Fréttablaðið - 04.08.2010, Síða 40
36 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Eyjamenn hafa á einu ári farið frá
því að vera botnlið Pepsi-deildar karla í að
vera með þriggja stiga forskot á toppnum.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, er
búinn að gera frábæra hluti með liðið, hann
hefur fengið hárréttu útlendingana út í Eyjar
en lykilatriðið var þó að kalla markahetjuna
Tryggva Guðmundsson aftur heim.
Tölfræðin segir vissulega sína sögu. Eftir
13. umferðina 20. júlí 2009 var ÍBV-liðið í 11.
sæti (12. sæti eftir 12. umferð) með 3 sigra
og 11 stig alls eða ellefu sætum neðar en FH-
liðið sem var með 11 sigra og 34 stig. Eftir
13. umferð 26. júlí 2010 sitja Eyjamenn hins
vegar á toppnum, búnir að vinna 9 leiki og
með 29 stig. ÍBV er nú 7 stigum og 3 sigrum
á undan Íslandsmeisturunum úr FH. Eyja-
menn eru þannig búnir að vinna sex leikjum
meira en á sama tíma í fyrra þegar þeir voru
án Tryggva. FH-ingar hafa unnið fimm leikj-
um færra í ár en í fyrra þegar þeir voru með
Tryggva innanborðs.
Spilar best undir pressu
„Það sem Tryggvi gefur strákunum mínum
og liðinu mínu er að hann höndlar athygl-
ina og honum líður best í athygli. Ég hef oft
tekið eftir þessu í sumar. Hvort sem athyglin
er jákvæð eða neikvæð þá virðist hann spila
best undir pressu og þegar hann fær athygli.
Hann tekur því pressuna af peyjunum mínum
sem eru ekkert vanir að vera í toppbaráttu
eða í mikilli umfjöllun,“ segir Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV, um áhrif Tryggva og
bætir síðan við: „Hvort sem er á æfingum
eða í leikjum þá vill hann að allir séu hundr-
að prósent á fullu. Það er þessi sigurvilji
sem rekur hann áfram því hann þolir ekki að
tapa og þá heldur ekki á æfingu. Þetta smám
saman smitast í hópinn í kringum
hann,“ segir Heimir.
Tryggvi Guðmundsson er nú
að leika sitt níunda tímabil í röð
þar sem lið hans vinnur átta eða
fleiri leiki og hefur hann orðið
Íslandsmeistari á fimm af þess-
um átta sumrum. Lið hans hafa
unnið 104 leiki á þessum níu
tímabilum eða tæplega tólf að
meðaltali og Eyjaliðið á enn níu
leiki eftir inni til þess að bæta við
þann fjölda. Heimir bendir á að
vissulega hafi Tryggvi notið góðs
af því að hafa verið í FH, sem
hefur verið yfirburðalið á Íslandi
síðustu ár, en talar jafnframt um
að sviðsljósið kalli fram allt það
besta hjá Tryggva.
„Hann virðist blómstra í
umhverfi þar sem er mikil
umfjöllun eins og til dæmis hjá
toppliðunum,“ segir Heimir sem
nýtir sér Tryggva óspart þegar þarf að koma
fram fyrir liðið. Tryggvi er þannig mun
meira áberandi en fyrirliðinn Andri Ólafsson,
sem hefur einnig átt frábært tímabil.
Látum hann taka viðtölin
„Núna látum við hann bara taka viðtölin því
hann hefur gaman af því og er góður í viðtöl-
um. Hann mun aldrei ofmetnast af því að fá
að spjalla við sjónvarpið en einhverjir yngri
strákar myndu ekki ráða við það. Það er einn
af þessum þáttum sem mér finnst vera mjög
sterkur hjá honum og jafnvel þó að það hafi
verið skrifað illa um hann, að hann hafi verið
að láta sig detta og svona, þá spilar hann bara
betur,“ segir Heimir.
Tryggvi Guðmundsson hefur átt mjög flott
tímabil. Hann er langt frá kominn heim til
Eyja „til að deyja“ eins og einhverjir héldu
þegar hann skipti úr FH í fyrrahaust. Eins og
staðan er núna er Tryggvi efstur í einkunna-
gjöf í Fréttablaðinu (6,85 í leik), hann er í
2. sæti (2.-6.) yfir markahæstu
menn og í 2. sæti (2.-3.) í stoð-
sendingum.
