Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI19. júlí 2010 — 167. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 POTTAPLÖNTUR þurfa mismikla sól og mismikið vatn og um að gera að kynna sér þarfir þeirra þegar þær eru keyptar. Fyrir þá sem finnst of flókið að muna hvað hentar hverri plöntu geta gerviblóm verið góður kostur. g lý si n g a sí m i „Mér þykir mjög vænt um þessa mynd af tveimur ástæðum,“ segir Birna. „Bæði af því að þetta er pappírsbrúðkaupsgjöfin frá honum Palla mínum og líka af því mér finnst konan svo lík ömmusystur barnanna minna.“ Palli heiti f l Stafni og séð hana þar í gluggan-um. „Viktor Smári í Stúdíó Stafni sagði honum að margir væru búnir að spyrja um myndina en hún væri ómerkt. Hún hefði komið frá safn-ara og listfræðinl hún á góðu verði svo Palli keypti hana handa mér,“ segir Birna. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég sá myndina var að mé fist k Pappírsbrúðkaupsgjöfin frá honum Palla mínum Þegar Birna Berndsen, annar tveggja eigenda hins nýja fyrirtækis Athygli ráðstefnur, er beðin að nefna einhvern hlut á sínu heimili sem er í miklum metum gengur hún að gamalli mynd í dökkum ramma. „Það veit enginn hver málaði myndina en mér finnst hún óskaplega falleg og mikil ró yfir henni,“ segir Birna Berndsen, ráðgjafi hjá Athygli og ráðstefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 FASTEIGNIR.IS 19. JÚLÍ 2010 29. TBL. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Ferðalög lengi heillað Jón Garðar Snæland gefur út bók um fjallaskála á Íslandi. tímamót 16 Sérstök sápa Heitu pottarnir í Laugardalslauginni urðu kveikjan að hönnun á handklæði og sápu. allt 2 Því lengi býr að fyrstu gerð Svooona sterk HÆGUR VINDUR og bjart veður verður víða um land í dag en þó má búast við þokubökkum með norður- og austurströndinni. Hiti verður víða á bilinu 12 til 22 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands. VEÐUR 4 16 15 12 13 16 FÓLK Magnús Leifsson hefur bæst í hóp handritshöfunda að grínþátt- unum Steindinn okkar sem voru sýndir á Stöð 2. Eins og Frétta- blaðið hefur greint frá er ný þáttaröð fyrir- huguð á næsta ári en félagarn- ir Steindi Jr. og Ágúst Bent slógu í gegn með þeirri fyrstu. „Hann er góður vinur okkar og mjög fyndinn náungi. Hann er líka mjög skapandi, sem er mjög mikil- vægt þegar kemur að því að skrifa handrit,“ segir Steindi. „Hann var að lauma að okkur hugmyndum í fyrstu seríu sem við vorum ánægð- ir með og notuðum. Það var ekkert annað í stöðunni en að taka hann inn.“ - fb / sjá síðu 30 Steindinn okkar fær liðsauka: Fyndinn vinur ráðinn í vinnu MAGNÚS LEIFSSON SKIPULAGSMÁL Áform um bygg- ingu 3.200 fermetra samgöngu- miðstöðvar í Vatnsmýri eru enn í bið. Reykjavíkurborg á eftir að veita samþykki fyrir því að hefja 100 daga kynningarferli en fram- kvæmdir gætu fyrst hafist að því loknu. Því er óljóst hvort þær munu hefjast á þessu ári. Því var lýst yfir í vetur er leið að framkvæmdir ættu að hefjast í sumar og 80-90 manns myndu fá vinnu við verkið á tólf mánaða framkvæmdatíma. Borgaryfir- völd og samgönguráðuneyti gerðu samkomulag um framkvæmdina í apríl og fyrir lá vilyrði lífeyris- sjóða um að fjármagna verkefnið með lánum. Samgöngumiðstöðinni hefur verið ætlað að hýsa starfsemi tengda innanlandsflugi og hóp- ferðabílum. Henni er ætlað að rísa í grennd við Loftleiðahótelið. Ráðgert hefur verið að innheimta nokkur hundruð króna gjald af