Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 8
8 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hver er skattakóngur/-drottn- ing landsins þetta árið? 2 Hvað hafa margir verið án vinnu í meira en ár samkvæmt nýjustu tölum? 3 Hvað kostar gufuhverfill HS Orku sem stendur ónotað- ur vegna óvissu um stækkun Reykjanesvirkjunar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 50 97 2 07 /1 0 Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl. 10-17. LÆKKAÐ VERÐ LÆKKAÐ VERÐ High Peak Cave 2 og 3 manna Göngutjald sem er auðvelt í uppsetningu og aðeins 2,9 kg. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Fíbersúlur. Hæð 90 cm. Verð áður19.990/ 23.990 kr. Verð nú15.990/ 18.990 kr. High Peak Trail Camp 3 og 4 manna Göngutjald sem er auðvelt í uppsetningu. Hæð 120 cm. 2 inngangar. Góð loftöndun. Ytra tjald: 2.000 mm Polyester límdir saumar. Innra tjald: Polyester. Þyngd: 4,7 kg. Súlur: 8,5 mm fíbersúlur. Verð áður 24.990/ 29.990 kr. Verð nú18.990/ 22.990 kr. High Peak Kos 4 manna Braggatjald. 3,5 fermetra fortjald. Hæð 180 cm. 1 inngangur. Góð loftöndun. 2 gluggar. Ytra tjald: 2.000 mm Polyester límdir saumar. Innra tjald: Polyester. Þyngd: 7,5 kg. Súlur: 9,5 mm fíbersúlur og 16 mm stálsúlur fyrir skyggni. Verð áður 29.990 kr. Verð nú 22.990 kr. FRAKKLAND, AP 47 ára gömul frönsk kona hefur játað að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana og falið lík þeirra. Eig- inmaður hennar var einnig hand- tekinn, grunaður um að hafa hylmt yfir með henni, en var sleppt í gær eftir að konan sagði hann ekki hafa vitað af morðun- um. Málið komst upp á miðvikudag. Þá hringdi fólk sem var nýflutt inn í hús í smábænum Villers- au-Tertre á lögreglu eftir að það fann líkamsleifar í garðinum og kjallara hússins. Bærinn er í nágrenni við borgina Lille í norð- urhluta landsins. Húsið er í eigu foreldra hinnar handteknu. Í kjöl- far þess fundar leitaði lögreglan í húsi konunnar og manns hennar, þar sem fleiri lík fundust. Öllum líkunum hafði verið komið fyrir í plastpoka, en þau höfðu ýmist verið falin í garðinum eða í kjöll- urum húsanna. Talið er að börn- in hafi fæðst á tímabilinu 1989 til 2006 eða 2007, en frekari rann- sóknir eiga eftir að staðfesta það. Hjónin eiga uppkomin börn og barnabörn í Frakklandi. Konan hefur starfað við umönnun en maðurinn vinnur fyrir bygg- ingafyrirtæki auk þess sem hann situr í bæjarstjórn í bænum. Konan, sem heitir Dominique Cottrez, sagði við yfirheyrslur að hún hafi ekki viljað eignast fleiri börn og hafi ekki viljað fara til læknis til þess að fá getnaðar- varnir. Hún sé of þung og eftir erfiða fæðingu vegna þess hafi hún ekki viljað hitta lækna fram- ar. Eiginmaður hennar sagði við yfirheyrslur að hann hafi aldrei tekið eftir því að konan væri með barni vegna þess hve feitlagin hún var, og hann hafi enga hug- mynd haft um að hún hefði myrt börnin við fæðingu. Saksóknari fór fram á að hann yrði ákærður fyrir að tilkynna ekki um morð- in og fyrir að hafa falið líkin, en ekki var fallist á það. Nokkur svipuð mál hafa komið upp í Frakklandi og í nágranna- löndum undanfarin ár. Í mars játaði kona að hafa orðið sex nýfæddum börnum sínum að bana í norðvesturhluta Frakklands. Önnur kona var dæmd í fangelsi í fyrra fyrir að hafa drepið þrjú börn sín í Suður-Kóreu og Frakk- landi. Hún er nú laus úr haldi. Þá var kona dæmd í fimmtán