Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 4
4 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofnun
kynnti í gær átakið ÞOR – Þekking
og reynsla, en því er beint gegn
afleiðingum langtímaatvinnuleys-
is. Markmið átaksins er að virkja
þá einstaklinga sem verið hafa án
atvinnu í tólf mánuði eða lengur.
„Við setjum okkur það metnaðar-
fulla verkefni að ná til alls þess
fjölda sem verið hefur atvinnulaus
í eitt ár eða lengur fyrir 1. nóvem-
ber næstkomandi. Við viljum bjóða
þeim úrræði við hæfi í samvinnu
við fyrirtæki, stofnanir og félaga-
samtök,“ sagði Árni Páll Árnason,
félagsmálaráðherra, á blaðamanna-
fundi sem haldinn var af þessu til-
efni. Árni Páll sagði það þekkt að
eftir langan tíma án vinnu drægi
úr virkni fólks. Erfitt gæti verið
að brjóta slíkan vítahring og því
væri mikilvægt að tryggja daglega
virkni þegar atvinnuástandið væri
eins og nú.
Um 4.000 manns hafa verið án
atvinnu í tólf mánuði eða leng-
ur og verða allir þessir einstakl-
ingar kallaðir til ráðgjafarfund-
ar á vegum Vinnumálastofnunar á
næstunni. Á fundinum verða tæki-
færin og skyldurnar sem í átakinu
felast kynnt fyrir þeim.
Átakið kemur í kjölfar átaksins
Ungt fólk til athafna sem beind-
ist að atvinnuleitendum á aldrin-
um 16 til 29 ára. Vel þótti takast að
virkja þetta fólk í atvinnuleit sinni
og verður reynsla og skipulag verk-
efnisins nýtt nú þegar horft er til
langtímaatvinnulausra.
„Við byrjuðum á ungum því það
er kannski sá hópur sem er í mestri
hættu þegar kemur að áhrifum
langtímaatvinnuleysis. Núna ætlum
við að setja kraftinn í þann hóp sem
eftir situr, fullorðið fólk sem margt
hefur unnið lengi og við sníðum
vinnumarkaðsúrræðin að þeirra
þörfum,“ sagði Gissur Pétursson,
forstjóri Vinnumálastofnunar, á
blaðamannafundinum í gær.
Guðlaug Pétursdóttir, deildar-
stjóri ráðgjafadeildar Vinnumála-
stofnunar á höfuðborgarsvæðinu,
verður verkefnisstjóri átaksins.
Hún segir að byrjað verði á þeim
hópi sem er ófaglærður og að fólk á
aldrinum 60 til 69 ára verði sérstak-
lega tekið fyrir. Hópnum verður
skipt í fimm flokka eftir námsferli,
aldri og einnig eftir upprunalandi,
sé íslenskukunnátta einstakling-
anna lítil.
Spurð um hvers konar úrræði
verði að ræða sagði Guðlaug að
nefna mætti ýmiss konar starfs-
menntunarnámskeið, sjálfboða-
starf, starfsþjálfunarúrræði og
átaksverkefni. Lögð væri áhersla á
að allir gætu fundið eitthvað sem
vekti áhuga þeirra.
magnusl@frettabladid.is
Kynna nýtt átak gegn
langtímaatvinnuleysi
Átakinu ÞOR - Þekking og reynsla var hrundið af stað í gær. Virkja á þá ein-
staklinga sem verið hafa atvinnulausir í eitt ár eða lengur.
ÁTAKIÐ KYNNT Gissur Pétursson, Árni Páll Árnason og Guðlaug Pétursdóttir tóku til máls við kynningu átaksins. Þau lögðu öll
áherslu á að úrræðin verði sveigjanleg og einstaklingsmiðuð.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
29°
25°
20°
24°
24°
21°
21°
23°
20°
30°
32°
35°
20°
25°
15°
20°Á MORGUN
Hægur eða fremur hæg-
ur vindur.
FÖSTUDAGUR
Strekkingur allra vestast
annars hægari.
13
13
12
16
1215
14 16
14
14
13
13
12
11 13
11
12
14
17
13
10
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
SKIN OG SKÚRIR
Það lítur út fyrir að
það skiptist á skin
og skúrir á land-
inu næstu daga
og á það við í öll-
um landshlutum.
Vindur verður til-
tölulega hægur og
veður milt þannig
að almennt séð
verður veður nokk-
uð gott.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Alls sóttu sex um
stöðu forstjóra Landspítalans,
en umsóknarfrestur rann út 30.
júlí. Heilbrigðisráðherra skipar
í stöðuna til fimm ára. Hulda
Gunnlaugsdóttir, sem var ráðin í
stöðuna 1. september 2008, fékk
ársleyfi frá störfum 1. október
2009 af persónulegum ástæðum.
Hún hefur nú sagt starfinu lausu.
Björn Zoëga bæklunarskurð-
læknir, sem verið hefur starfandi
forstjóri í fjarveru Huldu, sækir
nú um stöðuna.
Aðrir sem sóttu um eru: Birg-
ir Jónsson MBA, Guðmundur
Björnsson, orku- og endurhæf-
ingarlæknir, Jan Triebel, orku-
og endurhæfingarlæknir og yfir-
læknir Heilsustofnunar NLFÍ,
Stefán E. Matthíasson æðaskurð-
læknir og Þorsteinn Örn Guð-
mundsson, verkfræðingur og ráð-
gjafi. - kóp
Ráðið hjá Landspítalanum:
Sex sóttu um
stöðu forstjóra
VIÐSKIPTI Heildarvelta hlutabréfa-
viðskipta á landinu í júlí nam rúmri
661 milljón og er það um helmingi
minna heldur en í júní, þegar veltan
var 1.221 milljón.
