Fréttablaðið - 04.08.2010, Qupperneq 24
„Við byrjuðum að leggja braut-
ina á mánudaginn í síðustu viku
og það gengur bara rosalega vel,“
segir Ormur Arnarson sem undir-
býr opnun fyrsta fjallahjólreiða-
vangs Íslands á skíðasvæðinu í
Skálafelli. Hjólreiðavangurinn
verður formlega opnaður á sunnu-
daginn.
„Þetta er tilraunaverkefni af
hálfu ÍTR og borgarinnar en ef
þetta gengur vel geri ég ráð fyrir
að það verði haldið áfram að bæta
við aðstöðuna,“ segir Ormur en
ein braut hefur verið gerð sem er
hátt í þrír kíló-
metrar að lengd
með 350 metra
fallhæð.
„Hugmyndin
er að gera
Skálafellið að
hjólamiðstöð,“
segir Ormur og
bætir við að lag-
færa eigi gamla
stíga og leiðir
sem þegar séu
til á svæðinu í
kring. „Opnun brunbrautarinn-
ar er fyrsti liðurinn í þessu verk-
efni. Við reynum að hafa brautina
þannig að hún henti sem flestum.
Við gerum ráð fyrir að menn með
mismunandi hæfileika eða tækni
geti farið þarna niður og þar sem
eru erfiðari staðir verður alls
staðar hægt að sveigja fram hjá
þeim.“
Að sögn Orms er töluvert um
svokallaða hjólreiðavanga erlend-
is. „Þetta eru hjólreiðavangar sem
eru sérhannaðir fyrir fjallahjól.
Oft er þetta á skíðasvæðunum því
skíðalyfturnar standa óhreyfðar
yfir sumartímann. Hugmyndin
er að nota þennan útbúnað og fara
með hjólreiðamenn upp á topp og
leyfa þeim svo að renna sér niður
fjallið á þar til gerðum brautum.“
Eru margir sem munu nýta
sér þessa braut? „Ég held að það
sé alveg lygilega stór hópur sem
er í fjallahjólreiðum. Hjólreið-
ar eru alltaf að aukast,“ útskýrir
Ormur og heldur áfram: „Og þegar
aðstaða er til staðar þá fer fólk
af stað til að nýta sér hana. Góð
aðstaða hvetur til hjólreiða.“
Ormur segir hjólreiðavanginn
góða viðbót við ferðaþjónustu í
nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
„Allt í einu er kominn grundvöll-
ur fyrir hjólaleigur og hjólaferð-
ir með leiðsögn eða að menn bara
fari í fjallið og leiki sér þar.“
Dagspassi í lyfturnar mun vera
á svipuðu verði og í skíðalyftur
yfir vetrartímann. Nánari upp-
lýsingar má finna á www.tinyurl.
com/skalafell. martaf@frettabladid.is
Lygilega stór hjólahópur
Skref í þá átt að gera Skálafell að hjólreiðamiðstöð verður stigið um næstu helgi þegar þar verður opnuð
þriggja kílómetra fjallahjólreiðabraut á fyrsta hjólreiðavangi Íslands. Brautarlagningin hófst í síðustu viku.
Hönnuður brautarinnar, Magne Kvam, stýrir gerð brautarinnar í Skálafelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ormur segir allt í einu kominn grundvöll fyrir hjólaleigur og hjólaferðir með leiðsögn
í nágrenni Reykjavíkur.
Ormur segir
hugmyndina þá að
gera Skálafell að
hjólamiðstöð.
Sara Riel myndlistarmaður mun annað kvöld
svipta hulunni af huldum listaverkum í borginni í
göngu sem helguð er „urban art“ eða götulist.
Í skúmaskotum borgarinnar leynast listaverk af
ýmsum toga. Myndlistarmaðurinn Sara Riel, sem
hefur verið áberandi fulltrúi götulistar í Reykja-
vík, leiðir annað kvöld göngu sem helguð er götu-
listinni.
Sara mun segja gestum frá þróun listgreinarinnar
og þeim áhrifum sem hún hefur haft meðal annars á
menningu ungs fólks og grafíska hönnun.
Sara býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist
úr Kunsthochschule Berlin-Weissensee árið 2006.
Hún hefur verið virk í sýningarhaldi, bæði í hvít-
um kössum sem og á götum ýmissa borga víða um
heim. Verk Söru eiga sér rætur í og vísa til götu-
listar, popplistar, teiknimyndahefðar, hugmynda-og
minimalisma auk (grafískrar) hönnunar.
Gangan hefst klukkan 20 á morgun við Hjartatorg
milli Hverfisgötu, Klapparstígs og Laugavegar og
tekur um klukkustund. Ef tími vinnst til verður kíkt
inn á klúbba og bari, þangað sem götulistin hefur
teygt anga sína.
Listaverk í skúmaskotum
Götulistin getur oft verið áhrifamikil og dramatísk.
FIMMVÖRÐUHÁLS er vinsæl
gönguleið. Búið er að
merkja nýja gönguleið í
gegnum eldstöðvarnar. www.utivist.is.
Lín Design - gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 - Sími 533 2220 - www.lindesign.is
ÚTSALAN ER HAFIN
10-50% afsláttur
Útsalan er einnig í vefverslun
www.lindesign.is
3000 kr.
DAGUR Í FLASH
• Kjólar
• Gallakvartbuxur
• Gallabuxur
• Mussur
• Toppar
• Skyrtur
• Og margt fl eira
FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447