Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 6
6 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Topptitlar á botnverði Þúsundir Tónlist frá 299 kr. DVD myndir frá 399 kr. Bækur frá 599 kr. BÆKUR OPIÐ KL. 11 - 19 - ALLA DAGA VIKUNNAR í fullum gangi klassík - jazz - DVD tónlist Íslensk tónlist - erlend tónlist HEILBRIGÐISMÁL Frumtök, sam- tök sautján lyfjafyrirtækja sem starfa á Íslandi, mótmæla því harðlega að Lyfjaverslun Íslands verði endur vakin, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni að stjórnvöld hefðu til skoðunar. Í ályktun frá samtökunum segir að allar aðgerðir sem heilbrigðis- yfirvöld hafi ráðist í undanfarin misseri hafi dregið úr og brotið niður samkeppni á markaðnum. „Í gegnum breytta greiðsluþátt- töku og þar sem bara ódýrustu lyfin eru niðurgreidd hefur sam- keppni nánast verið útrýmt,“ segir í ályktuninni. Þetta er útskýrt með því að stefna heilbrigðisyfir- valda sé sú að beina neyslu lyfja úr frumlyfjum í samheitalyf, eða eftirlíkingar af skyldum lyfjum. Erlend fyrirtæki sjái því enga ástæðu til að taka þátt í rannsókn- um á markaði sem sé andsnúinn nýrri lyfjum. Þá segir í ályktuninni að sér- stakt sé að umræða um að endur- reisa Lyfjaverslun ríkisins fari af stað við þessar aðstæður. „Heilbrigðisráðuneytið gjörbylt- ir greiðsluþátttökukerfinu svo hægt sé að leggja meiri áherslu á ódýrustu lyfin eins og samheitalyf og þetta er gert á kostnað nauð- synlegra frumlyfja. Ef svo kemur í ljós að samheitalyfin eru dýrari hér á landi en á Norðurlöndum er lausnin að stofna Lyfjaverslun ríkisins,“ segja samtökin. „Endurvakning Lyfjaverslun- ar ríkisins yrði ekkert annað en aðgerð til að stemma stigu við ástandi sem komið hefur verið á, leynt og ljóst, af heilbrigðisyfir- völdum sjálfum.“ stigur@frettabladid.is Telja ríkið útrýma samkeppni í lyfjum Samtök sautján lyfjafyrirtækja mótmæla því harðlega að Lyfjaverslun Íslands verði endurvakin. Skortur á samkeppni sé heilbrigðisyfirvöldum að kenna. Tals- maður nýs lyfjafyrirtækis telur samkeppni geta þrifist á lyfjamarkaði hér. „Þegar búið er að búa til umhverfi þar sem fyrirtækjunum er gert kleift að starfa þá er kannski óeðlilegt að ríkið sé að setja sig aftur í samkeppni við þau,“ segir Regína Hallgrímsdóttir, framleiðslustjóri Lyfis, nýs lyfjafyrirtækis sem þegar hefur sett tvö lyf á markað og væntir þess þriðja um mánaða- mót. Regína segir mikla vinnu að koma nýju lyfjafyrirtæki á fót á Íslandi og það sé tímafrekt. „En þarf ekki endilega að vera óeðlilegt því að skráningar á lyfjum taka jú langan tíma,“ segir hún. Þrír starfa hjá Lyfis, sem er í eigu Ómars Kristjánssonar. Það hefur lagt inn um þrjátíu umsóknir um markaðsleyfi fyrir lyf og að sögn Regínu mun þeim fjölga á næstu misserum. Regína segir Ísland vissulega mjög smátt markaðssvæði en trúir því þó að hér geti þrifist heilbrigð samkeppni á lyfjamarkaði. Lyfis ætli að leggja sitt af mörkum til þess. Opinber lyfjaverslun sé þó ekki líkleg til að stuðla að því. „Ég sé ekki að það bæti kerfið að neinu leyti, því þá er ríkið eingöngu komið í samkeppni við fyrirtæki sem eru þegar á markaði.“ Nýtt fyrirtæki telur sér líft á markaðnum FLÓKINN LYFJABRANSI Mjög flókið og tímafrekt getur verið að stofna lyfjafyrirtæki og koma nýjum lyfjum á markað. Einkaaðilar telja að opinber lyfjaverslun væri síst til þess fallin að tryggja samkeppni á markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR S-KÓREA Forsætisráðherra Suður- Kóreu hefur boðist til þess að segja af sér. Ástæðan er sú að hann fékk ekki stuðning þingsins í því að stöðva flutning opinberra stofn- ana úr höfuðborginni. Forsætis- ráðherrann Chung Un-chan er ósáttur við að hafa ekki náð mál- inu í gegnum þingið. Er þetta í annað skiptið í þess- um mánuði sem hann býðst til þess að segja af sér vegna máls- ins. Í fyrra skiptið tók forsetinn Lee Myung-bak ekki við afsögn hans, en ekki