Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 20
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR VESTURLAND Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 21 stað á Vesturlandi og 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Fjöldi lausasölustaða á Vesturlandi Vesturland Olís, Kjalarnesi Krónan, Akranesi Olís, Akranesi Bónus, Akranesi N1 verslun, Akranesi Olís, Borgarnesi Bónus, Borgarnesi Verslunin Baulan, Borgarfirði Hönnubúð, Reykholti, Borgarfirði Olís, Stykkishólmi Bónus, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði N1, Ólafsvík Olís, Ólafsvík Hraðbúð N1, Hellissandi Shell/Vélsmiðja Árna Jóns, Hellissandi N1 þjónustustöð, Ísafirði Hamraborg, Ísafirði N1 verslun, Ísafirði Bónus, Ísafirði Smáalind, Patreksfirði „Í dag er fólk að koma sér fyrir, hittast, hella upp á könnuna, spila tónlist og dansa,“ segir Petcharee Deluxsana, kölluð Petra. Hún er for- maður Taílensk-íslenska félagsins sem stendur fyrir sumarsamkomu við íþróttahúsið á Hellu um helg- ina. „Aðalhátíðin verður á morg- un, laugardag,“ heldur hún áfram. „Þá byrjum við með búddasam- komu milli tíu og ellefu og klukk- an eitt verður matarsala, kaffi og markaðsstemning því margir ætla vera með bása og selja mat, fatnað, skartgripi og ýmiss konar skraut. Síðan tekur við íþróttakeppni og leikir, meiri músík og meiri dans. Á Hellu búa frænkur sem sýna oft hefðbundna taílenska dansa og eru líka góðar í að gera grín að sjálf- um sér og draga fram spaugilegar hliðar á lífinu. Það verður rosalega gaman hjá okkur og í þetta sinn er hátíðin opin öllum.“ Petra segir svona taílensk- íslenska sumarhátíð hafa verið haldna árlega í tíu ár á mismunandi stöðum. „Við erum dreifð um land- ið og reynum að heimsækja hvert annað. Því hafa hátíðirnar verið haldnar á Akureyri, í Skagafirði, Grindavík og víðar. Nú ætlum við að vera á Hellu því um 30 manns frá Taílandi eru skráðir í sveitarfélag- inu þar.“ Hún segir sumarsamkom- una hafa farið smástækkandi ár frá ári. „Fyrst vorum við um hundrað manns sem hittumst í Heiðmörk í nokkra klukkutíma um miðjan dag en nú er þetta orðið eins og hjá Íslendingum, við erum með tjöld og húsbíla og gistum í tvær nætur. Í fyrra voru tæplega þrjú hundruð manns, samt var sú hátíð ekki eins opin og þessi sem er núna.“ Anna Ólafsdóttir, ræðismaður Taílands, er ánægð með starfsemi Taílensk-íslenska félagsins sem hún segir öfluga. „Mér finnst ástæða til að halda því á lofti þegar innflytj- endur og ríkisborgarar af erlend- um uppruna eru að fást við upp- byggilega hluti. Taílendingum til hróss heyrði ég fulltrúa frá fang- elsismálayfirvöldum segja frá því á ráðstefnu um málefni jaðarhópa á Íslandi að Taílendingar lendi svo gott sem ekki í fangelsi hér á landi. Þeir virðast ná að lifa hér góðu lífi í sátt við okkar menningu. Einnig finnst mér aðdáunarvert hve ungl- ingar í samfélagi þeirra eru fúsir til að taka þátt í skemmtunum fullorð- inna. Þeir eru duglegir og drífandi og leggja sitt af mörkum.“ gun@frettabladid.is Sölubásar, leikir og dans Taílensk-íslensk útihátíð verður við íþróttahúsið á Hellu um helgina. Þar verður markaðsstemning því margir sölubásar verða á svæðinu og gestir skemmta sér við leiki, tónlist og dans. Allir eru velkomnir. Taílendingar á Íslandi setja lit á samfélagið. MYND/ÚR EINKASAFNI „Fyrst voru um hundrað manns sem hittust í Heiðmörk í nokkra klukkutíma en nú er þetta orðið eins og hjá Íslendingum, við erum með tjöld og húsbíla og gistum í tvær nætur,“ segir Petra, formaður Taílensk-íslenska félagsins, um sumarhátíðina. Árleg sandkastalakeppni verður haldin á morgun á ljósu strönd- inni við Holt í Önundarfirði. Liðinn er meira en áratugur síðan fyrsta sandkastalakeppnin á ljósu ströndinni við Holt í Önundarfirði fór fram, en hún er ávallt hald- in um verslunarmannahelgina. Keppnin hefur notið vinsælda frá upphafi og er iðulega vel sótt, en fjöldi þátttakenda hefur verið á bilinu 200-500 manns og fer það mikið eftir veðri hversu margir mæta til þess að gera sér glaðan dag í sandinum. Sandkastalakeppnin er tilvalin fyrir alla fjölskylduna sem getur þarna sameinast í listsköpun og leik og því um að gera að sækja Önundarfjörð heim fyrir þá sem heldur vilja pásu frá stórhátíðum verslunarmannahelgarinnar. Ekki spillir svo fyrir ef sólin heiðrar Önfirðinga og gesti þeirra. - jbá Keppt í kastalagerð Sandurinn á ljósu ströndinni við Holt getur tekið á sig ýmsar myndir og er kastala- formið ekki heilagt. Ólíkir heimar mætast í Skálholti um verslunarmannahelgina. Í Skálholti mætast ólíkir heim- ar í skemmtilegri tónlistarveislu Sumartónleikaraðar Skálholts um verslunarmannahelgina. Á laugardaginn verður boðið upp á þrenna tónleika og hefjast þeir fyrstu kl. 15.00 og tónleika- helginni lýkur svo með tónleikum á mánudag kl. 15.00. Enginn aðgangseyrir er að tón- leikunum og því ættu tónlistarunn- endur að geta gert góða ferð í Skál- holt þar sem alls kyns tónlist mun hljóma á 35 ára afmæli Sumartón- leika í Skálholti. - jbá Tónlistarveisla Af nógu verður að taka í Skálholti um helgina. SÆLUDAGUR í sveitinni er hátíð sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgina undanfarin ár í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Til Arnarneshrepps teljast meðal annars Hjalteyri og Möðruvellir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.