Fréttablaðið - 16.07.2010, Side 24

Fréttablaðið - 16.07.2010, Side 24
4 föstudagur 16. júlí ✽ b ak v ið tj öl di n Uppáhaldsleikarinn? Það eru meðal annars Philip Seym- our Hoffman, Mads Mikkelsen og Kyle MacLachlan. Uppáhaldsbókin? Gauragangur og Um skáld- skaparlistina. Besti tími dags? Nóttin. Stjörnumerki? Vatnsberi. Uppáhalds borgin? París, New York, London eða Bar- celona, það fer eftir ferðafélögum. Alexander Briem fer með hlutverk Orms í nýrri kvikmynd byggðri á skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Gaura- gangi. Alexander útskrif- aðist af leiklistarbraut Kvikmyndaskóla Íslands í vor og þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikur í. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Anton Brink A lexander Briem leik- ur sjálfan Orm Óð- insson í væntan- legri kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Gaura- gangi. Þátt fyrir ungan aldur er Al- exander Briem enginn nýgræðing- ur á sviði leiklistarinnar því sem barn lék hann tvisvar á sviði Þjóð- leikhússins auk þess sem hann fór með hlutverk í stuttmyndinni Góðir gestir. Gauragangur fjallar í stuttu máli um ævintýri Orms Óðinssonar, sextán ára gamals pilts, sem glím- ir við ástina og hin erfiðu ungl- ingsár. Um sjö hundruð ungmenni mættu í áheyrnarprufur sem haldnar voru um allt land síðast- liðið sumar og hrepptu þau Alex- ander og Hildur Berglind Arndal hlutverk Orms og Lindu. Alexand- er fékk góðu fréttirnar sama dag og hann komst að því að honum hafði verið synjað um inngöngu í leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands, en hann hafði þá komist alla leið í tuttugu manna lokahóp. „Þetta var magnaður dagur, fyrst rigning og svo sól. Svolítið eins og íslensk veðrátta,“ segir Alexand- er og hlær. ER SVOLÍTILL ORMUR Þegar Alexander er inntur eftir því hvort hann samsami sig persón- unni Ormi segist hann hafa und- irbúið sig vel undir þá spurningu. „Þetta er sú spurning sem ég hef hvað oftast fengið. Það ótrúlega er að ég las bókina í 8. bekk og man eftir því að ég lá uppi í rúmi með bókina og sá fyrir mér kvikmynda- plakat þar sem ég var í hlutverki Orms Óðinssonar og lá út af í rúminu, með sígarettu í munnin- um og með fæturna upp á vegg. Þetta var „móment“ sem ég man mjög vel og mun alveg ábyggilega aldrei gleyma héðan í frá,“ segir Alexander. Hann er þó ekki viss um að þeim Ormi myndi verða vel til vina skyldu þeir hittast einn daginn. „Það er að sjálfsögðu smá Ormur í mér, en ég held að hann myndi ekki líta mikið upp til mín ef hann hitti mig. Hann er á sex- tánda ári þegar þessi saga er sögð, ég er á því tuttugasta og fyrsta, en hann er ábyggilega þrisvar sinn- VEIT EKKI HVORT VIÐ ORMUR um gáfaðri og betur máli farinn en ég. Það er í raun magnað að Ólafi Hauki hafi tekist að koma þessari manneskju niður á blað og á þann hátt að lesandanum finnst hann trúverðugur. Hann er sextán ára en samt ótrúlega hnyttinn, gáfað- ur og góður með sig. Þrátt fyrir það samsamar fólk sig honum. Það er magnað afrek.“ KRÖFUHART SAMSTARFS- FÓLK Tökur á myndinni ganga að sögn Alexanders vel og eru samstarfs- félagarnir kröfuhart en yndis- legt fólk. Hann segir tökudagana langa en honum þyki þægilegt að vera stöðugt að vinna. „Mér finnst mjög þægilegt að vera stanslaust í tökum. Maður vinnur allan dag- inn, fer heim að undirbúa sig fyrir næsta dag og svo í háttinn og mætir ferskur til leiks daginn Svolítill Ormur Alexander Briem fer með hlutverk Orms Óðinssonar í nýrri kvikmynd sem byggð er á skáldsögunni Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þetta var magnaður dagur, fyrst rigning og svo sól. Svolítið eins og íslensk veðrátta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.