Mest voru viðskipti í júlí með bréf
Marels, 456 milljónir, og með bréf
Össurar, 153 milljónir.
Úrvalsvísitalan hækkaði um
3,9 prósent á milli mánaða og vísi-
tala orkuvinnslu hækkaði mest af
atvinnugreinavísitölum, um 10 pró-
sent. Íslandsbanki var með hæstu
hlutdeild af kauphallaraðilum á
skuldabréfamarkaði, eða 27,7 pró-
sent. - sv
Heildarvelta hlutabréfa í júlí:
Helmingi lægri
heldur en í júní
CONNECTICUT, AP Maður hóf skot-
hríð í bjórverksmiðju í Connectic-
ut í Bandaríkjunum á þriðjudags-
morgun og varð átta manns að bana.
Hann skaut síðan sjálfan sig.
Talið er að hann hafi framið
morðin í kjölfar þess að vera sagt
upp frá verksmiðjunni, en hann
vann þar sem bílstjóri.
Um 70 manns voru á staðnum
þegar maðurinn hóf skothríðina
klukkan sjö um morguninn. Um
leið kviknaði í vöruskemmu fyrir-
tækisins um 15 mílum frá. Ekki er
vitað hvort skotárásirnar og brun-
inn tengdust. - sv
Felldi átta í Connecticut:
Hóf skothríð
eftir uppsgögn
UMHVERFISMÁL Veiðimálastofnun
segir rannsóknum á flundru í
Andakílsá í Borgarfirði nú í júní
hafa leitt í ljós að flundruseiði éti
laxaseiði. Flundran sem nýlega
hefur numið land í mörgum
ferskvatnsvistkerfum hérlend-
is hrygnir í sjó en vaxtarskeið
fisksins fer að sögn Veiðimála-
stofnunar fram á ósasvæðum og
í ferskvatni. Hafnar eru rann-
sóknir á flundru víða um land
til að afla grunnupplýsinga um
lífshætti og fæðuval flundrunn-
ar. „Hugsanlegt er að hún sé í
samkeppni við laxfiskana um
búsvæði og fæðu og einnig virð-
ist flundra geta verið afræningi
á laxfiskaseiðum,“ segir á veidi-
mal.is. - gar
Nýr landnemi til vandræða:
Flundra sögð
éta laxaseiði
Fá búnað en ekki veislu
Vegna þátttöku Breiðabliks í forkeppni
Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu
og keppni í Evrópudeild karla styrkir
Kópavogsbær félagið um 100 þúsund
krónur. Ósk um að bærinn borgi máls-
verð fyrir um þrjátíu manns í tilefni af
forkeppni kvennanna og annan máls-
verð að loknu mótinu var hafnað.
KÓPAVOGUR
STJÓRNSÝSLA Runólfur Ágústsson
sagði í gær af sér sem umboðs-
maður skuldara eftir einn dag í
starfi. Hann segir Árna Pál Árna-
son félagsmálaráðherra hafa
hringt í sig í gærmorgun og beðið
sig að hætta. Hann tilkynnti ráð-
herra um afsögn sína bréfleiðis
síðar um daginn.
Styr hefur staðið um skipan
Runólfs eftir að DV greindi frá
því að félag sem hann stofnaði
væri í dag eignalaust og skuldaði
Sparisjóði Keflavíkur yfir hálfan
milljarð króna sem yrðu afskrif-
aðar. Ásta Sig-
rún Helgadótt-
ir, sem stýrt
hefur Ráðgjaf-
arstofu um fjár-
mál heimilanna
og var metin
næsthæfasti
umsækjandinn,
hefur sagst ætla
að skoða réttar-
stöðu sína. Hún
sagðist í gær
þurfa að endurskoða afstöðu sína
í ljósi tíðindanna.
Runólfur vildi ekki tjá sig um
málið í samtali við Fréttablaðið í
gærkvöldi. „Það liggur alveg ljóst
fyrir hver skoðun mín er á mál-
inu. Ég held að þjóni engu að ég
fari eitthvað pirrast við ráðherra
um þessi mál. Ég er að fara norð-
ur á Mývatn að veiða bleikju í net.
Þú mátt hafa það eftir mér,“ sagði
hann. Málinu væri lokið af hans
hálfu.
Að öðru leyti vísaði hann á
afsagnarbréf sitt til ráðherra,
sem hann sendi fjölmiðlum. Þar
kveður hann ráðherra hafa valdið
sér vonbrigðum með því að óska
eftir afsögn hans, því þannig taki
hann undir þau sjónarmið að það
valdi vanhæfi í opinberu starfi
að hafa tekið þátt í viðskiptum.
Í Kastljósi í gær sagði hann að
honum þætti ekki mikill manns-
bragur að ósk ráðherrans.
Að sögn Runólfs átti símtalið
sér stað áður en Árni Páll sendi
honum bréf þar sem óskað var
eftir frekari skýringum á fjár-
málum hans. Runólfur sagðist
í gær myndu svara því erindi á
næstunni. - sh
Runólfur Ágústsson er farinn á bleikjuveiðar og segir félagsmálaráðherra hafa valdið sér vonbrigðum:
Umboðsmaður skuldara hætti á fyrsta starfsdegi
RUNÓLFUR
ÁGÚSTSSON
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 03.08.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
211,3234
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,26 118,82
188,64 189,56
156,62 157,50
21,019 21,141
19,853 19,969
16,739 16,837
1,3764 1,3844
181,25 182,33
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR