Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 12
12 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ögmundur Jónasson alþingismaður gerir í Fréttablaðinu hinn 15. júní nokkrar athugasemdir við skarpa greiningu Hann- esar Péturssonar skálds á málflutningi andstæðinga ESB-aðildar. Sérstakalega fer fyrir brjóstið á Ögmundi upprifjun Hann- esar á stóryrðum andstæðinga EES-samn- ingsins, en fæst af þeim stóryrðum hafa staðist tímans tönn. Sér til varnar nefnir Ögmundur að margir (m.a. nokkrir íhalds- menn í Sjálfstæðisflokknum) hafi efast um að samningurinn stæðist stjórnarskrá. Um þetta má enn deila, enda vel ígrunduð rök á báða bóga. Af lestri greinar Ögmundar er mér þó ekki ljóst hvaða skoðun hann hefur á málinu í dag. Ég vil því spyrja Ögmund: telur hann að samningurinn um EES sé and- stæður stjórnskránni? Svarið við þessari spurningu er ekki síst áhugavert vegna þess að meginrök Ögmundar gegn EES og (að því er ég fæ best skilið) aðild að ESB varða lýðræði. Ögmundur telur að það hefði verið betra frá lýðræðislegu sjónarmiði að gera tví- hliða samninga við ESB og því má álykta að honum þyki slíkir samningar betri fyrir lýðræðið í landinu en EES með sínum stofn- unum og regluverki ESB. Nú var þetta ekki niðurstaðan á sínum tíma, EES er hér til staðar með sínum kostum og göll- um. Það sem ég skil ekki alveg í röksemd- um Ögmundar er hvort að enn muni síga á ógæfuhliðina varðandi lýðræði í landinu ef Ísland gerist aðili að ESB. Ég get fallist á það (kannski ekki af sömu ástæðum og Ögmundur) að EES sé gallað, að þar sé lýð- ræðishallinn mikill. Þar með fylgir ekki að þessi lýðræðishalli aukist við aðild að ESB, þvert á móti má færa fyrir því góð rök að full aðild bæti úr ýmsum þeim ágöllum sem eru á EES frá sjónarmiði lýðræðis. Ef val- kosturinn er EES eða ESB, þá virðist mér Ögmundur vera á hálum ís í sinni röksemda- færslu. Mér virðist raunar að Ögmundur sé að setja upp valkostinn „tvíhliða samn- ingur“ eða „aðild að ESB“, en umræðan er alls ekki um það. Ég vil því spyrja Ögmund hvort hann telji fulla aðild að ESB verri kost frá sjónarmiði lýðræðis en núverandi skipan mála (EES)? Er tvíhliða samningur við ESB valkostur við fulla aðild? Umræðan um aðild Íslands að ESB snýst um marga hluti, einn af þeim er lýðræði. Um það er sjálfsagt að ræða, en af lestri greinar Ögmundar grunar mig að margir andstæð- ingar ESB vildu fremur láta þjóðina greiða atkvæði um uppsögn EES fremur en fulla aðild að ESB. Ögmundur og ESB Evrópumál Birgir Hermannsson stjórnmálafræð- ingur Kominn tími til Þau ánægjulegu tíðindi bárust nýverið að Fjármálaeftirlitið væri orðið aðili að Alþjóðasambandi verðbréfaeftirlita. Með aðildinni getur Fjármálaeftirlitið skipst á upplýsingum um verðbréfa- viðskipti við flestar þjóðir heimsins. Það er vel. Raunar svo vel að menn hljóta að spyrja sig hvers vegna í ósköpunum þetta var ekki löngu orðið að veruleika? Sá Fjármálaeftirlitið virkilega engan hag í aðildinni í upp- ganginum þegar eignamenn skiptust á verðbréfum eins og Matador-pening- um og lán voru tekin fyrir öllu heila klabbinu? En batnandi Fjár- málaeftirliti er best að lifa. Gæti orðið löng bið DV greindi frá því um helgina að þingmenn Evrópusambandsins hefðu kvartað til stækkunarstjóra Evrópusam- bandsins vegna makrílveiða Íslend- inga. Hvort það voru þingmennirnir eða blaðamaðurinn sem skripluðu á skötunni skal ósagt látið, en sagt er frá því að þeir hafi sent Olli Rehn kvörtun sína. Hann hætti sem stækkunarstjóri í janúar og Tékkinn Štefan Füle tók við. Biðin eftir svari Rehn gæti því orðið löng. Samningar en ekki ráðgjöf Á þessum stað var í síðustu viku sagt að Kleópatra Kristbjörg, forstjóri Gunnars majones, hefði í viðtali við Vikuna upplýst að í starfi hennar hjá fyrirtækinu fælist fyrst og fremst ráð- gjöf. Það er ekki rétt. Um störf sín þar sagði hún: „Ég sé um samningamál enda er ég ágæt í mannlegum sam- skiptum. Ég starfa þarna enn, en fyrst og fremst er ég rithöfundur og byltingarsinni.