Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 40
24 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is KEFLAVÍK 0-2 BREIÐABLIK 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.) Keflavíkurvöllur, áhorf.: 14.411 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–12 (8–3) Varin skot Ómar 3 – Ingvar 8 Horn 3–8 Aukaspyrnur fengnar 11–5 Rangstöður 6–3 Keflavík 4–4–2 Ómar Jóhannsson 5 - Alen Sutej 6 (82., Sigurður Sævarsson -), Haraldur Freyr Guðmundsson 6, Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6, Brynjar Guðmundsson 5 - Paul McShane 5, Hólmar Örn Rúnarsson 6, Magnús Sverrir Þorsteinsson 5, Jóhann Guðmundsson 6 (77., Ómar Sigurðsson -) - Guðmundur Steinarsson 6, Hörður Sveinsson 6 (77., Magnús Matthíasson -). Breiðablik 4-2-3-1 *Ingvar Kale 8 - Árni Gunnarsson 6, Kári Ársælsson 6, Elfar Freyr Helgason 6, Jökull Elísabetarson 5 - Finnur Orri Margeirsson 6, Kristinn Jónsson 6 - Haukur Baldvinsson 5 (64., Andri Yeoman 6), Alfreð Finnbogason 7, Kristinn Steindórsson 7 (84., Olgeir Sigurgeirsson -) - Guðmundur Pétursson 6 (64., Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6). Framherjinn Stefán Þórðarson reif óvænt fram skóna um helgina er ÍA sótti HK heim í Kópavog. Þetta var fyrsti leikur Stefáns fyrir ÍA í rúm tvö ár en hann hafði áður lýst því yfir að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. „Þórður þjálfari hringdi í mig daginn fyrir leik og bað mig um að redda sér. Það vantaði marga leikmenn í hópinn og lítil reynsla á bekknum. Þar sem ég var staddur á Símamótinu í Kópavogi var það sjálfsagt mál að bjarga honum. Ég þurfti ekkert að fara til þess að spila,“ sagði Stefán léttur í blíðviðrinu í Kópavogi. „Það var talað um að ég myndi spila svona 15 mínútur enda er Hjörtur ekki alveg í formi til þess að spila í 90 mínútur. Tala nú ekki um þar sem við vorum manni færri allan leikinn. Hjörtur átti síðan stórleik og spilaði sinn langbesta leik í sumar. Ég tók svo hans stöðu og verð að viðurkenna að það var mjög gaman að koma aftur á völlinn.“ Stefán segist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi enda æfir hann ekki að staðaldri. Hann segist detta inn á einstaka æfingu hjá Skagamönnum enda erfitt að hætta algjörlega að sparka í bolta. „Það hefur verið mikil pressa á mér að vera með og sérstaklega þar sem það gekk illa til að byrja með. Ég er beðinn daglega um að koma aftur. Ég reikna ekki með því að spila meira í sumar en ég hef lært það af reynslunni að maður á aldrei að segja aldrei. Það er því best að segja sem minnst,“ sagði Stefán og hló við. „Það er vissulega ekki auðvelt að halda sig frá þessu og mér finnst gaman að mæta á æfingar. Við sjáum bara hvað setur en eins og ég segi er ólíklegt að ég spili meira.“ STEFÁN ÞÓRÐARSON: TÓK ÓVÆNT FRAM SKÓNA ÞEGAR ÍA HEIMSÓTTI HK Í KÓPAVOGINN Reikna ekki með því að spila meira í sumar > Stjarnan fer til Grindavíkur Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan sækir Grindavík heim. Grindvíkingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa sárlega á sigri að halda. Liðið mun mæta til leiks með tvo nýja leikmenn og verður áhugavert að sjá hvernig þeir koma út fái þeir að spila. Stjarnan er í sjöunda sæti deildarinnar og þarf sárlega á sigri að halda ætli liðið sér að vera með í pakkanum í efri hluta deildarinnar. Hásteinsvöllur, áhorf.: 852. ÍBV Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–7 (8–6) Varin skot Albert 6 – Hannes 7 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 8–11 Rangstöður 2–5 FRAM 4–4–2 Hannes Halldórsson 6 Sam Tillen 6 Kristján Hauksson 5 Jón Orri Ólafsson 6 Joe Tillen 6 (63., Ívar Björns. 