Fréttablaðið - 04.08.2010, Side 18
18 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Á
hugi neytenda á því hvaðan matvæli eru upprunnin, hvern-
ig vinnslu þeirra var háttað, hvaða efni þau innihalda og
jafnvel hvernig viðskiptahættir voru viðhafðir milli fram-
leiðanda og dreifingaraðila færist stöðugt í vöxt.
Krafa nútímaneytanda er að geta valið vörur og einn-
ig að geta hafnað þeim ekki bara eftir verði þeirra, sem vissulega
skiptir miklu máli, heldur einnig á forsendum þekkingar á vörunni.
Þessi krafa kallar á haldgóðar merkingar á matvælum og raunar
öðrum vörum einnig.
Upplýsingarnar sem kallað er eftir eru margvíslegar. Beðið er um
upprunaland framleiðslu. Við viljum geta valið íslenskt og gerum
kröfu um það að til dæmis grænmeti sé vel merkt. Íslenskir græn-
metisbændur hafa komið vel til móts við þennan áhuga neytenda og
eru farnir að merkja vörur sínar þannig að í mörgum tilvikum eru
upplýsingar um það frá hvaða garðyrkjubýli varningurinn kemur.
Þetta er gott dæmi um það hvernig framleiðendur sem eru stoltir
af vöru sinni koma til móts við vaxandi kröfur neytenda um upp-
lýsingar.
Margir neytendur vilja einnig
fá upplýsingar um það hvort um
er að ræða lífræna ræktun eða
ekki. Þessar upplýsingar skila
sér alla jafna vel enda er fram-
leiðendum lífrænnar vöru í mun
að koma upplýsingunum áleiðis.
Vörum sem eru Fair Trade
merktar hefur fjölgað talsvert í hillunum en með slíkri merkingu er
það staðfest að ræktandi hráefnis hafi fengið sanngjarnt verð fyrir
vöru sína. Upprunalandið skiptir einnig máli. Margir kjósa að kaupa
vörur frá tilteknum löndum, eða sniðganga af ýmsum ástæðum.
Aðrar upplýsingar eru ekki jafnvinsælar. Þetta á til dæmis við
um aukefni í matvælum og upplýsingar um það hvort á ferðinni eru
erfðabreytt matvæli. Þá koma til reglur sem eiga að tryggja að neyt-
andinn fái þessar upplýsingar. Slíkar reglur gilda um aukefnainni-
hald og í öllum Evrópulöndum nema á Íslandi eru einnig reglur um
merkingu á erfðabreyttum matvælum enda er það ekki nema sjálf-
sögð krafa að eiga þess kost að velja hvort erfðabreyttra matvæla sé
neytt eða eða ekki. Þetta gat verður að stoppa í strax.
Það ætti ekki að vera flókið að koma til móts við sjálfsagðar óskir
meðvitaðra neytenda sem snúast um að á umbúðum matvæla megi
finna upplýsingar um hvaðeina er varðar uppruna þeirra; uppruna-
land og jafnvel nánari staðsetningu, upplýsingar um það hvort um
er að ræða lífræna ræktun eða kannski erfðabreytta eða hvort mat-
urinn innihaldi msg.
Einboðið er að þeir framleiðendur sem eru stoltir af sinni vöru,
sem allir framleiðendur sem skila vandaðri vöru á markað hljóta að
vera, fagni því tækifæri að koma sem mestum upplýsingum um vöru
sína á pakkningarnar sér og neytendum til hagsbóta.
Skortur á merkingum hlýtur því að benda til þess að framleiðandi
eða dreifingaraðili hafi eitthvað að fela. Er það svo að framleiðendur
erfðabreyttra matvæla vilji ekki gangast við þeim og ef svo er, hvers
vegna ekki?
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar
er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru saman-
súrraðir blótpistlar um allt milli himins og
jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju
guð forði. Stundum hefur hann í kringum
sig menn sem hneigja sig og brosa við
honum í annars fátæklegri upptökunni.
Undirritaður viðurkennir að hann horfir
næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað
fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð
um þessar mundir.
Undirritaður sá hins vegar í þátt sem
Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír
svartklæddir menn sátu og dáðust að
honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega
að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum,
og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa
vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu!
Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram
að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokk-
ur síðustu aldar og staðfestist það með
þessu mannvali á ráðherrastólum eins og
kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er
ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur köll-
uðu þeir sem komu fram í þættinum sig
frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að
það væri skammaryrði nú til dags. Og það
er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjáls-
hyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er
í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði
Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misser-
um? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að
gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum
hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir
mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkur-
inn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir
hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri
upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að
leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef
frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar
á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálf-
stæðisflokkurinn er stærsti flokkur lands-
ins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir
skömmu birtist enn ein könnunin þar sem
flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt
henni gæti hann myndað ríkisstjórn með
tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja.
Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra ein-
staklinga er meðal flokksmanna í Sjálf-
stæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta
fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það
telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðileg-
an ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að
það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem
kom Íslandi á hnén.
Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að
vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli.
Kannski að hann stýri uppgjörinu?
Sjálfstæðisflokkur geri upp
Frjálshyggja
Svavar
Gestsson
fyrrverandi
formaður Alþýðu-
bandalagsins
Hvað gerðist?
Tíðindi urðu nokkur í gær þegar
Runólfur Ágústsson sagði af sér sem
umboðsmaður skuldara í beinni
útsendingu í Kastljósinu. Aðdragand-
ann þekkja allir, en þeir sem horfðu
á félagsmálaráðherrann fullyrða við
fréttamenn fyrr um morguninn að
kannski hefði verið rétt að
kanna skuldastöðu Run-
ólfs og fjármálaviðskipti
aftur í tímann og sjá hvað
úr yrði, urðu hissa þegar
hann sagði að ráð-
herra hefði beðið
hann að stíga til
hliðar síðar sama
dag. Annað hvort hefur Árni Páll síðar
um daginn fengið upplýsingar sem
gjörbreyttu stöðunni, eða hann hefur
ákveðið að upplýsa fréttamenn ekki
um raunverulegan gang mála.
Stýrði umræðan?
Kannski hefði mátt koma í veg fyrir
allt þetta havarí ef fortíð Runólfs
hefði verið könnuð í þaula áður
en hann var ráðinn. Ef allt er í
himnalagi hefði mátt svara gagn-
rýninni strax í stað þess að bíða
í eina og hálfa viku. Eða
ætluðu menn að sjá hvað
umræðan í samfélaginu
ræki þá til að gera?
Klingende klart
Nú berast fregnir af því að Norðmenn
vilji ekki taka upp viðræður um
Smugudeiluna á ný. Það rifjar upp
ummæli forstjóra Samherja, Þorsteins
Más Baldvinssonar, á tíunda áratug
síðustu aldar þegar deilan stóð hvað
hæst. Hann gaf Norðmönnum ekki
háa einkunn og sagði: „Det er
klingende klart, at vi ser Nord-
men som vores uven!“ Kannski
Þorsteinn hressi upp á norsk
kjarnyrði fyrir næstu deilu.
kolbeinn@frettabladid.is
- Lifið heil
www.lyfja.is
20% afsláttur
af Nicotinell IceMint út ágúst í öllum verslunum Lyfju.
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
®
Meðvitaðir neytendur krefjast haldgóðra
merkinga á vörum.
Hvað, hvaðan og
hvernig?