hverjum seldum farmiða til að endurgreiða lán lífeyrissjóðanna vegna framkvæmdanna. Málið hefur hins vegar ekkert hreyfst frá því í apríl. Borgar- yfirvöld tóku ekki ákvörðun um að hefja kynningarferlið meðal borgarbúa fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í maí í vor. Ný borgarstjórn hefur ekki fjallað um málið frá því hún var kjörin. Málið hefur verið umdeilt meðal borgarbúa. Andstæðingar flug- vallar í Vatnsmýri telja að með framkvæmdinni verði flugvöll- urinn festur í sessi þrátt fyrir að gildandi skipulag renni út eftir sex ár og þrátt fyrir að borg- arbúar hafi ákveðið í atkvæða- greiðslu fyrir meira en áratug að flugvöllurinn eigi að víkja úr Vatnsmýri. Þrátt fyrir tilraunir undan- farna daga hefur Fréttablaðið ekki náð sambandi við nýjan for- mann og varaformann skipulags- ráðs, Pál Hjaltason og Hjálmar Sveinsson, til að ræða málið og kanna vilja nýs meirihluta varð- andi kynningarferli. Ekki náðist í Ólöfu Örvarsdóttur skipulags- stjóra vegna málsins. Næsti fund- ur skipulagsráðs borgarinnar er áformaður 11. ágúst. - pg Enn engin ákvörðun verið tekin um samgöngumiðstöð Í apríl var kynnt að framkvæmdir við samgöngumiðstöð í Vatnsmýri ættu að hefjast í sumar. Þær áttu að skapa 80 til 90 störf. Nú er alls óvíst hvort farið verði í þessar framkvæmdir á árinu. VEÐURBLÍÐA Á ÞINGVÖLLUM Veðurblíða var á Þingvöllum um helgina. Hitinn komst þar í 23,9 gráður í gær og greip þetta fólk tækifærið og naut góða veðursins. Sumir kusu að fara í smá siglingu en aðrir að liggja í grasinu í sandölum og ermalausum bol. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hönnuður stýrir hóteli Fagstjórinn Linda Björg Árnadóttir og maðurinn hennar reka lítið hótel. fólk 30 VIÐSKIPTI Erlendir markaðir finna fyrir óstöðugleika íslenskra stjórnmála og Íslendingar eru að missa trúverðugleika sinn á þeim. Þetta segir dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku og formaður Samtaka fyrirtækja í orku- og umhverfistækni. Jón Ágúst hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann biðlar til þeirra og stjórnvalda að sýna samstöðu um stöðugleika, til að skapa viðunandi starfsskil- yrði fyrir hugverkaiðnað í land- inu. Hann hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð við bréfinu og segir almennan skilning ríkja á því að samvinnu sé þörf til að koma landinu á réttan kjöl. Jón Ágúst segir lykilatriði að halda samningaviðræðum við Evrópusambandið áfram. „Við mætum þeim viðhorfum erlend- is að við göngum til samninga og drögum okkur svo í hlé. Við vilj- um ekki borga skuldir okkar. Við viljum ekki starfa með þeim sem lána okkur peninga, eins og AGS. Svona viðhorf stórskaða viðskipti okkar,“ segir hann. Hann segir að Íslendingar verði að sýna fram á að þeir muni klára þessi mál. „Í viðskiptum er trúverðugleiki allt.“ Um tíu þúsund Íslendingar starfa í hugverkaiðnaðinum og hann veltir um 150 milljörðum á ári hérlendis, en 200 milljörðum erlendis. Mikilvægt er að vöxt- ur iðnaðarins fari fram á Íslandi, segir Jón Ágúst. Eins og staðan sé í dag hafi fyrirtæki eins og Mar- orka engar forsendur fyrir áfram- haldandi vexti á Íslandi. - þeb, - sv / sjá síðu 4 Íslendingar tapa trúverðugleika sínum vegna óstöðugleika íslenskra stjórnmála: Forstjóri biðlar til stjórnvalda Blikar á toppinn Breiðablik lagði Keflavík í stórslag gærdagsins í Pepsí- deildinni. sport 24

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.