Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 16
16 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Hvernig eru reglur um erfðabreytt matvæli?
Ísland er eina landið á
Evrópska efnahagssvæð-
inu þar sem erfðabreytt
matvæli og fóður eru ekki
merkt sérstaklega. Ýmsir
segja brýna þörf á löggjöf
um slíkt en landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðuneytið
hyggst bíða eftir því að lög-
gjöf ESB um málið verði
tengd EES-samningnum.
Hávær umræða hefur undanfar-
ið geisað um hvort merkja skuli
erfðabreytt matvæli og fóður
sérstaklega. Neytendasamtök-
in hafa til að mynda lengi kraf-
ist slíkra merkinga og fært fyrir
þeim þau rök að þær tryggi val-
frelsi neytenda. Í apríl síðastliðn-
um sendu samtökin fyrirspurn til
Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, um
málið. Í svari sem barst frá ráðu-
neytinu í lok júní kemur fram að
ástæða þess að löggjöf ESB um
erfðabreytt matvæli hafi ekki
verið tekin upp hér á landi sé
sú að Norðmenn hafi átt í samn-
ingaviðræðum við framkvæmda-
stjórn ESB um ákveðnar aðlagan-
ir frá löggjöfinni og því falli hún
enn ekki undir EES-samninginn.
Þar kemur enn fremur fram að
torvelt gæti reynst að taka fram-
angreinda löggjöf upp án sam-
starfs við ESB og því sé ráðlegra
að bíða.
Neytendasamtökin voru ekki
ánægð með þetta svar ráðuneytis-
ins. Í pistli á vefsíðu þeirra segjast
þau ekki skilja fullyrðingar ráðu-
neytisins í ljósi þess að einungis
sé farið fram á að sömu reglur
gildi hér og innan ESB og einn-
ig í ljósi þess að hin EFTA-löndin;
Noregur, Sviss og Liechtenstein,
hafa öll sett reglur um merking-
ar á erfðabreyttum matvörum.
Þá hafa Neytendasamtökin bent á
skoðanakönnun frá árinu 2005 þar
sem 91 prósent aðspurðra taldi
mjög eða frekar þarft að merkja
erfðabreytt matvæli.
ESB hefur verið í fararbroddi
þeirra sem merkja erfðabreytt
matvæli. Innan ESB þarf að
merkja öll erfðabreytt matvæli
sérstaklega en sambærilegar
reglur eru meðal annars í Rúss-
landi, Kína, Japan, Brasilíu, Ástr-
alíu og á Nýja-Sjálandi. Í Banda-
ríkjunum og Kanada eru hins
vegar engar reglur um merking-
ar erfðabreyttra matvæla.
Í þeim löndum sem sett hafa
reglur um merkingar erfða-
breyttra matvæla hefur það
yfirleitt verið rökstutt með því
að reglurnar veiti neytendum
sjálfsagt val. Þeir sem lagst hafa
gegn slíkum merkingum segja
aftur á móti engan mun vera á
erfðabreyttum og matvælum
sem ekki eru erfðabreytt og því
sé engin þörf á sérstökum merki-
miðum sem þjóni ekki öðru hlut-
verki en að hræða neytendur.
Ef marka má svar sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins við fyrirspurn Neyt-
endasamtakanna er einungis
tímaspursmál hvenær reglur
verða settar hér á landi um merk-
ingar erfðabreyttra matvæla en
ljóst er að margir eru orðnir
heldur óþolinmóðir eftir því.
Erfðabreytt matvæli ekki
merkt sérstaklega á Íslandi
VÍÐA UMDEILD Erfðabreytt matvæli hafa víða verið á milli tannanna á fólki en margir óttast áhrif þeirra á heilsu fólks og
umhverfið. NORDICPHOTOS/GETTY
Matvæli sem framleidd eru úr lífverum sem breytt hefur verið með utan-
aðkomandi erfðaefni teljast erfðabreytt matvæli. Stærstur hluti þeirra eru
nytjaplöntur og afurðir þeirra og er erfðabreytingunum oftast ætlað að
láta plönturnar gefa meira af sér eða gera þær ónæmar fyrir skordýraeitri.
Margir óttast að erfðabreytt matvæli geti haft slæm áhrif á heilsu fólks
og raskað jafnvægi í náttúrunni. Flestar rannsóknir benda til þess að þau
hafi ekki slæm áhrif á heilsu fólks en þrátt fyrir það er ekki hægt að úti-
loka skaðsemi þeirra til lengri tíma. Að sama skapi ríkir óvissa um hvaða
áhrif þau geti haft á umhverfið.
Hvað eru erfðabreytt matvæli?
HÖFUÐSTÖÐVAR ESB Evrópusambandið hefur verið í fararbroddi í að láta
merkja erfðabreytt matvæli. Aðildarlönd sambandsins þurfa að láta sérmerkja
öll erfðabreytt matvæli. Slíkar reglur er til dæmis hvorki að finna í Bandaríkj-
unum né Kanada.
ERTU AÐ FARA
Í SUMARFRÍ?
Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins,
nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing
Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman.
Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst
á netfangið dreifing@posthusid.is
HEILBRIGÐISMÁL Stækkun lyfjaverk-
smiðju Actavis í Hafnarfirði geng-
ur samkvæmt áætlun og er gert
ráð fyrir því að hefja framleiðslu í
nýja hlutanum um áramót.
Framleiðslugeta fyrirtækis-
ins á Íslandi eykst um helming
við stækkun verksmiðjunnar, og
verður um einn og hálfur millj-
arður taflna á ári. Stækkunin er
mjög mikilvæg fyrir starfsem-
ina á Íslandi, að sögn Jóns Gunn-
ars Jónssonar framkvæmdastjóra.
Bæði verði hægt að sinna betur
eftirspurn eftir vörum frá fyrir-
tækinu og styrkja stöðu fyrirtæk-
isins með möguleika á að sinna enn
fjölbreyttari framleiðslu.
Um 15 til 25 iðnaðarmenn hafa
unnið að stækkuninni að staðaldri
og fimm arkitekta- og verkfræði-
stofur koma að hönnun hússins. Þá
hefur verið gengið frá kaupum á
öllum tækjabúnaði, en gert er ráð
fyrir að uppsetning á honum taki
um tvo til þrjá mánuði.
Actavis ráðgerir að fjölga starfs-
fólki á næstu mánuðum, meðal
annars í tengslum við stækkun-
ina.
- þeb
Stækkuð lyfjaverksmiðja Actavis opnuð um áramót:
Framleiðslan getur
aukist um helming
ACTAVIS Unnt verður að framleiða um
einn og hálfan milljarð lyfjataflna eftir
stækkun.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is