Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 34
18 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman PONDUS KYNNIR: Þungavigtar- boxarar lesa frumsamin ljóð! Það sem Igor skortir í gáfum bætir hann upp í heilum. Tík! Tík! Tík! Tík! Takk! Þér blæðir! Þér blæðir! Kveðja, Gunnar! Blrgh Blarf umpf Blarghghff blarghh Í NÆSTU VIKU: Gamlar konur lesa erótískar skáldsögur! Hann strauk henni blítt og hvísl- aði: „voff voff!“ Það verða 450 krónur. Hvað heitirðu? Palli. Of margir stafir. Í dag heitirðu „Bó“ Ha? Nafnið þitt er of langt fyrir glasið þannig að ég skrifaði „Bo“! Skilurðu? Ég fékk Mó, en þú? Ég held að við gefum þjónustu- stúlkum of mikið vald. Ertu enn þá í vandræðum með heimalærdóminn? Ég virðist vera búinn að gleyma öllu sem stafa- karlarnir kenndu mér. Vá. Ég veit. Mig dreymdi í nótt að stafurinn B lamdi mig í klessu. Já. Næsti! Í pósthrúgunni sem beið mín eftir sum-arfrí gat að líta athyglisverða gjöf frá Arion banka. Þar var á ferðinni Einka- klúbbskort og bæklingur með nöfnum fyrirtækjanna sem bjóða korthöfum upp á alls konar tilboð. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem afsláttar hjá fjórhjóla- og hestaleigu, gleraugna- og ísbúðum, keilu- höllum og fjölda veitingastaða. Pitsu- staðir eru þar nokkuð áberandi en sveifli maður kortinu býðst til dæmis líka dágóður afsláttur af dýrindisréttum Rauða hússins á Eyrarbakka. Það er nú ekki ónýtt. EKKI þurfum við hjónin að sitja þar náföl því þökk sé Arion banka get ég nú tekið eig- inmanninn með mér í brúnkumeð- ferð án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir hann. Maður- inn verður þó eftir heima dytti mér í hug að bregða mér í vaxtarmótun sem bankinn reddar mér nokkurra þúsund króna afslætti af. Svoleiðis trakteringar er nefnilega aðeins fyrir konur. Í bæk- lingnum fylgir þessu tilboði ljósmynd þar sem klipið er með töng í húðina á maga ákaflega grannrar konu. Þetta líkist því helst að fulltrúi spænska rannsóknarréttarins sé að krefja hana sagna, kannski um innihald síðasta skyr- hrærings. EKKI rugla vextinum sem þarna er mót- aður saman við vextina sem koma á lánin okkar. Það duga víst engar tengur á þá. Einkaklúbbskortið frá Arion banka minn- ir mig óþægilega á fjárhag háskólaár- anna. Þá þótti einmitt mikill fengur af því að vera í þessum klúbbi og gott ef ekki svolítil upphefð. Nema ég hafi oftúlk- að nafnið á honum. Bankahrunið skaut sumum okkar einmitt að nokkru leyti aftur til háskólaáranna. Maður hefur þurft að velta hverri krónu fyrir sér á nýjan leik og reyna að stramma af lang- anir sínar og þarfir. ÞAÐ hefði verið gaman ef markaðsdeild Arion banka hefði boðið upp á afslætti í almennilegum matvörubúðum, barnafata- verslunum eða til dæmis bókabúðum. Það gæti nú verið búbót fyrir margar barna- fjölskyldur í næsta mánuði þegar skólarn- ir hefja göngu sína á nýjan leik. Gjafir lýsa þeim sem gefur býsna vel um leið og þær sýna hvaða mynd hann hefur af þeim sem þiggur. Í ljósi þessa má þjóðin enn og aftur þakka fyrir langlundargeðið sem pestir, heyfellir og bankahrun hefur ekki tekist að murka úr henni. Ó, þessir heltönnuðu tímar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.