Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 20
 19. JÚLÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald H ellulagnir fela í sér útlagningu á hellum, steyptum eða náttúrulegum. Mikilvægt er að hellur séu valdar með til- liti til þess álags sem á svæðinu verður, til dæmis hvort um sé að ræða umferðargötu, innkeyrslu eða göngustíg. Í dag er úrval steinsteyptra hellna mikið og gæði framleiðslunnar í flestum tilfellum góð. Á Íslandi er ekki mikið um að náttúrugrjót sé notað í hellulagnir en það hefur þó færst í vöxt á síðustu árum. Sem dæmi má nefna hraun-, granít- og basaltflísar, brústeina- og oddsteinalagnir. Mikilvægt er að vel sé hugað að undirbúningi og undirbyggingu. Best er að mæla upp svæðið, leggja út snúrur og gera sér grein fyrir hæð fyrirhugaðs yfirborðs með tilliti til nærliggjandi svæða og mannvirkja. Tryggja þarf að vatn eigi greiða leið um yfirborð- ið og í réttar áttir, til dæmis í niðurföll. Algengt viðmið er að halli á yfirborði sé lágmark tveir sentimetrar á hvern metra. Í flestum tilfellum er nauðsynlegt að jarðvegsskipta undir hellulagnir, til að tryggja burð og hindra frostlyftingar. Áður en það er gert þarf að kanna hvort lagnir liggi undir graftrarsvæðum og taka tillit til þeirra við útgröft. Þykkt og uppbygging burðarlagsins fer eftir því álagi sem á svæðinu verður. Algengt er að jarðvegsskipti séu frá 50-100 sentimetrar, háð jarðvegi og álagi. Í burðarlag þarf að nota efni sem þjappast vel og verður ekki fyrir frostáhrifum, til dæmis grófa grús. Grúsina þarf að þjappa með jarðvegsþjöppu, lagskipt í um það bil 20 sentimetra lögum. Þegar grús hefur verið sett í réttar hæðir er svokölluðum hellusandi jafnað yfir svæðið og hann þjapp- aður. Algengt er að hellusandur sé hafður í um það bil fimm senti- metra lagþykkt (þykkari þegar snjóbræðsla er lögð undir hellur). Til að slétta hellusandinn í réttar hæðir eru yfirleitt notaðir leiðarar, til dæmis járn-vatnsrör sem eru stillt af í grafin niður í samræmi við áður mældar og útsettar hæðir. Yfir leiðarana er síðan dregin rétt- skeið sem tryggir að yfirborðið verði jafnt og í samræmi við hæð- arsetningar. Þessi aðgerð er yfirleitt kölluð „straujun“ af fagmönn- um. Sé um beina hellulögn að ræða er yfirleitt settar upp stýrilínur til að tryggja að lögnin verði bein og hornrétt. Hellur má leggja með ýmiskonar mynstri, þó háð hellugerð. Gæta þarf þess að bil, einnig kallað fúga, sé á milli hellna sem eykur styrk og kemur í veg fyrir að brotni upp úr köntum. Fyllt er í fúgur með svokölluðum fúgusandi. Til að tryggja styrk og endingu hellulagnar þarf yfirleitt að steypa meðfram köntum og gott er að ljúka verkinu á að þjappa yfir svæð- ið með léttri jarðvegsþjöppu. Nánar um hellulagnir á www.meistari.is. Garðurinn að Merki í Fnjóska- dal ber glöggt merki um iðju- semi og vandvirkni eigend- anna, Óskar Helgadóttur og Stefáns Tryggvasonar. Innan um ræktarlegan gróðurinn leynist margt sniðugt. Ósk er við slátt nærri húsinu en leggur frá sér ljáinn. „Þetta er eins og að berjast við vindmyllur, sprettan er svo mikil,“ segir hún brosandi. Bendir á forláta sláttu- vél skammt frá sem gagnast ekki í svona miklu grasi. Merki stendur á landamerkj- um Hallgilsstaða og Sólvangs og dregur nafn sitt af því. Þarna byggðu þau Ósk og Stefán árið 1995 og byrjuðu fljót- lega að forma garð- inn. „Þá fannst mér þetta vera óendanleg vinna,“ rifj- ar Ósk upp. „Við fórum marg- ar ferðir að ná okkur í grjót út í Flateyjardal og austur í Aðaldals- hraun. Ég man að vinkona mín sagði við mig þegar við vorum að byrja. „Mundu bara, Ósk mín, að trén vaxa,“ og ég hugsaði. Já, já, á hundrað árum! en svo er þetta ótrúlega fljótt að gerast þegar sprettan fer í gang.“ Í hlíðinni fyrir ofan heim- ilisgarðinn er minningarreit- ur um föðurbróður Stefáns sem hafði lært skógrækt í Noregi en fórst ungur af slysförum. Skóg- urinn veitir gott skjól en myndar líka skafla að vetr- inum, að sögn Óskar. Stefán hefur smíðað tvö lítil burstahús hvort í sínum enda garðsins og fígúrur málaðar á fjörugrjót af Ósk og dótturinni Sigurbjörgu Örnu setja þar sinn svip. Einnig, hlóðapottar, mjólk- urbrúsar og hestasláttuvél. „Gam- alt járnadrasl sem aðrir henda, það hirði ég,“ segir Ósk hlæjandi. Kveðst hafa annað verðmætamat en almenningur og ábyggilega vera uppi á vitlausum tíma. „Mér finnst ekkert gaman að eiga krist- al en ég hef rosalega gaman af því að eiga gamalt dót.“ Garðvinnan er henni líka að skapi. „Þegar dag- urinn er búinn og allt eðlilegt fólk fer inn að hvíla sig finnst mér gott að dunda í garðinum,“ segir hún. „Það tæmir hugann og hreins- ar sálina.“ - gun Stefán og Ósk baða sig í kvöldsólinni sem skín gegnum Víkurskarðið. Mörg handtök liggja að baki garðinum í Merki þar sem nostrað er við hvern hlut. MYNDIR/GUN Ættum við að koma í smá göngutúr? Tröllin virða fyrir sér búsældina. „Gamalt járnadrasl sem aðrir henda, það hirði ég,“ segir Ósk. Gaman að gömlu dóti GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ MAGNÚS BJARKLIND GARÐYRKJUTÆKNIR Um hellulagnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.