Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 30. júlí 2010 11 Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2 - 12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Sérlyfjaskrártexti samþykktur í desember 2005. Ertu með ofnæmi? Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? Lóritín® – Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils · Kláði í augum og nefi · Síendurteknir hnerrar · Nefrennsli/stíflað nef · Rauð, fljótandi augu Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 0 1 4 0 3 2 NÁTTÚRA Of fáir kríuungar hafa komist á legg á stóru varpsvæðunum utarlega á Snæfellsnesi og gengur því á kríustofninn við Ísland. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn sem Freydís Vigfúsdóttir hefur gert undir leiðsögn Tómasar G. Gunnarssonar vistfræðings, við Háskólaset- ur Snæfellsness. Stykkishólmspósturinn greinir frá þessu. Haft er eftir Freydísi að dapurlegt sé um að litast í kríuvarpinu á Rifi, einu af stærstu kríu- vörpum landsins, og að það líkist helst kirkju- garði. Í rannsókninni er mæld tíðni fæðugjafar og reyndist hún einnig vera lág utarlega á Snæ- fellsnesi. Borið hefur við að foreldrar hafi gefið ungum sínum fiðrildi en aðalfæða kríunnar er sandsíli. Að sögn Freydísar er þetta sjötta árið í röð þar sem sjófuglar sem nýta sandsíli til átu eiga erfitt. Viðkoma unga innarlega á Snæfellsnesi virð- ist þó hafa gengið betur samkvæmt rannsókn- inni en varpsvæðin eru það smá þar að þau hafa ekki úrslitaáhrif um viðhald stofnstærðarinnar í heildina litið. Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían. Tvisvar á ári flýgur hún um 15 þúsund kílómetra milli varpstöðva á norðurhjaranum suður að ísbreið- unum við Suðurskautslandið. - th Rannsókn á kríustofninum á Snæfellsnesi: Kríuvarpið á Rifi líkist helst kirkjugarði KRÍA Sjófuglar sem nýta sandsíli til átu eiga erfitt uppdráttar á Snæfellsnesi. FÓLK Tekjur fimm einstaklinga voru rangt reiknaðar í tekjublaði Frjálsar verslunar, sem kom út í gær. Í tilkynningu frá Frjálsi versl- un segir að misskilningur hafi komið upp í samtali við starfs- mann á skattstofu sem varð til þess að tekjur einstaklinga á Norðurlandi eystra voru rangt reiknaðar. Útsvar og auðlegðar- skattur var lagður saman og tekj- ur því ofmetnar hjá Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vil- helmssyni, forstjóra og útgerð- arstjóra Samherja, Jóhannesi Jónssyni í Bónus, Steingrími H. Péturssyni eiganda Sjafnar og Ernu Björnsdóttur lyfjafræðingi. - þeb Villa í Frjálsri verslun: Tekjur hjá fimm ofmetnar KÖNNUN Tæplega 85 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnun Capacent Gallup sögðust mjög eða frekar andvíg því að erlendir aðil- ar geti keypt íslenskar náttúru- auðlindir. Alls sögðust 84,9 prósent frek- ar eða mjög andvíg slíkum mögu- leika, 10,6 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg, og um 4,5 pró- sent sögðust mjög eða frekar hlynnt því að heimila erlendum aðilum að kaupa auðlindir. Í úrtak- inu voru 1.200 manns, og svöruðu 65,9 prósent spurningunni. - bj Kanna hug til auðlindasölu: Um 85% andvíg sölu auðlinda BANDARÍKIN, AP Varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna getur ekki gert grein fyrir því hvað varð um 8,7 milljarða Bandaríkjadoll- ara sem teknir voru úr sérstökum Írakssjóði á árunum 2004 til 2007. Sjóðurinn var stofnaður af Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Um er að ræða fé sem fékkst fyrir sölu á olíu frá Írak og átti að fara í uppbyggingu landsins. Ekki voru til nein skjöl um eyðslu á 2,6 milljörðum. Ekki er talið að um fjársvik sé að ræða, heldur frekar dæmi um lélega stjórnsýslu. Íraksþing frestaði fundum sínum á nýjan leik í gær, en engin ríkisstjórn hefur verið mynduð í landinu frá kosn- ingum fyrir fjórum mánuðum. - þeb Sérstakur sjóður fyrir Írak: Ekki vitað hvert milljarðar fóru PENTAGON Varnarmálaráðuneyti Bandarkjanna getur ekki gert grein fyrir milljörðum dollara. Vítisengill kærir Dómsmálaráðuneytið staðfesti fyrir skömmu ákvörðun Útlendingastofn- unar um að vísa Leif Ivar Kristiansen, leiðtoga norskra Vítisengla, frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis.is vinnur Kristiansen nú að því ásamt lögmanni sínum að stefna íslenska ríkinu vegna brottvísunarinnar. DÓMSMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.