er ljóst hvað hann gerir í þetta skipti. - þeb Forsætisráðherra ósáttur: Býðst til að segja af sér BRETLAND Bretar verða hvattir til þess að vinna lengur en til 65 ára aldurs, sem er nú eftirlaunaaldur- inn í landinu. Ríkisstjórnin hyggst breyta eftirlaunaaldrinum fyrir októberlok á næsta ári. Vinnuveitendur í Bretlandi geta nú látið starfsfólk hætta störfum við 65 ára aldur óháð aðstæðum þeirra, en þessu verður breytt. Aðalástæða þess er að fólk lifir nú lengur og er heilbrigðara en áður. Ef vinnuveitendur geta fært rök fyrir því að láta fólk hætta um 65 ára aldur verða þó veittar undan- þágur. Þá verða eftirlaun í aukn- um mæli tengd við tekjur fólks samkvæmt nýju reglunum. - þeb Breytingar á næsta ári: Eftirlaunaaldur Breta hækkaður VIÐSKIPTI Skiptum er lokið á fjár- festingafélaginu Insolidum. Almennar kröfur námu 476 millj- ónum króna og fengu kröfuhaf- ar 7,3 milljónir eða um 1,5% upp í kröfurnar. Félagið var í eigu Daggar Pálsdóttur, hæstaréttar- lögmanns og fyrrverandi vara- þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar. Aðdragandinn að falli Insol- idum var sá að í júlí 2007 keypti félagið stofnbréf í SPRON fyrir 600 milljónir með láni frá Saga Captial. Eftir að bréfin féllu í verði, þegar SPRON var skráð á hlutabréfamarkað, var lánið frá Saga Capital gjaldfellt þar sem eigendur Insolidum urðu ekki við kröfum um frekari tryggingar. - th Skiptum lokið á Insolidum: Kröfuhafar fengu 1,5% ANNAR EIGANDINN Dögg Pálsdóttir átti Insolidum ásamt syni sínum. 140 létust þegar bátur sökk Talið er að um það bil 140 hafi látist þegar bátur sökk á Kasai-ánni í Kongó í gær. Bæði vegir og lestarteinar eru illa farnir eftir áratuga átök í landinu. Því nota íbúar fljót og ár til að komast milli staða, gjarnan á ofhlöðnum bátum og ferjum. KONGÓ MEXÍKÓ Áttræður kaþólskur prest- ur fannst myrtur í kirkju sinni í Oaxaca í Mexíkó í gær. Hann hafði verið bundinn á höndum og fótum og stunginn margsinnis. Morðinginn er ekki fundinn og lögregla hefur ekki tjáð sig um ástæður morðsins. Í síðasta mánuði var kaþólskum presti í Oaxaca rænt og hann pyntað- ur. Lögregla bjargaði honum frá mannræningjunum, en handtók hann í kjölfarið grunaðan um tvö morð. Hann liggur enn á spítala eftir pyntingarnar. - þeb Var bundinn og stunginn: Prestur myrtur Ætlar þú í ferðalag um verslun- armannahelgina? Já 26,7% Nei 73,3% SPURNING DAGSINS Í DAG? Ert þú ánægð/ur með upphaf aðildarviðræðna Íslands við ESB? Segðu þína skoðun á visir.is BANDARÍKIN, AP Andstæðingar umdeildra laga sem stemma eiga stigu við fjölgun ólöglegra inn- flytjenda í Arizona-ríki í Bandaríkjunum fögn- uðu í gær þegar dómari féllst á kröfu alríkis- stjórnarinnar og setti lögbann á lagasetninguna. Ríkisstjóri Arizona, sem hefur beitt sér af hörku fyrir lögunum, sagði í gær að þessari niðurstöðu yrði áfrýjað. Stjórnmálaskýrendur telja víst að málið endi fyrir hæstarétti Banda- ríkjanna. Dómari samþykkti lögbannskröfuna nokkrum klukkustundum áður en lögin umdeildu áttu að taka gildi. Í lögunum voru meðal annars ákvæði sem hefðu skyldað lögreglumenn til að stöðva alla sem grunur léki á að væru í Arizona ólöglega og krefja þá um skilríki. Þá áttu lögreglumenn í öllum tilvikum að kanna hvort einstaklingar sem væru handteknir væru löglega í ríkinu. Ríkisstjórn Baracks Obama hefur haldið því fram að aðeins alríkisstjórn Bandaríkjanna geti lögfest stefnubreytingu í innflytjendamál- um og barðist því gegn lagasetningu Arizona- ríkis. Vitað er að hátt á annan tug annarra ríkja hafa áhuga á að setja sams konar lög. Þar bíða menn niðurstöðu í þessu dómsmáli með óþreyju. - bj Dómari setur lögbann á umdeild innflytjendalög í Arizona-ríki að kröfu alríkisstjórnarinnar: Andstæðingar innflytjendalaga fögnuðu FAGNAÐ Lagasetningunni var víða mótmælt og fögnuðu andstæðingar þegar lögbann var sett á lögin. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.