Fréttablaðið - 04.08.2010, Side 38
34 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
SÍMI 564 0000
L
L
L
16
L
L
12
L
SÍMI 462 3500
L
16
12
THE KARATE KID kl. 5.30 - 8 - 10.30
PREDATORS kl. 10
KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8
SÍMI 530 1919
L
L
L
16
12
LJÓTI ANDARUNGINN OG ÉG kl. 6
THE KARATE KID kl. 6.30 - 8 - 9 .30
BABIES kl. 6 - 8
PREDATORS kl. 10
KILLERS kl. 5.45 - 8 - 10.15
.com/smarabio
Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um
Kung Fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins!
Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í
Bandaríkjunum og fór beint á toppinn.
NÝTT Í BÍÓ!
Stórskemmtilega teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku tali.
Myndin er byggð
á hinu sígilda ævintýri
um ljóta andarungann.
LJÓTI ANDARUNGINN OG ÉG kl. 4 - 6
KARATE KID kl. 5.10 - 8 - 10.50
KARATE KID LÚXUS kl. 5.10 - 8 - 10.50
PREDATORS kl. 8 - 10.20
SHREK 4 3D 3D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45
SHREK 4 2D ÍSL TAL kl. 3.30
KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10.30
GROWN UPS kl. 5.40 - 8 - 10
ÁLFABAKKA KRINGLUNNI
AKUREYRI
SELFOSSI
FRÁBÆR MYND Í ANDA MATRIX OG JAMES BOND
roger ebert
rolling stones
box office magazine
kvikmyndir.is
ÞRIÐJA
BESTA MYND
ALLRA TÍMA
-SKV. IMDB.COM
I T ’ S T H E C O O L E S T J O B E V E R .
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR
PIRATES OF THE CARIBBEAN OG
NATIONAL TRESURE
MYNDIRNAR. KEMUR EIN BESTA
ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS
SORCERER´S APPRENTICE kl. 1- 3:20 -5:40 -8 -10:20
THE SORCERER´S APPRENTICE kl. 8 - 10:20
INCEPTION kl. 4 - 7 - 8 - 10 - 11
INCEPTION kl. 2 - 5
SHREK 3D M/ ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50
SHREK ísl. Tali Sýnd á morgun kl. 1:30 - 3:40 - 5:50
SHREK FOREVER AFTER M/ ensku Tali kl. 10:50
LEIKFANGASAGA 3 ísl. Tali kl. 1:30 - 1:50 - 3:40 -5:50
SEX AND THE CITY 2 kl. 8
SORCERER´S APPRENTICE 3:20 - 5:40 -8 -10:30 - 11
INCEPTION kl. 8 - 10:20
SHREK SÆLL ALLA DAGA 3D M/ ísl. Tali kl. 3:40
SHREK FOREVER AFTER 3D M/ ensku Tali kl. 5:50
LEIKFANGASAGA 3 3D M/ ísl. Tali kl. 3:20
TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 5:40
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8
THE SORCERER’S APPRENTICE kl. 8 - 10:20
SHREK SÆLL ALLA DAGA 3D ísl tal kl. 6
LEIKFANGASAGA 3 ísl tal kl. 6
INCEPTION kl. 8 - 11
THE SORCERER´S APPRENTICE kl. 8 - 10:20
PREDATORS kl. 8 - 10:20
7
7
7
7
16
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
12
12
12
12
12
- bara lúxus
Sími: 553 2075
22 BULLETS 5.45, 8 og 10.15 16
LJÓTI ANDARUNGINN OG ÉG 4 - ISLENSKT TAL L
THE KARATE KID 5 og 8 12
SHREK 4 SÆLL ALLA DAGA 3D 4 og 6 - ÍSLENSKT TAL L
KNIGHT AND DAY 8 og 10.15 12
Tónlist ★★★★
Búum til börn
Moses Hightower
Þó að hljómsveitin Moses
Hightower hafi verið stofnuð
fyrir þremur árum hefur frek-
ar lítið farið fyrir henni fyrr en
nú og Búum til börn er hennar
fyrsta plata. Meðlimirnir hafa
samt fengist við tónlist í mörg ár,
eins heyrist á plötunni. Söngvar-
inn og hljómborðsleikarinn Stein-
grímur Karl Teague var meðlimur
í þeirri fínu sveit Ókind og saman
hafa meðlimir Moses Hightower
spilað með söngkonunni Bryndísi
Jakobsdóttur bæði hérlendis og
erlendis.
Tónlist Moses Hightower kveikti
á tveimur tengingum hjá mér
strax og ég heyrði hana. Annars
vegar er mjög sterk tenging yfir í
grúví sálartónlist áttunda áratug-
arins. Og hins vegar minna text-
ar og söngur stundum á gamlalt
íslenskt gæðapopp, t.d. Melchior
eða jafnvel Spilverkið. Úr þessu
búa meðlimir Moses Hightower
til blöndu sem er bæði sérstök
og sannfærandi. Öðruvísi en allt
annað í íslenskri tónlist.
Þetta er ofursvöl tónlist. Hún
er hæggeng, en full af tilþrifum
og tilfinningu. Fyrir utan fjór-
menningana í hljómsveitinni koma
margir góðir gestir við sögu. Eins
og hæfir í svona tónlist þá er fullt
af blásurum (trompet, básúna, sax-
ófónn og flügelhorn fá að hljóma),
en líka slagverks- og strengjaleik-
arar. Þá eru bakraddirnar ekk-
ert slor, en um þær sjá fyrrnefnd
Bryndís, Sigríður Thorlacius og
Ragnheiður Gröndal.