“ Kristbjörg og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á misherminu. kolbeinn@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is - Lifið heil www.lyfja.is 25% afsláttur af öllum Schollvörum út júlí í öllum verslunum Lyfju. Fallegir fætur með Scholl Þ að er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld í ríki, sem þarf eins nauðsynlega á erlendri fjárfestingu að halda og Ísland, skuli leggja jafnmikið á sig og raun ber vitni til að hrekja erlenda fjárfesta frá landinu. Síðustu vendingar í Magma-málinu eru dæmi um slíkt. Vinstri græn vilja stöðva kaup fyrirtækisins á HS orku með öllum tiltækum ráðum; nota peninga skattgreiðenda til að ganga inn í kaup- in, rifta samningum og þar fram eftir götunum. Hlaupið var upp til handa og fóta út af „nýjum“ upplýsingum um sænska dóttur- fyrirtæki Magma, sem höfðu legið fyrir misserum saman. Þarna er ekki einvörðungu annar stjórnarflokkurinn að reyna að breyta reglunum eftir á og hrekja burt erlendan fjárfesti, sem hefur ákveðið að leggja mikla peninga í atvinnustarfsemi á Íslandi. Þar er líka verið að senda öðrum erlendum fjárfestum, sem hafa áhuga á Íslandi, skilaboð um að betra sé að þeir beini athygli sinni annað. Að sumu leyti hefur málið verið rætt út frá forms- og aukaatrið- um. Grundvallarspurningin, sem stjórnmálamenn þurfa að svara, er auðvitað hvort þeir vilji erlenda fjárfestingu inn í efnahagslífið. Ef þeir vilja hana, útbúa þeir lagaramma sem opnar fyrir hana og hvetur til hennar. Það eru hreinar og klárar blekkingar að leggjast gegn fjárfestingu Magma á þeim forsendum að verið sé að selja auðlindir þjóðarinnar. HS orka á engar auðlindir; þær eru í opinberri eigu og má ekki selja þær samkvæmt nýlegri löggjöf. HS orka á eingöngu nýtingarrétt og greiðir fyrir hann. Kannski er það stefna VG að hrekja burt alla erlenda fjárfesta sem vilja kaupa í fyrirtækjum sem nýta auðlindir landsins með einhverj- um hætti. Þá er hætt við að fáir verði eftir. Á Íslandi eiga með réttu að vera mörg tækifæri fyrir erlenda fjár- festa. Mörg góð fyrirtæki, sem hafa lent í skuldavanda eða eigendur þeirra lent í erfiðleikum, eru og verða til sölu. Ísland vantar ekki aðeins fjármagn inn í þessi fyrirtæki; það vantar líka fjölbreytilegan eigendahóp atvinnulífsins. Við viljum ekki að atvinnulífið verði aftur í eigu fáeinna innlendra viðskiptablokka. Fjárfestar meta ýmis atriði þegar þeir ákveða hvort eigi að fjárfesta í öðru landi. Þeir reyna að forðast of mikla áhættu. Í tilviki Íslands eru ýmsir áhættuþættir umfram það sem gerist í nágrannalöndunum, til dæmis óstöðugur gjaldmiðill og sveiflukennt hagkerfi. Í flestum vestrænum ríkjum er pólitískur óstöðugleiki ekki áhættuþáttur. Nú er hins vegar svo komið að erlendir fjárfestar eru sumir hverjir farnir að setja dynti ríkisstjórnarinnar í efsta sæti áhættuþáttanna, þegar þeir skoða hvort fjárfesta eigi á Íslandi. Þeir hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi almennt lítinn áhuga á erlendri fjárfestingu og séu líkleg til að hræra í regluverkinu til að fæla erlend fyrirtæki frá. Er þetta það sem við þurfum á að halda? Er ekki að verða tíma- bært að ríkisstjórnin tali skýrt um stefnu sína gagnvart erlendum fjárfestingum? Stjórnvöld þvælast fyrir fyrirtækjum sem vilja fjárfesta á Íslandi. Eru fjárfestar velkomnir? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.