Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 4
4 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR LANDBÚNAÐUR Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra loð- dýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krón- unnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heims- markaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þús- und krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlend- ingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjör- inn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljun- um.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búun- um séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar Minkaræktin gengur betur eftir hrun íslensku krónunnar. Aðstæður á Íslandi kjörnar til ræktunar og margir farnir að velta fyrir sér starfinu, segir formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Refarækt á Íslandi leið undir lok þegar síðasti refabóndinn, Guð- mundur Ólason, lagði hanskana á hilluna fyrri part árs 2009. „Ég hefði alveg viljað halda áfram en það var bara ekki möguleiki,“ segir Guðmundur. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýra- bænda, segir litla afkomu vera í refarækt og greinina víðast hvar í Skandinavíu eiga undir högg að sækja. „Það er lítil endurnýjun í stofninum og meðalaldurinn nánast sá sami ár eftir ár,“ segir hann. „Norskir silfurrefaframleið- endur eru nánast þeir einu sem hafa eitthvað upp úr þessu, en verðið á skinnunum hefur verið hrikalega lágt í langan tíma.“ Refarækt hófst hér á landi upp úr 1930. Árið 2004 voru 13 refabú á landinu. Síðasti refabóndinn hætti búrekstri í fyrra VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 31° 28° 23° 31° 28° 23° 23° 24° 25° 31° 32° 33° 18° 29° 20° 23°Á MORGUN Hæg breytileg átt um mest allt land. MIÐVIKUDAGUR Hægur vindur um mest allt land. 14 14 19 15 16 16 16 1716 18 16 15 15 12 12 8 13 13 16 13 14 2 2 2 4 4 6 2 3 4 3 4 BJARTVIÐRI er í kortum dagsins og á það við um mest allt land. það er helst að dragi fyrir sólu með norður- og austurströnd- inni en þar er hætt við þokubökkum. Á morgun hækkar hitinn norðan- og austanlands og þar verður bjart en sunnanlands dregur heldur úr sólskini. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár en er loksins núna að taka við sér. BJÖRN HALLDÓRSSON SAMBANDI ÍSLENSKRA LOÐDÝRABÆNDA ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlönd- unum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is SVISS Leikstjórinn Roman Pol- anski hefur nú látið sjá sig í fyrsta sinn á opinberum vettvangi síðan honum var sleppt úr stofufang- elsi í Sviss fyrir fjórum dögum. Polanski fór að sjá eiginkonu sína á Montreux Jazz Festival en gaf ekki færi á viðtali við fjölmiðla. Interpol hefur gefið út hand- tökuskipun á Polanski í 188 lönd- um. Bandarísk yfirvöld eru að reyna að fá hann framseldan svo hægt sé að dæma hann fyrir að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri árið 1977. - ls Polanski laus úr stofufangelsi: Fór á tónleika hjá konunni DÝRALÍF Í ár hafa fleiri lundar en áður hætt að sinna eggjum sínum vegna fæðuskorts. Þetta segir Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Lunda- pysjur eru mjög háðar sandsílaseiðum fyrstu vikurnar. Hafrannsóknastofnun- in hefur nýlega lokið mælingum á sand- sílastofninum. „Meginniðurstaðan er sú að nýliðun í sandsílastofninum síðustu tveggja ára er ekki að skila sér í nægilega miklum mæli til að halda við stofninum,“ segir Valur Bogason, hjá Hafrannsóknastofnun í Vest- mannaeyjum. Hann var leiðangursstjóri í sandsílaleiðangri sem lauk á fimmtudag. Farið hefur verið í sandsílaleið- angur til að skoða breytingar í stofn- stærð síla og afla upplýsinga um styrk árganga hjá sandsílum síðustu fimm ár. Fjórir staðir hafa verið skoðaðir; Breiðafjörður, Faxaflói, Vestmanna- eyjar og við Vík og Ingólfshöfða. „Ástand sandsílastofnsins er skást í Faxaflóanum.“ Sandsíli eru mikilvæg fæða sjófugla, fiska og hvala. Sandsílastofninn nú er að uppistöðu til frá árinu 2007 og hefur sá árgangur verið ríkjandi síðustu þrjú árin að sögn Vals. Hann segir til dæmis lundapysjur háðar sandsílaseið- um fyrstu vikurnar. - mmf Nýjar mælingar sýna slaka nýliðun í sandsílastofninum við Íslandsstrendur : Færri lundar sinna eggjunum sínum FÆÐA FUGLA Sandsíli eru mjög mikilvæg fæða fyrir lunda. ROMAN POLANSKI Ljósmyndarar sátu fyrir leikstjóranum þegar hann mætti á tónleika hjá eiginkonu sinni í Montreux. NORDICPHOTOS/AFP Tekinn á rúmlega 140 Tíu bílstjórar voru teknir fyrir of hrað- an akstur af lögreglunni á Sauðár- króki um helgina. Sá sem hraðast ók var tekinn á 145 kílómetra hraða og má hann búast við um 70.000 króna sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR MINKUR Í BÚRI Minkaskinnin eru seld til Danmerkur. Verðið hefur hækkað töluvert eftir fall íslensku krónunn- ar og nú fást um sjö þúsund krónur fyrir hvert skinn. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 16.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,1078 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,888 122,46 187,51 188,43 158,1 158,98 21,215 21,339 19,679 19,795 16,705 16,803 1,3968 1,405 184,42 185,52 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Taktu bollur með í ferðalagið! www.ora.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.