Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 12
12 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Afleiðingar skjálftans á Haítí Styrkur: 7,0 á Richter Dýpt: 13 kílómetrar Látnir: 230.000 Særðir: 300.000 Heimilislausir: 1.000.000 Skjálftinn 12. janúar, 2010 Fyrir skjálftann mikla sem reið yfir Haítí, hinn 12. janúar 2010, náði eitt af hverjum þrettán börn- um ekki fimm ára aldri og helm- ingur barna gekk ekki í skóla. Þús- undir barna voru neydd í vinnu og kynlífsþrælkun. Dánartíðni barna er sú hæsta í Vesturheimi. Samtökin Save the Children hafa sent frá sér nýja skýrslu varðandi málefni barna á Haítí, sex mánuðum eftir jarðskjálftann, þar sem hátt í 250 þúsund manns létust, 300 þúsund særðust og yfir milljón misstu heimili sín. Hundruð þúsunda barna misstu heimili sín og fjölskyldur í skjálft- anum. Höfuðborgin Port-au- Prince og borgirnar Léogâne og Jacmel urðu verst úti. Milljón- ir lifa enn án nægilegs vatns og matar og við skort á hreinlætis- aðstöðu og heilbrigðisþjónustu. Börnin eru sérstaklega berskjöld- uð fyrir sjúkdómum, misnotkun og ofbeldi. Viðbragðsáætlanir eftir skjálft- ann eru þær umfangsmestu og flóknustu sem samtökin Save the Children hafa tekið þátt í. Nú er rigningartímabil að hefjast á Haítí og eru íbúar landsins í mik- illi hættu að verða fyrir alvarleg- um afleiðingum fellibylja sökum vöntunar á skjóli og hreinlætis- aðstöðu. Fjárhagsáætlanir Save the Chil- dren ganga ekki eftir. Enn vantar 128,6 milljónir dollara frá alþjóða- samfélaginu til þess að uppfylla þær. sunna@frettabladid.is Börnin enn í mikilli hættu HÁ DÁNARTÍÐNI Eitt af hverjum 13 börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur sökum skorts á hreinlæti, vatni og næringu. PORT-AU-PRINCE Höfuðborg Haítí var rústir einar eftir jarðskjálftann í janúar og yfir milljón manns misstu heimili sín. Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Hundruð þúsunda búa undir tjöldum og skýlum í borgunum eftir skjálftann. STANDI VIÐ LOFORÐIN Save the children segja að það verði að standa við loforð um langtímafjárveitingar. Höfuðborg: Port-au-Prince Íbúafjöldi: 9 milljónir Tungumál: Kreólamál, franska Stærð: 27,5 þúsund km² Trú: Kristni og vúdú Sjálfstæði frá Frakklandi: 1825 Forseti: René Préval Ungbarnadauði: 1 af hverjum 13 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: 40% Skólaganga barna: 50% Um Haítí Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi, segir ástand- ið á Haítí enn mjög alvarlegt. Börnin búi í skýlum og flóttamannabúðum sem gerir þau afar viðkvæm fyrir heilsu- farsvandamálum eins og niðurgangi og malaríu sökum vöntunar á vatni og hreinlæti. „Þessir sjúkdómar eru auðlæknanleg- ir en eru þrátt fyrir það að draga börn til dauða sökum óviðunandi aðstæðna á svæðinu,“ segir Björg. Hún segir erfitt að bregðast við vandamálunum sökum fjárskorts og mikilvægt sé að alþjóða- samfélagið standi við skuldbinding- ar varðandi þær langtímafjármagnan- ir sem lofað var. Mikil áhersla er lögð á menntun sem part af neyðaraðstoð- inni. „Menntunin er leiðin fyrir börnin úr fátæktinni,“ segir Björg. „Uppbyggingin verður að skila árangri til langframa og byggja upp betra samfélag fyrir börn- in. Starfið sem er fyrir höndum er bara rétt að byrja.“ Starfið er bara rétt að byrja Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Afdrifaríkar afleiðingar skjálftans á Haítí eru enn að koma í ljós. Hundruð þúsunda barna misstu fjölskyldur sínar og heimili. Eru enn mjög berskjölduð fyrir hættuleg- um sjúkdómum, mansali og ofbeldi. SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA 2.–11. OKTÓBER 2010 Miami – Florida, Philipsburg – St. Maarten, San Juan – Puerto Rico, Labadee – Haiti, Miami – Florida Úrval Útsýn kynnir með stolti, Liberty of the Seas, eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims. Skipið er eitt af nýjustu viðbótum Royal Caribbean skipafélag- sins en það fór jómfrúarferð sína í maí 2007. Það hefur einstaka eiginleika og aðstöðu, t.d. vatnagarð með brimbrettaaðstöðu, skautasvell, klifurvegg, verslunargötu og skem- mtistaði svo fátt eitt sé nefnt. Þetta glæsilega skip er búið nær öllu er hugurinn girnist. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu sundlaugasvæði. Liberty of the Seas er sannkallað fljótandi 5 stjörnu lúxus hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist. á mann m.v. 2 fullorðna.* Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims! * Innifalið: Flug til og frá Orlando, gisting á Baymont Inn & Suites í Orlando með morgunverð í eina nótt, skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur, þjórfé um borð í skipinu og allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips. Ferðaskrifstofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.