ára fangelsi í Þýskalandi árið 2006 fyrir morð á átta börnum sínum. Níunda barnið lést einnig, en of langt var um liðið til að hægt væri að dæma hana fyrir það. thorunn@frettabladid.is Myrti nýfædd börn sín og faldi líkin í kjallara og garði Frönsk kona hefur játað að hafa kæft átta börn sín við fæðingu. Hún leyndi meðgöngunum og segir mann sinn ekki hafa vitað af morðunum. Lík barnanna fundust í tveimur húsum í norðurhluta Frakklands. VIÐ HÚSIÐ Lögreglufólk kemur að húsinu í Villers-au-Tertre með leitarhunda í gær. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Rauði kross Íslands mun fá allan ágóða af sölu Pure Icelandic vatnsins á Íslandi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Vífilfell hefur látið hanna nýja miða á vatsnflöskurnar með vísan í stuðninginn við Rauða krossinn, en það eru aðallega erlendir ferðamenn sem kaupa vatnið. Ágóðinn mun fara í stuðning við neyðarviðbrögð Rauða kross- ins á innlendum vettvangi, til dæmis viðbrögð við hamförum, slysum og öðrum áföllum sem verða í samfélaginu. - þeb Undirrituðu samning: Ágóði vatns til Rauða krossins SKRIFAÐ UNDIR Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu undir samninginn í gær. MYND/RAUÐI KROSSINN SPÁNN Nautaat hefur verið bannað í Katalóníu á Spáni. Katalónía er fyrsta ríki Spánar sem bannar nautaat með lögum fyrir utan Kan- aríeyjar og er því fyrsta ríkið á meginlandi Spánar sem bannar nautaat. Það var katalónska þingið sem greiddi atkvæði um málið á miðvikudag. 180 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til þings- ins þar sem nautaatið var sagt villimannslegt og gamaldags. 68 þingmenn studdu bannið en 55 voru á móti. Níu sátu hjá. Þó að opinberlega sé rökrætt um dýra- vernd er talið líklegt að sjálfstæðissinnar í Katalóníu vilji nota bannið til þess að skilja ríkið enn frekar frá Spáni, enda er nauta- atið gamalgróin spænsk hefð. Tveir flokkar á þinginu ákváðu að fylgja ekki flokkslínum heldur kaus hver þingmaður eftir eigin sann- færingu. Nautaat er aðeins stundað á einum stað í Katalóníu, í nautaatshring í Barcelona. Stuðn- ingsmenn nautaatsins óttast að bannið muni verða til þess að fleiri ríki taki umræðuna um dýravernd upp og banni atið. Bannið í Katalóníu mun ekki taka gildi fyrr en í janúar árið 2012 en bannið á Kanaríeyj- um hefur verið í gildi frá árinu 1991. - þeb Katalóníubúar vilja skera sig enn frekar frá Spánverjum: Katalónska þingið bannar nautaat NAUTAAT Stuðningur við nautaat hefur farið minnkandi undanfarin ár, og segja andstæðingar þess að nánast eingöngu ferðamenn fylgist með því nú á dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur verið sakaður um kynþáttahatur í kjöl- far ummæla um sígauna. Sarkozy sagði á dögunum að öllum sígaunum, sem væru ólög- legir í Frakklandi, yrði vísað úr landi. Hann fyrirskipaði að búðir þeirra yrðu brotnar upp og fólki komið úr landi með skipulögðum hætti. Hann lét ummælin falla eftir óeirðir sem brutust út þegar lögregla skaut ungan mann fyrr í mánuðinum. Sarkozy kallaði einnig eftir því að ríkisstjórnin herti á innflytj- endalögum og auðveldi brottvís- un úr landinu á grundvelli friðar á almannafæri. - þeb Forsetinn gagnrýndur: Sígaunum vísað frá Frakklandi FORSETINN Nicolas Sarkozy hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín um sígauna í landinu. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.