Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 12

Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 12
12 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Tengdu þig við stærsta 3G net landsins í sumar E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 5 0 VERSLUN Velta smásöluverslunar á Íslandi dróst saman um ellefu prósent að raunvirði árið 2009, en frá árinu 2007 hefur veltan dreg- ist saman um 15,5 prósent. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinn- ar, sem Rannsóknasetur verslun- arinnar gefur út í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands. Velta smávöruverslunar var 294,5 milljarðar á síðasta ári. Það er þriggja prósenta vöxtur frá árinu 2008 á breytilegu verð- lagi. Í skýrslunni segir að lengi vel hafi mátt rekja aukna veltu til vaxandi neyslu – en frá árinu 2007 hefur orsökin að mestu leyti verið vegna hækkandi verðlags. Magn neyslunnar hefur því dreg- ist saman. Frá árinu 2006 hafa innfluttar vörur hækkað um rúman helming að jafnaði. Innflutt matvara hefur hækkað mest, um 65 prósent. Aðrar innfluttar vörur hafa hækkað um rúm 45 prósent. Hlutur verslunar var 10,5 prósent af landsframleiðslu í fyrra, sem er svipað og síðustu ár. Dagvara er veltuhæsti flokkurinn í smásölu, og veltan í þeim flokki óx um tæp fimmtán prósent á árinu 2009. Fyrst og fremst er vöxturinn í stórmörkuðum, en velta smærri dagvöruverslana minnkar. Versl- un með járn- og byggingarvörur kemur á eftir dagvöru og veruleg- ur samdráttur er í þeirri verslun, um 28,6 prósent frá fyrra ári. Verslun með áfengi og tóbak velti rúmum 25 milljörðum króna á síðasta ári, tæpum 19 prósentum meira en árið 2008. Þá hækkun má að öllu leyti rekja til verðhækkana, en ekki aukinnar neyslu, að því er fram kemur í skýrslunni. Versl- un með húsgögn dróst saman um fimm prósent að nafnvirði, en ef tekið er tillit til hækkandi verðlags er í raun fjörutíu prósenta sam- dráttur. Svipaða sögu er að segja af raftækjaverslun sem dróst saman um tæp tíu prósent að nafnvirði en 32 prósent að raunvirði. Fyrirtækin sem reka flestar verslanir á íslenskum smásölu- markaði eru Hagar, Kaupás, Sam- kaup og ÁTVR. Þar á eftir koma Lyf og heilsa, Lyfja, NTC og Penn- inn. Hagar reka til að mynda 61 dagvöruverslun og 22 fata- og sportvöruverslanir. Kaupás starf- rækir 31 verslun undir merkj- um Krónunnar, Nóatúns, 11-11 og Kjarvals. Samkaup rekur 48 versl- anir, meðal annars undir nöfnum Nettó og Samkaupa. ÁTVR heldur úti 49 verslunum. 21.200 manns störfuðu við versl- un á Íslandi í fyrra, 12.600 karlar og 8.600 konur. Það eru tæp 12,6 prósent heildarvinnuafls þjóðar- innar. Heildarlaun afgreiðslufólks í sérvöru- og matvöruverslunum voru 238 þúsund að miðgildi. thorunn@frettabladid.is Velta smásöluverslunar dregst saman milli ára Smásöluverslun dróst saman um ellefu prósent á síðasta ári. Innfluttar vörur hafa hækkað um rúman helm- ing frá árinu 2006 en neysla hefur dregist saman. Smávöruverslun veltir tæpum 300 milljörðum. SMÁRALIND Smávöruverslun hefur dregist saman milli ára. Veltan var ellefu prósentum minni 2009 en 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍS OG ÁVEXTIR Starfsfólk dýragarðsins í Jerúsalem gaf þessum apa ísklump með ávöxtum að gæða sér á í hitan- um. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAMÁL Icelandair mun á næsta sumri fljúga tvisvar á dag til New York, Boston og Parísar. Þessi fjölgun verður á tímabilinu 1. júní til 12. sept- ember. Að því er fram kemur í til- kynningu frá Icelandair verður flugfélagið á þessu tímabili það flugfélag sem oftast flýgur milli New York og Norðurland- anna. Þegar er það eina flugfé- lagið sem flýgur á milli Norður- landanna og Boston og eitt af sex flugfélögum í heiminum sem flýgur oftar en einu sinni á dag milli Evrópu og Boston yfir sumarið. Haft er eftir Birki Hólm Guðnasyni, forstjóra Icelandair, að félagið sjái tækifæri til að þétta áætlanir til að styrkja sig á markaði. - sh Icelandair eykur flugtíðni: Fjölgar ferðum vestur um haf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.