Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 12
12 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Afleiðingar skjálftans á Haítí Styrkur: 7,0 á Richter Dýpt: 13 kílómetrar Látnir: 230.000 Særðir: 300.000 Heimilislausir: 1.000.000 Skjálftinn 12. janúar, 2010 Fyrir skjálftann mikla sem reið yfir Haítí, hinn 12. janúar 2010, náði eitt af hverjum þrettán börn- um ekki fimm ára aldri og helm- ingur barna gekk ekki í skóla. Þús- undir barna voru neydd í vinnu og kynlífsþrælkun. Dánartíðni barna er sú hæsta í Vesturheimi. Samtökin Save the Children hafa sent frá sér nýja skýrslu varðandi málefni barna á Haítí, sex mánuðum eftir jarðskjálftann, þar sem hátt í 250 þúsund manns létust, 300 þúsund særðust og yfir milljón misstu heimili sín. Hundruð þúsunda barna misstu heimili sín og fjölskyldur í skjálft- anum. Höfuðborgin Port-au- Prince og borgirnar Léogâne og Jacmel urðu verst úti. Milljón- ir lifa enn án nægilegs vatns og matar og við skort á hreinlætis- aðstöðu og heilbrigðisþjónustu. Börnin eru sérstaklega berskjöld- uð fyrir sjúkdómum, misnotkun og ofbeldi. Viðbragðsáætlanir eftir skjálft- ann eru þær umfangsmestu og flóknustu sem samtökin Save the Children hafa tekið þátt í. Nú er rigningartímabil að hefjast á Haítí og eru íbúar landsins í mik- illi hættu að verða fyrir alvarleg- um afleiðingum fellibylja sökum vöntunar á skjóli og hreinlætis- aðstöðu. Fjárhagsáætlanir Save the Chil- dren ganga ekki eftir. Enn vantar 128,6 milljónir dollara frá alþjóða- samfélaginu til þess að uppfylla þær. sunna@frettabladid.is Börnin enn í mikilli hættu HÁ DÁNARTÍÐNI Eitt af hverjum 13 börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur sökum skorts á hreinlæti, vatni og næringu. PORT-AU-PRINCE Höfuðborg Haítí var rústir einar eftir jarðskjálftann í janúar og yfir milljón manns misstu heimili sín. Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Hundruð þúsunda búa undir tjöldum og skýlum í borgunum eftir skjálftann. STANDI VIÐ LOFORÐIN Save the children segja að það verði að standa við loforð um langtímafjárveitingar. Höfuðborg: Port-au-Prince Íbúafjöldi: 9 milljónir Tungumál: Kreólamál, franska Stærð: 27,5 þúsund km² Trú: Kristni og vúdú Sjálfstæði frá Frakklandi: 1825 Forseti: René Préval Ungbarnadauði: 1 af hverjum 13 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: 40% Skólaganga barna: 50% Um Haítí Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi, segir ástand- ið á Haítí enn mjög alvarlegt. Börnin búi í skýlum og flóttamannabúðum sem gerir þau afar viðkvæm fyrir heilsu- farsvandamálum eins og niðurgangi og malaríu sökum vöntunar á vatni og hreinlæti. „Þessir sjúkdómar eru auðlæknanleg- ir en eru þrátt fyrir það að draga börn til dauða sökum óviðunandi aðstæðna á svæðinu,“ segir Björg. Hún segir erfitt að bregðast við vandamálunum sökum fjárskorts og mikilvægt sé að alþjóða- samfélagið standi við skuldbinding- ar varðandi þær langtímafjármagnan- ir sem lofað var. Mikil áhersla er lögð á menntun sem part af neyðaraðstoð- inni. „Menntunin er leiðin fyrir börnin úr fátæktinni,“ segir Björg. „Uppbyggingin verður að skila árangri til langframa og byggja upp betra samfélag fyrir börn- in. Starfið sem er fyrir höndum er bara rétt að byrja.“ Starfið er bara rétt að byrja Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Afdrifaríkar afleiðingar skjálftans á Haítí eru enn að koma í ljós. Hundruð þúsunda barna misstu fjölskyldur sínar og heimili. Eru enn mjög berskjölduð fyrir hættuleg- um sjúkdómum, mansali og ofbeldi. SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA 2.–11. OKTÓBER 2010 Miami – Florida, Philipsburg – St. Maarten, San Juan – Puerto Rico, Labadee – Haiti, Miami – Florida Úrval Útsýn kynnir með stolti, Liberty of the Seas, eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims. Skipið er eitt af nýjustu viðbótum Royal Caribbean skipafélag- sins en það fór jómfrúarferð sína í maí 2007. Það hefur einstaka eiginleika og aðstöðu, t.d. vatnagarð með brimbrettaaðstöðu, skautasvell, klifurvegg, verslunargötu og skem- mtistaði svo fátt eitt sé nefnt. Þetta glæsilega skip er búið nær öllu er hugurinn girnist. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu sundlaugasvæði. Liberty of the Seas er sannkallað fljótandi 5 stjörnu lúxus hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist. á mann m.v. 2 fullorðna.* Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims! * Innifalið: Flug til og frá Orlando, gisting á Baymont Inn & Suites í Orlando með morgunverð í eina nótt, skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur, þjórfé um borð í skipinu og allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips. Ferðaskrifstofa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.