Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2010 19
Samorka, sem eru samtök orku-og veitufyrirtækja, hafa til
þessa setið hjá í þeim dansi sem
stiginn hefur verið á hinum pól-
itíska vettvangi að undanförnu
varðandi kaup hins kanadíska
fyrirtækis Magma á hlut í HS-
orku, í gegnum sænskt dótturfé-
lag. HS-orka, Orkuveita Reykja-
víkur og önnur þau orkufyrirtæki
sem eru aðilar að Magmaumræð-
unni eru öll aðilar að Samorku og
því eðlilegt að Samorka láti sig
málið varða. Starfssemi Samorku
felst meðal annars í því að tryggja
að félagar innan samtakanna
starfi samkvæmt þeim lögum og
reglum og því starfsumhverfi sem
fyrirtækjunum er búið á hverjum
tíma. Stjórnvöld og Samorka hafa
átt farsælt samstarf í áranna rás
varðandi umbætur á rekstrarum-
hverfi þessa mikilvæga mála-
flokks innan samfélags okkar. Því
skal fullyrt að aðildarfélagar sam-
takanna hafa lagt metnað sinn í
að starfa samkvæmt þeim lögum
sem í gildi hafa verið á hverjum
tíma og ekki stundað nokkur und-
anskot hvað það varðar.
Farið að lögum
Því er það mjög óþægilegt, svo
ekki sé fastar kveðið að orði, að
verða vitni að því hvernig rætt
er um orkufyrirtækin sem koma
að Magmamálinu og þeim núið
um nasir lögbrotum og óeðlileg-
um starfsháttum. Innan samtak-
anna sjá menn ekki annað en að
við sölu á hlutum í HS Orku hf.
hafi verið farið eftir þeim lögum
sem gilda um mál af þessu tagi.
Ef lögin eru gölluð eða samrýmast
ekki þjóðarvilja þá er það löggjaf-
ans að breyta lögunum. Þó skal
haft í huga að slíkar lagabreyting-
ar má ekki gera eftir dagspöntun-
um þegar einstökum þegnum eða
þingmönnum finnast lögin ósann-
gjörn og umræða um afturvirk lög
á aldrei rétt á sér.
Í Magmamálinu hafa allar stað-
reyndir legið fyrir í marga mán-
uði og lagaramminn hefur verið
fyrir hendi. Aðdragandinn er líka
það langur og ferlið allt á þann veg
að stjórnvöld hafa haft fulla vitn-
eskju um málsatvik og því oft haft
tækifæri til að koma þar að, annað
hvort sem kaupendur eða með því
að breyta lögum í tæka tíð.
Auðlindin áfram í opinberri eigu
Margsinnis hefur komið fram að
hér er ekki verið að selja auð-
lind. Hér er um að ræða að leigja
aðgang til nýtingar á auðlind um
ákveðinn tíma. Auðlindin verður
áfram í eigu opinberra aðila sem
njóta munu afraksturs af þeirri
eign auk þess sem nýtingin er
undir ströngu eftirliti Orkustofn-
unar. Einu gildir í raun í þessu
sambandi hvort orkuframleiðand-
inn er í opinberri eigu, innlendur
eða erlendur. Ríkið setur laga-
rammann og ríkið stýrir nýting-
unni í raun, til dæmis í gegnum
virkjunarleyfisskilmála hverju
sinni.
Bent hefur verið á að æski-
legt hefði verið að innlendir aðil-
ar hefðu keypt hluti í HS-orku og
hafa lífeyrissjóðir landsmanna
verið nefndir. Víst er um að lífeyr-
issjóðirnir skoðuðu málið vand-
lega en féllu frá hugmyndinni. Við
getum velt fyrir okkur ástæðun-
um, en skyldi ástæðan vera sú
að arðurinn af rekstri orkufyrir-
tækja sé ekki slík auðsuppspretta
sem stundum er látið í veðri vaka?
Eitt er víst að ef ætlunin er að
nýta orkuauðlindirnar til fram-
fara fyrir borgara þessa lands, þá
þarf að virkja þær. Orkulind skap-
ar ekki arð og atvinnu nema hún
sé virkjuð. Til að virkja orkuauð-
lindir þarf fjármagn sem tæpast
er tiltækt hjá ríkissjóði eða öðrum
innlendum aðilum og því er erlent
fjármagn nauðsynlegt. Nú hefur
erlendur aðili, sem sérhæfir sig á
þessu sviði, gefið sig fram og er
tilbúinn til að taka þátt í uppbygg-
ingunni, samkvæmt íslenskum
lögum, og taka áhættuna sem því
fylgir. Þeim mun undarlegra er að
þegar svo er komið skulu nokkrir
alþingismenn og jafnvel ráðherr-
ar gera því skóna að æskilegt og
jafnvel nauðsynlegt sé að stöðva
þetta ferli.
Áhrif á orðspor Íslands
Það er ef til vill ekki í verkahring
samtaka á borð við Samorku að
segja stjórnvöldum fyrir verkum
en með hliðsjón af því góða sam-
starfi sem ávallt hefur ríkt milli
þessara aðila, þá er ekki óeðlilegt
að samtökin vari við afleiðing-
unum þess að grípa til óyndis-
úrræða. Síkur gjörningur hefur
ekki bara áhrif á þetta ákveðna
kanadíska fyrirtæki, heldur mun
þetta hafa áhrif á orðspor okkar
sem ekki er of gott fyrir. Aðrir
erlendir aðilar sem kunna að vera
tilbúnir til að fjárfesta í íslensku
atvinnulífi í framtíðinni munu
hugsa sinn gang ef farið verður
offari af hálfu stjórnvalda í þessu
máli.
