Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 30. júlí ✽ b ak v ið tj öl di n Uppáhaldstónlistarmaðurinn? Jófríður: Yoko Ono Ásthildur: Björk. Besti tími dags? Jófríður: Klukkan sjö eða fjögur eða eitthvað. Ásthildur: Nóttin. Uppáhaldsstaðurinn? Jófríður: Það er heima. Ásthildur: Víti. Besti maturinn? Jófríður: Vatnsmel- óna. Ásthildur: Það er pitsa með reyktum osti og eplum. Uppáhaldsorðtak? Jófríður: Kaka söker maka. Ásthildur: Þar sem aldrei skín sól vaxa blómin í myrkrinu. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Hljómsveitin Pascal Pinon, sem er skipuð tví- burasystrunum Jófríði og Ásthildi Áka- dætrum, hefur vakið mikla athygli fyrir lág- stemmda en skemmti- lega tónlist og var sveit- in meðal annars tilnefnd í flokknum Bjartasta vonin á Íslensku tón- listarverðlaununum í ár. Systurnar luku nýverið 10. bekk og þurftu að segja upp sumarvinn- unni hjá Vinnuskóla Reykjavíkur til að sinna tónlistinni eftir að þeim bauðst samningur hjá þýska plötufyrirtækinu Morr Music. Pascal Pinon er einnig á meðal þeirra fjölmörgu efni- legu hljómsveita sem spila á Innipúkanum um helgina. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Arnþór Birkisson H vernig varð hljóm- sveitin til? Jófríður: „Ég hef alltaf verið að gera tónlist og þetta var hugmynd sem bara varð til einn daginn. Ég átti gítar, Ásthild- ur spilaði á hljómborð, ein vin- kona okkar átti bassa og önnur átti gítar og kunni nokkur grip og við ákváðum bara að halda æf- ingu og þannig varð hljómsveit- in til.“ Ásthildur: Við vorum í annari hljómsveit þegar við vorum tíu ára og gerðum tvær mjög „experi- mental“ plötur og vorum tvisvar spilaðar í útvarpinu. Þannig að þetta er ekki fyrsta hljómsveitin sem við höfum stofnað saman.“ Stúlkurnar eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því faðir þeirra er tónlistarmaðurinn Áki Ásgeirsson og báðar hafa þær stundað tónlistarnám frá barns- aldri. Þegar þær eru spurðar út í athyglina sem þær hafa hlot- ið vegna ungs aldurs síns segjast þær ekki spá mikið í það sjálfar. Jófríður: „Ég hef aldrei alveg skilið af hverju fólki finnst þetta skrítið. Hvað annað á maður að gera þegar maður er fjórtán ára? Ég veit ekki hvaða áhugamál ég hefði annars átt að finna mér.“ Ásthildur: „Aldurinn gerði okkur erfitt fyrir í fyrstu því við máttum ekki spila hvar sem var sökum ungs aldurs en það hefur yfirleitt verið hægt að leysa þau mál á einhvern hátt.“ KRÚTTIÐ LIFIR Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar, sem heitir einfaldlega Pascal Pinon, hefur fallið vel í kramið hjá tónlistarunnendum, en tón- listin þykir skemmtilega útsett auk þess sem lagatextar Jófríðar eru bæði lúmskir og fyndnir. En hvernig myndu þær sjálfar lýsa tónlist sinni? Jófríður: „Við höfum kallað tónlistarstefnuna „póst krútt“ í gríni því það var einhver sem sagði að krúttið væri dautt, en ég held að það sé það ekki,“ segir hún og hlær. Ásthildur: „Ég veit ekki hvern- ig væri best að lýsa tónlistinni. Hún er einföld, ætli það sé ekki besta lýsingin.“ Jófríður: „Það var ekki eins og við hefðum sest niður og ákveðið að spila einhverja ákveðna tón- list, þetta er bara tónlistin sem varð til. Ég hef aldrei fílað há- vært rafmagnsgítar-„distortion“ og þegar við vorum að stofna sveitina þá þekktum við engan trommara og það setur til dæmis sitt mark á tónlistina. Ef ein- hver okkar hefði átt trommusett í staðinn fyrir gítar þá hefði tón- listin örugglega orðið allt öðru- vísi.“ Systurnar eru í þann mund að skrifa undir plötusamning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem er með höfuðstöðvar í menningarborginni Berlín. Fyrir- tækið er eitt hið fremsta í útgáfu á svonefndri indie og elektrón- ískri tónlist og hefur hljómsveitir á borð við Lali Puna, Borkó, Múm og B. Fleischmann á sínum snær- um. Jófríður: „Síðan við fengum plötusamninginn er þetta allt orðið miklu flóknara þannig að mamma og pabbi sjá alveg um viðskiptahliðina. Tímasetning- in á þessu var líka mögnuð því við höfðum fengið tilboð frá öðru útgáfufyrirtæki en ég kom mér aldrei í það að skrifa undir samninginn, sem var gott því ENGINN TÓNLISTARLEGUR ÁG Góðar systur Ásthildur og Jófríður Ákadætur mynda hljómsveitina Pascal Pinon sem spilar á Innipúkanum annað kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.