Bæði laga og textasmíðar Moses
Hightower eru yfir meðallagi. Það
er erfitt að taka út einhver lög, en
titillagið, 101 ósómi, Vandratað,
Bílalest út út bænum og Bankabók-
arblús eru öll afbragð og afgang-
urinn litlu síðri. Textarnir, sem
söngvararnir tveir Steingrímur
og Andri Ólafsson semja, eru frá-
bærir. Hnyttilega samdir og bæði
skemmtilega hversdagslegir og
uppörvandi. Hvað gæti verið betra
fyrir aðkreppta þjóð en að heyra
lög sem heita Búum til börn eða
Alltígóðulagi? Það er alltaf gaman
að fá alvöru texta á íslensku.
Öll vinna og frágangur á Búum
til börn er til fyrirmyndar. Útsetn-
ingar og hljómur eru pottþétt og
umbúðirnar smekklegar.
Á heildina litið er þetta ein af
betri plötum ársins. Íslendingum
hefur fram að þessu ekki gengið
sérstaklega vel að búa til sálar-
tónlist, en Moses Hightower hefur
fundið leið til þess og hún virkar.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Fín lög, flottur flutningur
og framúrskarandi textar einkenna
þessa fyrstu plötu Moses Hightower.
Svöl íslensk sálartónlist
BÚUM TIL BÖRN Fyrsta plata Moses
Hightower nefnist Búum til börn.
Samkvæmt slúðurblöðum vest-
anhafs eru leikkonan Kate Hud-
son og söngvarinn Matt Bellamy
um það bil að taka næsta skref í
sambandinu. Parið hefur verið á
milli tannanna á fólki eftir að þau
opinberuðu samband sitt nýlega
en hafa lýst því yfir hversu ham-
ingjusöm þau séu. Nú hafa þau
tekið enn eitt skrefið og eru að
leita sér að íbúð til að kaupa
saman.
„Þau eru mjög ástfangin, þau
bara smella saman. Hudson átti
íbúð í borginni í fimm ár en hún
vill finna aðra stærri, þannig að
Bellamy stakk upp á því að þau
rugluðu saman reitum. Kate vill
stúdíó fyrir Bellamy og leikher-
bergi fyrir son sinn, Ryder,“ sagði
heimildarmaður.
Kaupa saman íbúð
TAKA STÓRT SKREF Í SAMBANDINU
Hudson og Bellamy leita nú að íbúð til
að kaupa saman.
Rokkarinn Eddie Vedder úr
hljómsveitinni Pearl Jam hefur
samið lag fyrir nýjustu kvik-
mynd Juliu
Roberts, Eat
Pray Love.
Lagið nefnist
Better Days og
verður gefið út
sem smáskífa
í lok septem-
ber. Á plötu sem
kemur út með
lögum úr mynd-
inni er einnig The Long Road
með Vedder og Nusrat Fateh Ali
Khan. Lagið var áður í mynd-
inni Dead Man Walking eftir
Sean Penn sem kom út árið 1996.
Önnur eldri lög í Eat Pray Love
eru Heart of Gold og Harvest
Moon eftir Neil Young og Got To
Give It Up (Part 1) eftir Marvin
Gaye.
Samdi lag
í kvikmynd
EDDIE VEDDER
Batman-nördar um allan heim
myndu örugglega fagna ef
Kattarkonan yrði í næstu mynd
um hetjuna. Nú gengur sá orðr-
ómur um netheima að búið sé að
skrifa hana inn í næstu mynd.
Nördasíðan GeekTyrant.com varpaði
sprengju inn í umræðuna um væntan-
lega kvikmynd Christophers Nolan um
Batman í gær. Samkvæmt heimildum
vefsíðunnar hefur persóna að nafni Sel-
ina Kyle verið skrifuð inn í myndina.
Þeir sem þekkja myndasögurnar um
Batman vita að þetta er nafn konunnar
sem síðar varð hin kynþokkafulla Katt-
arkona. Halle Berry túlkaði Kattarkon-
una síðast í mynd frá árinu 2004 sem
þótti ekki góð.
Næsta Batman-mynd verður sú þriðja
í röðinni frá Nolan, sem hefur tekist
að færa myndirnar um hetjuna upp á
hærra plan. Talið er að The Riddler
snúi aftur sem vondi karlinn í næstu
mynd og Batman-nördarnir á vefsíð-
unni GeekTyrant telja kjörið að aðal-
kvenpersónan verði Kattarkonan víð-
fræga.
„Við lítum á þetta sem orðróm í dag,
en þetta er skemmtilegt umræðuefni,“
segir fréttaritari GeekTyran. „Ég sé
fyrir mér að Nolan myndi nota Kattar-
konuna í myndinni og ég held að aðdá-
endurnir hafi ekkert á móti því að fá
nýja og kynþokkafulla Kattarkonu.“
Kattarkonan í næstu mynd
um Leðurblökumanninn?
NÝ KATTARKONA
Halle Berry fór síðast með
hlutverk Kattarkonunnar,
en nafn hennar hefur ekki
komið upp í umræðum
um nýju Batman-myndina.
Hér sést Berry í klóm fjalla-
ljónynjunnar Sharon Stone
í Catwoman, sem þótti
afar misheppnuð mynd.