6) (90., Daði Guðm. -) Almarr Ormarsson 7 Halldór H. Jónsson 6 Jón Eysteinsson 7 Tómas Leifsson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Hjálmar Þórarinsson 6 (68., Guðm. Magnú. 6) *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 7 Matt Garner 7 *Rasmus Christia. 8 Eiður Sigurbjörns. 7 Þórarinn Valdimars. 8 (80., Anton Bjarna. -) Finnur Ólafsson 7 Tony Mawejje 6 Ásgeir A. Ásgeirsson 6 (77., Yngvi Borgþ. -) Arnór Eyvar Ólafs. 6 Tryggvi Guðmunds. 6 Danien Warlem 7 (68., Eyþór Birgis. 6 ) 1-0 Danien Justin Warlem (65.) 1-0 Jóhannes Valgeirsson (7) Staðan í Pepsi-deild karla: Breiðablik 12 8 2 2 28-13 26 ÍBV 12 8 2 2 19-9 26 FH 12 5 4 3 21-18 19 Keflavík 12 5 4 3 12-13 19 Valur 12 4 6 2 20-18 18 Fram 12 4 5 3 18-17 17 Fylkir 11 4 3 4 23-22 15 Stjarnan 11 3 4 4 20-19 13 KR 11 3 4 4 17-18 13 Selfoss 12 2 2 8 15-26 8 Haukar 12 0 7 5 15-25 7 Grindavík 11 2 1 8 11-21 7 FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í Pepsi-deild karla á laugardag er Fram sótti ÍBV heim á Hásteins- völl. ÍBV gefur ekkert eftir í toppbaráttunni og lagði Fram 1-0 með marki Suður-Afríkumanns- ins Danien Justin Warlem. „Ég er gífurlega sáttur við leik liðsins. Það var enginn sem bar af en allir stóðu sig vel,“ sagði kátur þjálfari ÍBV, Heimir Hall- grímsson. „Það er mikil stemning í lið- inu og það eru í raun engin brögð á bak við það. Strákarnir sjá um það mikið sjálfir. Bæði þeir sem eru inni á vellinum og þeir sem eru utan vallar.“ Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki nógu sáttur. „Þetta var leikur sem við áttum aldrei að tapa. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að ÍBV var að kýla boltann mikið fram og við einfaldlega náðum ekki að nýta okkur plássið sem skapaðist þá á milli varnar og miðju.“ - vsh Pepsi-deild karla: ÍBV á flugi FÖGNUÐUR Eyjamenn eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GOLF Það var aldrei mikil spenna á lokadegi Opna breska meistara- mótinu í golfi í gær. Suður-Afríku- maðurinn Louis Oosthuizen sýndi að hann er með stáltaugar og gaf aldrei færi á sér á lokadeginum á St. Andrews. Á endanum vann hann öruggan sjö högga sigur á mótinu. Hann fékk aðeins tvo skolla á lokadeginum en á móti kom einn örn og einn fugl. Hann lék loka- daginn á 71 höggi en hina hringina þrjá lék hann á undir 70 höggum. Paul Casey gerði sitt besta til þess að elta Oosthuizen, spilaði djarft golf sem gekk ekki upp. Hann missti því á endanum af öðru sæt- inu í mótinu til Lee Westwood. „Þetta er algjörlega ótrúlegt,“ sagði Oosthuizen en hann var í 54. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Hann fékk tæpar 160 milljónir fyrir sigurinn í mótinu. „Ég mun líklega ekki átta mig á þessu afreki fyrr en síðar í vik- unni. Mér fannst ég spila vel alla dagana og það var lykilatriði hjá mér að vera rólegur og yfirveg- aður. Eina sem upp á vantaði var að spila alla hringina án þess að fara í glompu eins og Tiger gerði árið 2000,“ sagði Oosthuizen sem var ekki fjarri því en hann fór í glompu á 14. holu í gær. Tiger Woods komst aldrei almennilega í gang á mótinu eftir að hafa byrjað