Um er að ræða mikla breytingu frá sambærilegri könnun sem gerð var árið 2006 en þá var verðlag hæst á Íslandi eða 61 prósenti hærra en að meðaltali í Evrópusambandinu. En hvað þýðir þetta? Borga Íslendingar minna fyrir matvæli en áður eða eru aðrar ástæður þarna að baki? Skýringarnar á þessari breytingu er aðallega að finna í gengisfalli krónunnar en frá 1. apríl 2006 til 1. apríl 2010 hækkaði gengisvísitala krónunnar um 91 prósent sem þýðir að virði hverrar krónu fór nærri því að helmingast. Þessi gengisveiking hefur valdið því að fyrir íslenskar krónur fæst þeim mun minna af vörum erlendis. Samanburðurinn sem birtist í evrópsku könnuninni er sá að borið er saman verð á ákveðinni körfu af vörum í löndunum í bandarískum dollurum. Árið 2006 þurfti 161 doll- ara til að kaupa vörur á Íslandi sem kostuðu 100 dollara að meðaltali í Evrópu en nú þarf einungis 104 doll- ara. Því er einungis um verðlækkun að ræða frá sjónarhóli útlendinga. Lægra verð hér en áður borið saman við Evrópulönd skýrist því af því að verðmæti íslensku krónunnar hefur hrunið. Um leið hafa laun Íslendinga lækkað jafn mikið, og í sumum til- fellum meira, í dollurum talið svo hér er síður en svo um kjarabót að ræða fyrir Íslendinga. Á sama tímabili hefur kaupmáttur launa innanlands, skilgreindur sem laun umfram verðbólgu, dregist saman um 9,1 prósent. Þetta þýðir að fyrir laun í dag sem eru sam- bærileg við laun í apríl 2006 fæst 9,1 prósenti minna af vörum. Auk þess hafa skattahækkanir valdið því að fólk hefur minna umleikis en þá, þó launin séu sambærileg. Þó matvæla- verð sé svipað og í Evrópu þá verja Íslendingar hlutfallslega mun hærri hluta af tekjum sínum í matvæli rétt eins og áður. magnusl@frettabladid.is Íslenskur almenningur hefur orðið fyrir miklum búsifjum Samanburður á verði milli landa segir lítið ef ekki er tekið tillit til ólíks kaupmáttar. Kaupmáttur hefur dregist saman á undanförnum misserum en auk þess fæst minna en áður erlendis fyrir íslenskar krónur. Einfaldur mælikvarði á kaupmátt launa er að velja eina vöru og skoða verð hennar í samanburði við laun á mismunandi tímum. Fréttablaðið skoðaði verð á einu kílói af skyri og einu kílói af banönum á árunum 2006 til 2010 á vef Hagstofunnar. Sé verð borið saman við meðallaun kemur í ljós að fyrir regluleg mánaðarlaun full- vinnandi launamanns á almennum vinnumarkaði mátti kaupa 1.248 kíló af skyri árið 2006 en 1.155 kíló árið 2010. Eins var hægt að kaupa 1.833 kíló af banönum árið 2006 en 1.205 kíló árið 2010. Hvað má kaupa fyrir mánaðarlaunin? 250 200 150 100 apríl ´06 apríl ´07 apríl ´08 apríl ´09 apríl ´10 júlí ´10 117,7 200,8 Gengisþróun krónunnar Þróun kaupmáttar 120 115 110 105 100 95 apríl ´06 apríl ´07 apríl ´08 apríl ´09 apríl ´10 maí ´10 98,2 103,9 NORTHAMPTON Aska úr Eyjafjalla- jökli gerði það að verkum að krabbameinslæknir hjá ríkisspít- alanum í Northampton í Eng- landi tafðist erlendis í fríi og upp- skurðum hjá spítalanum þurfti að seinka töluvert. Krabbameinssjúklingum fækk- aði um níu prósent á þessu tíma- bili, ekki vegna lækkunar í tíðni krabbameins, heldur meðal ann- ars vegna þess að þeir þurftu að bíða svo lengi eftir greiningu og meðferð sökum fjarveru lækna. Stjórn spítalans er að vinna í mál- inu og skipuleggja endurbætur. - sv Eyjafjallajökull stoppar lækna: Tafir í krabba- meinsmeðferð EYJAFJALLAJÖKULL Gosið olli töfum í flugi um heim allan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVALANDI Skógarbjörninn Janosch, sem býr í dýragarðinum í Münster í Þýskalandi, kældi sig niður í gær. Hitinn mældist um 30 gráður í vestur- hluta landsins í gær. