Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. júlí 2010 13 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Under Armour Spectre II miðvikudag í Smáralindinni fimmtudag í Kringlunni milli 14:00 - 17:00 HOLTAGÖRÐUM O GLÆSIBÆ O KRINGLUNNI O SMÁRALIND O WWW.UTILIF.IS ÚTSALA allt að 50% afsláttur Sérfræðingur frá Under Armour veitir aðstoð við val á hlaupaskóm. Á hlaupum á Akureyri sér maður haft í DV eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að Hagar séu barnið hans. Og sárt að horfa upp á skiptingu fyrir- tækisins. Honum væri nær að fagna því að vera loksins laus við þetta skrýmsli. Óskiljanlegt er að leyft skyldi á sínum tíma að sameina Bónus og Hagkaup í eitt allsherjarein- okunarfyrirtæki. Enn óskilj- anlegra er að yfirvöld skyldu heimila innlimun 10/11 búðanna í þetta veldi. Samkeppni var markvisst útrýmt á matvöru- markaðnum eftir að hafa ríkt í nokkur ár, milli Bónusbúðanna og Haugkaups. Eins og við vitum er frjáls samkeppni óbærilegt ástand fyrir kaupmenn. Enginn hagn- ast á frjálsri samkeppni nema kannski almenningur – og hverj- um er ekki sama um hann? Við tók þykjustusamkeppni sem við þekkjum svo vel hjá olíufélögum og símafyrirtækj- um þessa lands; Öskjuhlíðar- samkeppni. Og um árabil höfum við búið við samkomulag um að þessi búð sé alltaf með krónu ódýrara en hin búðin um leið og þess hefur verið vandlega gætt að halda matvöruverðinu nægj- anlega uppi til að hægt sé að greiða sómasamlegan arð. Fyrir arðinn af því að selja Íslending- um mat virtist á tímabili hægt að kaupa heilu og hálfu heims- borgirnar. Seinna kom að vísu í ljós að til stóð að kaupa heim- inn út á krít en það breytir því ekki að gróðinn af því að selja Íslendingum gulrætur og papr- ikur, pillur, kóka kóla, og seinna hlutabréf í genunum í sjálfum sér, fyllti á tímabili unga menn – sem allir voru vinir – slíkri ofsatrú á sjálfum sér að þeir héldu að þeir kynnu fleiri klæki en nokkur annar kaupsýslumað- ur í heiminum. Það reyndist ekki svo. Allt hafði annan róm … Fram að veldisdögum Bónuss og Hagkaups þar á undan höfðu heildsalar og innflytjendur og matvælaframleiðendur að vísu haft kverkatak á kaupmönn- um hér á landi. Á haftaárun- um störfuðu heildsalarnir með sérleyfi frá Sjálfstæðisflokkn- um og smáfurstakerfi hans og guldu honum líka sinn skatt í skýlausum trúnaði og beinhörð- um peningum. Verð á landbún- aðarvörum var ákveðið af sér- stökum nefndum sem gættu í orði kveðnu hagsmuna bænda en þó einkum valda- og einokun- arkerfis sem byggt var kringum hitt smáfurstabandalagið sem þjóðin mátti þola, Framsóknar- flokkinn. Öll var þessi umsýsla þunglamaleg og þunghent og þjóðinni dýrkeypt en hún gerði þó að verkum að í hverfinu þar sem ég ólst upp, Vogun- um í Reykjavík, voru um skeið að minnsta kosti sex verslanir í stuttu göngufæri fyrir lítinn dreng að sendast fyrir mömmu sína, mjólkurbúðir með misjafn- lega hvefsnum konum; kjötbúðir með kátum köllum í hvítum og skítugum sloppum og fiskbúð- ir með fyrrverandi sjómönnum sem voru hálfgalnir af viðþols- leysi að komast aftur út á sjó. Að ógleymdri Teitsjoppu bless- aðri þar sem mátti sjá ungling- ana verða til. Það var mannlíf í kringum þetta allt saman, þetta var ákveðin borgarmenning sem manni finnst stundum eins og fokið hafi út í buskann þegar bílaöldin útrýmdi öllu eins og gróðurinn sem fýkur burt í upp- blæstri, og ekkert verður eftir nema grátt malbik, þögul bíla- stæði og fólkið fokið burt. Vild og vild Hagkaup var uppreisn gegn hinu niðurnjörvaða kerfi og þar tókst með hugkvæmni og vinnusemi – og góðum sambönd- um – að ná niður verði. Þangað flykktist fólk og þegar fyrir- tækið óx og óx upp í ógurlegt veldi var ekki nema eðlilegt að glúrnir feðgar sæju sér leik á borði með nýja hugmynd að lág- vöruverslunarkeðju – Bónus. Sú verslun hefur líka sinn sérstaka karakter og var stofnuð vegna þess að það var eyða á mark- aðnum, og naut líka mikilla vin- sælda hjá almenningi, rétt eins og Hagkaup hafði þar á undan. Það var raunveruleg vild. Eftir því sem gervivildin óx í bók- haldinu þvarr hins vegar raun- vildin hjá fólkinu. Fólk kaus Bónus unnvörpum með buddunum. Þeir Bónus- feðgar fengu mikið frá íslensku þjóðinni – þeim var trúað fyrir miklu. Þeir keyptu sér snekkjur og hurfu inn í tilbúinn heim. Það er náttúrlega tabú að tala um, en í raun og veru er það svo að íslenskir kaupsýslumenn þola ekki frjálsa samkeppni. Þeir eru friðlausir uns hægt er að stöðva hana. Þegar Hagar voru stofn- aðir – og síðar útfærðir frekar – var þess jafnframt gætt að kítta upp í allar glufur á markaðnum. Sú eyða sem Bónus-feðgar höfðu fundið – var vandlega fyllt. Bónus-feðgarnir glúrnu sáu til þess að engir viðlíka hugkvæm- ir og þeir kæmust inn á mark- aðinn til að keppa við þá. Sjálfir voru þeir á snekkjunum sínum. Og það fór sem fór. Öskjuhlíðar- samkeppni Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Fólk kaus Bónus unnvörpum með buddunum. Þeir Bónusfeðgar fengu mikið frá íslensku þjóðinni – þeim var trúað fyrir miklu. Þeir keyptu sér snekkjur og hurfu inn í tilbúinn heim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.