vel fyrsta daginn. Hann mætti til leiks með nýjan pútter en spilaði lokadaginn með gamla pútternum. „Mér fannst ég aldrei ráða almennilega við hraðann á púttun- um þannig að ég fór aftur í gamla pútterinn. Ég hef sjaldan eða aldrei púttað eins illa og á þessu móti. Ég þrípúttaði níu sinnum þannig að eðlilega er ég ekki ofar- lega,“ sagði Tiger en hann þakk- aði áhorfendum sérstaklega fyrir góðar móttökur. - hbg Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann óvæntan en afar öruggan sigur á Opna breska í golfi: Lykilatriði að vera rólegur og yfirvegaður MEISTARINN Louis Oosthuizen er hér með silfurkönnuna eftirsóttu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI „Það er gott að vera kom- inn á toppinn aftur en ÍBV er á ein- hverju svaka skriði og við verðum að halda í við þá til að halda okkur við toppinn, svakalega sætt að sigra hér í Keflavík,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, sáttur eftir sigurinn á Keflavík í gær. „Við vissum það að við þurftum að sigra þennan leik þar sem Eyja- menn unnu sinn leik. Þetta var svona vinnusigur og við sýndum mikinn karakter en ég veit ekki hvort þreytan hafi setið í mönnum eftir ferðalagið um daginn. Við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferð- inni og var því mjög sætt að mæta hér og svara fyrir það með sigri,” sagði Kári en hann segir góða til- finningu að vera á toppnum og að þetta sé eitthvað sem hann gæti auðveldlega vanist. „Það er gaman að vera á toppn- um og Breiðablik hefur aldrei verið á toppnum. Það er virkilega góð tilfinning og hægt að venjast því alveg auðveldlega. Það var mark- miðið fyrir mót að enda sem meist- arar og við ætlum að vinna þetta mót,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn í leikslok. Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var ekki eins ánægður og Kári en hann segir titilvonir liðsins orðnar að engu eftir tapið í gær. „Við erum greinilega ekki með þetta topplið sem við héldum og verðum bara að fara sætta okkur við það að vera í einhverju miðju- hnoði. Þegar það er jafnt mót þá er sjö stiga forskot ansi gott for- skot,“ sagði Haraldur svekkur í leikslok. „Við verðum að vinna okkur úr þessum vandamálum sem eru greinilega að skora mörk, það sjá allir sem mæta á leiki. Þetta er auðvitað ekkert búið og fullt eftir af þessu móti en það er bara næsti leikur sem telur og við verðum bara að þjappa okkur saman og gíra okkur upp í þann leik, þannig virkar þetta,“ sagði Haraldur Freyr fyrirliði frekar svekktur enda er Keflavík að missa Breiða- blik fram úr sér. Eftir góða byrjun hafa Keflvík- ingar gefið eftir í toppbaráttunni. Vandamál liðsins er sem fyrr að skora mörk og það kom í bakið á þeim í gær. Blikar að sama skapi eflast við hverja raun. Eftir að liðið braut þann múr að komast á toppinn hefur ekkert verið að trufla Kópa- vogsliðið sem sýnir sífellt meiri þroska og yfirvegun í sínum leik. Þessu Blikaliði eru allir vegir færir í sumar. - rog Blikar flugu beint aftur á toppinn Breiðablik skellti sér aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla er liðið skellti Keflavík, 0-2, í Bítlabænum. Bæði lið fengu sín færi en Blikar nýttu sín á meðan Ingvar Kale varði allt sem kom á mark Kópavogsliðsins. ÖLL SUND LOKUÐ Hörður Sveinsson og sóknarmenn Keflavíkur náðu ekki að skora í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.