Magmahringekjan
Magmamálið
Franz
Árnason
Formaður Samorku
Innan samtakanna sjá menn ekki ann-
að en að við sölu á hlutum í HS Orku
hf. hafi verið farið eftir þeim lögum
sem gilda um mál af þessu tagi.
Ef einhver skyldi halda að maður þyrfti að fara í bíó eða
á vídeóleigu til að ná sér í hroll-
vekju þá vil ég benda hinum sama
á að kveikja bara á fréttunum.
Þar eru allar þær hrollvekjur sem
maður þarf og meira til. Um dag-
inn heyrði ég t.d. að nú stæði til
að byggja þrjú eða fjögur glæsi-
hótel í Reykjavík og bæta þar með
við fleiri hundruð herbergjum.
Reyndar var tekið fram í fréttinni
að töluvert vantaði upp á að þau
herbergi sem þegar eru í boði séu
fullnýtt. Ég fékk léttan hroll og sá
fyrir mér glerhallirnar rísa eina
af annarri. Verst þótti mér þó að
heyra að ein þessara bygginga ætti
að rísa í gamla slippnum í Reykja-
vík. Í „góðærinu“ fóru menn langt
með að eyðileggja slippinn og nú
skal rísa þar hótel, í sönnum 2007
stíl ef ég þekki arkitekta og bygg-
ingaverktaka þessa lands rétt.
Ég hef komið í gömlu verbúðirn-
ar við hliðina á slippnum nokkrum
sinnum í sumar. Búið er að glæða
þær lífi á einfaldan og skemmti-
legan hátt sem minnir helst á eitt-
hvað sem maður hefur til þessa
aðeins séð í útlöndum en er greini-
lega líka hægt að gera hér á landi.
Það þarf kannski ekki endilega að
reisa glerhöll með skútulægi og
þyrlupalli. Enda virðast þessi þrjú
gömlu verbúðarhús draga að sér
einkar fjölbreytt mannlíf.
Sem ég sat þarna og drakk frá-
bært kaffið á Kaffi Haítí fékk
ég hugmynd sem mig langar að
gauka að borgarstjórnarfólki. Af
því að nú á allt að vera svo fynd-
ið og frábært og lífið svo fallegt
og skemmtilegt, hvernig væri þá
að slaufa þessari hótelhugmynd.
Reisa í staðinn svona fimm til tíu
verbúðir í stíl við þær þrjár sem
eru þarna fyrir. Láta þær teygja
sig áfram inn á það svæði í slippn-
um sem laust er. Leigja svo út
plássið á viðráðanlegu verði til
listafólks, listiðnaðar, handverk-
stæða af ýmsu tagi, smábúða,
kaffihúsa, matstaða. Allt sem
nöfnum tjáir að nefna gæti feng-
ið þar inni svo fremi það hafi
aðdráttarafl og fullnægi kröfunni
um skemmtilegheit. Ég er klár á
því að slíku framtaki mundi fylgja
iðandi mannlíf allt árið um kring
og auðvitað sérstaklega á sumrin.
Erlendir sem innlendir ferðamenn
mundu hópast þangað og borgar-
búar sömuleiðis. Þetta hefði líka
þann augljósa kost að forða okkur
frá þeim grimmu örlögum að fá
yfir okkur enn eina glerhöllina
og það á einum viðkvæmasta stað
borgarinnar. Þetta er svæði sem
ber að vernda og þar á að lofa
andblæ og stíl liðins tíma að njóta
sín.
Ég skora á besta fólkið og félaga
að skoða þessa hugmynd í fullri
alvöru. Eitt af því sem það talaði
um fyrir kosningarnar var að það
þyrfti að gera hlutina öðru vísi.
Allt sem nöfnum tjáir að nefna
Skipulagsmál
Ingólfur
Steinsson
Ritstjóri og
tónlistarmaður
Opið: Má. - Fö. 12 - 18
Lau. 11 - 15
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Vönduð húsgögn fyrir pallinn, svalirnar eða sólstofuna.
Útsalan er hafi n!
Pisa sett: Borð 170x100 m/gráu
gleri, 4 stólar m/gráu áklæði
verð áður kr. 139.500,- verð nú kr.
83.700,- m/40% afsl.
Allt að
50%
afsláttur!
Hyatt sólbekkur, sterk álgrind m/svörtu
textilene áklæði, stillanlegt bak. verð áður kr.
55.350,- verð nú kr. 27.675,- m/50% afsl.
Knut sófi , hliðarborð fylgir
Verð áður kr. 198,500,-
nú kr. 139,000,- m/30% afsl.
Sótthreinsandi virkni sem
drepur 99.9% af bakteríum
og vírusum meðal annars
svínaflensu H1N1 vírusinn.
Tea Tree ilmur
nýtt
REYKJANESBÆ SELFOSSI
HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK
VORTILBOÐ
FULLT VERÐ 12.995
9.995
Tea Tree
hylki fylgir
frítt með!
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU