Fréttablaðið - 04.08.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 04.08.2010, Síða 34
30 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Íslenski Dansflokkurinn hefur staðið fyrir sérstök- um Strákanámskeiðum síðustu fimm ár. Á nám- skeiðunum kynna dansarar frá flokknum nútíma- dans fyrir unglingsstrákum. Námskeiðin hafa vakið mikla lukku meðal unglingspilta hér á landi og nú hefur flokkurinn ákveðið að fara í útrás með nám- skeiðin. Peter Anderson hefur stýrt námskeiðunum fyrir hönd Dansflokksins undanfarin ár og heldur hann nú út fyrir landssteinana til að kenna unglingspilt- um í Svíþjóð og Póllandi grunninn að nútímadansi. „Undanfarið ár hef ég ferðast nokkrum sinnum til norðurhluta Svíþjóðar til að kenna dans. Ég heim- sótti einnig Pólland í júní í sömu erindagjörðum,“ segir Peter og bætir við að piltunum þyki yfirleitt gaman að takast á við ný og krefjandi verkefni. „Margir hafa ekki hugmynd um út á hvað nám- skeiðið gengur en kjósa hreyfinguna fram yfir það að sitja inni í kennslustofu. Flestir skemmta sér vel, þó það fari auðvitað mikið eftir stemningunni í hópnum, og strákarnir verða afskaplega stoltir þegar þeir fara fram úr eigin væntingum.“ Peter hættir að kenna námskeiðið í lok sumars til að geta einbeitt sér að námi sínu í listum og kennslufræði. „ÍD mun taka við námskeiðinu og halda áfram að þróa það og efla.“ -sm Kennir sænskum piltum dans KENNIR DANS Peter Anderson kennir unglingspiltum í Svíþjóð og Póllandi nútímadans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > NÝ PLATA Í OKTÓBER Samkvæmt vefsíðunni DirectCurrent- Music.com er ný plata frá hljóm- sveitinni Kings of Leon vænt- anleg 19. október. Hljómsveit- in hefur ekki staðfest það, en söngvarinn Caleb Followill lét nýlega hafa eftir sér að hann myndi flytja alla nýju plötuna á tónleikum ef útgáfufyrirtæk- ið leyfði honum það. Rokkaradóttirin Peaches Geldof og Íslandsvinurinn og leikstjórinn Eli Roth hafa ákveðið að ganga í það heilaga í haust. Hún er sérstaklega þekkt fyrir að vera dóttir tónlistar- mannsins Bob Geldof en Roth hefur gert myndir á borð við Inglorious Basterds. Parið hefur verið saman í fjóra mánuði en það er 17 ára ald- ursmunur á skötuhjúunum. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs verður þetta í annað sinn sem Geld- of gengur upp að altarinu en fyrir tveimur árum giftist hún rokkar- anum Max Drummey við leynilega athöfn í Las Vegas. Faðir henn- ar var mjög á móti þeimráðahag. Hjónabandið entist í 189 daga. Bob Geldof mun vera sáttari við leikstjórann Eli Roth en dóttirin þorir samt sem áður ekki að segja honum frá fyrirhuguðum brúð- kaupsplönum. Brúðkaupið á að vera að gyðingasið og eiga sé stað á þaki byggingar í New York. Peaches þorir ekki að segja pabba Í HJÓNABAND Peaches Geldof og Eli Roth ætla að ganga í það heilaga á næstunni en þau hafa verið par síðan í mars á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sá orðrómur er á sveimi að fyrir- sætan Miranda Kerr og leikarinn Orlando Bloom eigi von á barni. Parið, sem gifti sig á laun fyrir stuttu síðan, hefur þó ekki stað- fest þessar fregnir en vinnufélagi Kerr fullyrti þetta við fjölmiðla vestanhafs. Jessica White fyrir- sæta sagði að Kerr væri ólétt og að nýgiftu hjónin væru í skýjun- um yfir fréttunum. Einnig hefur hótelstarfsmaður á karabísku eyjunni Anquilla, þar sem parið eyddi hveitibrauðsdögunum, sagt að Bloom hafi alltaf verið að afsaka hvað eiginkona sín væri pirruð á meðan á dvöl þeirra stóð. Kerr mun hafa verið óvenju niðurdregin og því hafi leikar- inn fundið sig knúinn til að segja starfsfólkinu að Kerr liði ekki vel því hún væri ólétt. Ólétt fyrirsæta VÆNTANLEGIR FORELDRAR Nýgiftu hjónin Orlando Bloom og Miranda Kerr eiga von á barni samkvæmt erlendum fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Strandvarðagellan fyrr- verandi, Pamela Ander- son, hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfir- gefnir í kjölfar olíu- lekans við Mexíkóflóa. Anderson er heiðurs- formaður dýravernd- unarsamtakanna PETA og komst í mikið uppnám þegar hún frétti af því að fimm- tíu hundar hefðu verið yfirgefn- ir eftir lekann. Hún ákvað að ættleiða tvo þeirra en synir hennar Brand- on og Dylan vildu ættleiða alla fimmtíu. „Fólk hefur ekki efni á að kaupa mat handa fjöl- skyldum sínum og þess vegna eru gæludýrin skilin út undan,“ sagði hún. Hundarnir tveir hafa verið nefndir í höfuðið á leikkonunum Ginu Lollobrigidu og Brigitte Bardot, sem eru í miklum metum hjá Anderson. Ættleiðir tvo hunda PAMELA ANDERSON Leikkonan hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir vegna olíkulekans við Mexíkóflóa. „Singalong“-sýningin Mario Bros verður sett upp um miðjan ágúst af danshópn- um Dans á rósum. Hér er um að ræða sýningu þar sem gestir eru hitaðir upp fyrir sýningu til að taka þátt í völdum atriðum. „Þetta er mesta geðveiki í heim- inum. Ég er að leika, syngja og dansa og ég hef aldrei gert neitt af þessu áður. Sem betur fer er ég með mjög liprar hreyfingar, tæra söngrödd og þá er ég að tala um að ég næ hinum hreina tóni. Svo er ég náttúrulega svaðalegur leikari,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekkur sem Dóri DNA. Dóri leikur aðalhlutverkið í sýningu listhópsins Dans á rósum sem setur upp sýninguna Mario Bros í ágúst í leikstjórn Írisar Stefaníu Skúladóttur. Mario Bros, sem byggt er á tölvuleiknum Super Mario Bros, er svokallað „singa- long“-gamanleikhús og verður sýnt á Norðurpólnum á sviðslista- hátíðinni artFart 2010 um miðjan ágúst. Verkið hefst þegar Mario vakn- ar og uppgötvar að búið er að ræna prinsessunni hans enn og aftur. Hann biður bróður sinn Luigi um aðstoð við að finna prinsessuna og tjá þeir bræður baráttu sína með dansi og söng. Hugmynda- smíð eiga Íris Stefanía Skúladótt- ir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Rósa Rún Aðalsteinsdóttir, en hún sér einnig um að semja dansana. Auk Dóra eru þátttakendur í sýn- ingunni Saga Garðarsdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Axel Diego, Sindri Steinn Diego, Jóakim Mey- vant Kvaran, Arndís Benedikts- dóttir og Særós Mist Hrannar- dóttir. Þess má geta að hér er um að ræða sirkusþjálfað fólk og er Sindri Diego núverandi Íslands- meistari í fimleikum. „Ég leikstýrði verki í Norð- urpólnum í vor og ég þekki Írisi síðan í MH. Hún hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þátt í öðruvísi dansleikhúsi. Það vildi svo skemmtilega til að ég var að flytja til Þýskalands í haust og ætlaði í raun að slaka á í sumar þannig að það var tilvalið að koma þarna inn,“ segir Dóri. Formið á sýningunni er nýtt að því leytinu til að áhorfendur verða hitaðir upp fyrir sýningu og verða við öllu búnir þegar haldið er inn í salinn þar sem fjörið tekur við. Tónlist verksins er frumsamin að hluta en einnig er hún byggð á tón- listinni úr tölvuleiknum sjálfum. „Tónlistin er melódísk en notast er við þessi Mario Bros-hljóð úr tölvuleiknum. Halldór [Eldjárn] er slíkur meistari drengurinn og ég sem svo einn eða tvo texta með. Þetta kemur ofsalega vel út,“ segir Dóri. Á dagskrá eru einungis þrjár sýningar, 12., 13. og 15. ágúst en Dóri hefur fulla trú á því að meira verði úr sýningunni. „Þetta verða þessar þrjár sýningar nema þetta verði ógeðslega vinsælt þá sýnum við þetta áfram. Ég held þetta verði Broadwayklassík,“ segir Dóri að lokum. linda@frettabladid.is Dóri DNA leikur Mario í leit að týndu prinsessunni Fyrsti myndhlutinn af fimm úr kvik- myndinni Draumurinn um veginn, sem fjallar um 800 km pílagrímsgöngu skáldsins Thors Vilhjálmssonar til Sant- iago de Compostela á Spáni, var frum- sýndur í Santiago-borg á dögunum við mjög góðar undirtektir. „Skipuleggjandinn hjá Santiago-kvik- myndamiðstöðinni, Dimas Gonzáles, sagði að sýningin hefði verið „success“ og gat þess að fjöldi manns hefði komið að máli við sig eftir sýningu til að lýsa yfir ánægju sinni og forvitnast um næstu myndhluta,“ segir Erlendur Sveinsson, leikstjóri myndarinnar. „Við Thor gátum ekki verið viðstaddir og því flutti Dimas ávarp fyrir okkar hönd í upphafi sýning- ar.“ Erlendur ræddi einnig við annan mann, Englendinginn David Francis, sem kemur við sögu í myndinni og hann var gríðarlega sáttur við frumsýninguna. „Hann sagðist hafa gleymt að segja mér frá því að hann starfaði sem pródúsent á BBC í 20 ár við að framleiða alls konar heimildarmyndir. Hann naut þess að horfa í 106 mínútur og vildi hefja mynd- ina á stall sem eitt af því albesta sem hann hefði séð.“ Þessi fyrsti myndhluti af Drauminum um veginn heitir Inngangan og fjallar um inngönguna í heim fólksins sem gengur eftir pílagrímsveginum í leit að sjálfu sér. Erlendur vonast til að sýna myndina hér á landi í haust og vonast einnig til að sýna hina myndhlutana erlendis síðar meir. Hann er þegar búinn að gera enska útgáfu af fyrsta hlutanum og vonast til að koma henni að á kvikmyndahátíðum erlendis. - fb Draumurinn vakti lukku í Santiago VEL HEPPNUÐ FRUMSÝNING Leikstjórinn Erlend- ur Sveinsson ásamt skáldinu Thor Vilhjálmssyni. Frumsýningin í Santiago heppnaðist sérlega vel. MARIO BROS Dóri DNA fer með hlutverk Marios í söngleik sem byggður er á tölvuleiknum Super Mario Bros.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.