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDAMÁL Ráðgjafarstofunni bárust alls 1.623 umsóknir árið 2009 og er það mesti fjöldi sem stofunni hefur borist. Flestar voru vegna greiðsluerfiðleika, eða 1.184. Mikill meirihluti þeirra sem sóttu um ráðgjöf er búsettur á höfuðborgarsvæðinu, eða 72 prósent. Heildarskuld meðalumsækj- anda á árinu 2009 nemur rúmum 31 milljón króna, sem er hækk- un um 120 prósent frá árinu á undan. Vanskil aukast um 99 pró- sent á milli ára og eru bílalán það sem vega mest. Aukning vanskila þeirra lána á milli ára er 481 prósent. - sv Vanskil aukast um 99 prósent: Bílalán algeng- ust í vanskilum VIÐSKIPTI Iceland Express ætlar að hefja flug til Orlando í Flór- ída í október. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir leiðina vera mjög vinsæla meðal Íslendinga og gott svigrúm sé fyrir samkeppni á markaðnum. „Fólk er spennt fyrir því að fá samkeppni á þessari leið,“ segir Matthías. „Þetta er stór markaður og við verðum mjög líklega mun ódýrari heldur en samkeppnisaðilinn.“ Matthías segir einnig að flug Iceland Express til Kanada muni halda áfram og það sé mikill áhugi hér á landi fyrir Manit- oba. „Þetta er mjög góður fram- tíðarstaður. Það er mikið af Vest- ur Íslendingum sem búa þar og það eru engin flug frá Manitoba til Evrópu.“ Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að öll samkeppni sé af hinu góða. „Þetta er frjáls markaður og við fögnum samkeppni hvar og hvenær sem er.“ Lausleg athugun á verðsaman- burði flugfélaganna tveggja leiddi í ljós að Icelandair rukkar nú rúm- lega 30 þúsund krónum meira en Iceland Express fyrir sambærileg flug. Guðjón segir ástæðuna vera að ódýrustu sæti Icelandair séu nú þegar bókuð. - sv Iceland Express hefur áætlunarflug til Orlando í Flórída í haust: Gott svigrúm til samkeppni GUÐJÓN ARNGRÍMSSON MATTHÍAS IMSLAND UMFERÐ Dregið hefur úr mynd- un raða við gatnamót Reykja- nesbrautar og Bústaðavegar eftir að ný stilling umferðar- ljósa var virkjuð fyrir nokkru. Þar er nú vinstri beygja bönnuð frá Bústaðavegi á álagstímum á morgnana og síðdegis, en þá er ástandið verst. Biðraðir teygðu sig langt eftir Sæbrautinni og einnig inn á Miklubraut með tilheyrandi töfum og slysahættu, en sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni hafa biðraðir ekki verið teljandi frá því að stillingum var breytt. - sv Breytt stilling umferðarljósa: Skilar árangri REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 COLEMAN-ferðagasgrill Verð 49.900 kr. ellingsen.is CAMPINGAZ-kælibox Verð 16.100 kr. PRIMUS-pottasett Verð 3.800 kr. SONCA-tjaldljós Verð 10.691 kr. COLEMAN-stóll m/örmum Verð 8.990 kr. Vaknaðu við fuglasöng

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.