„Ég hugsa að það sé einn af
þeim þáttum sem gerðu það að
verkum að hann er að standa sig
vel. Það voru margir sem héldu
að þetta yrði ekkert skemmtilegt
tímabil fyrir Tryggva að koma út
í Eyjar af því að það hefur ekki
verið mikill uppgangur hjá okkur
síðustu ár. Við vorum ákveðnir í
að stefna hátt og við gerum það.
Hann er stór þáttur í því að þetta
er að ganga upp,“ segir Heimir.
Tryggvi hefur alls tekið þátt í
115 sigurleikjum í efstu deild og
á möguleika á því að ná tveimur
metum í deildinni. Tryggvi hefur
skorað 114 mörk í 193 leikjum og
vantar tólf mörk upp á að ná Inga
Birni Albertssyni. Tryggvi hefur
auk þess gefið sextíu stoðsend-
ingar og vantar 27 til þess að ná methafanum
Guðmundi Benediktssyni.
Sex sigurleikir í röð
Eyjamenn eru búnir að vinna sex leiki í röð
og Tryggvi hefur skorað 5 mörk og gefið
tvær stoðsendingar í þeim. „Við erum rétt
búnir að spila hálft mótið og það þýðir ekk-
ert að búa til einhverjar skýjaborgir. Það er
búinn að vera stöðuleiki í þessu hjá okkur og
ég er ánægður með það. Tryggvi á svolítið
mikinn þátt í því að við erum að halda stöðug-
leika því hann er ekki vanur öðru og hann er
að kenna þessum peyjum hvernig á að hugsa
þegar maður í toppbaráttunni,“ sagði Heimir
að lokum og það vill svo til að næsti leikur er
einmitt á móti gömlu félögum Tryggva úr FH
á Hásteinsvellinum á morgun.
ooj@frettabladid.is
Sigurvegarinn Tryggvi Guðmunds
Tryggvi Guðmundsson kann fátt betur en að skora mörk og vinna leiki í íslensku úrvalsdeildinni. Þessi
mikli sigurvegari hefur haft mikil áhrif á ÍBV-liðið sem nú situr í toppsæti Pepsi-deildarinnar ári eftir að
það var á botninum. Tryggvi hefur tekið þátt í 104 sigurleikjum á síðustu níu tímabilum sínum á Íslandi.
114 MÖRK OG 115 SIGRAR Tryggvi Guðmundsson hefur fagnað fjölmörgum mörkum og aðeins fleir sigrum á tólf
tímabilum sínum í íslensku deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er þessi sig-
urvilji sem rekur
hann [Tryggva]
áfram því hann
þolir ekki að
tapa og þá ekki
heldur á æfingu.
Þetta smá saman
smitast í hópinn í
kringum hann.
HEIMIR HALLGRÍMSSON
ÞJÁLFARI ÍBV
Tölur Tryggva síðustu níu tímabil á
Íslandi
1995 ÍBV 18 leikir (10 sigrar/14 mörk-5 stoðs.)
1996 ÍBV 16 leikir (8/8-7)
1997 ÍBV* 18 leikir (12/19-4)
2005 FH* 17 leikir (15/16-4)
2006 FH* 17 leikir (10/8-4)
2007 FH 17 leikir (10/8-8)
2008 FH* 21 leikur (14/12-13)
2009 FH* 20 leikir (16/7-6)
2010 ÍBV 13 leikir (9/7-5)
1995-2010: 157 leikir (104/99-56)
* Íslandsmeistari þetta sumar
Sumarið 2010 hjá Tryggva
Maí 5 leikir 2 sigrar, 2 mörk, 2 stoðsendingar
Júní 4 leikir 3 sigrar, 2 mörk, 1 stoðsending
Júlí 4 leikir 4 sigrar, 3 mörk, 2 stoðsendingar
Leikir - sigrar 13-9 (ÍBV er í 1. sæti)
Meðaleinkunn hjá Fréttablaðinu 6,85 (1. sæti)
Mörk skoruð 7 (2.-6. sæti)
Stoðendingar 5 (2.-3. sæti)
Þáttur í mörkum 12 (2. sæti)
Eftir þrettán umferðir
2009 2010
Margt breytt á einu ári
11 6 -5
3 9 +6
Gengið var frá félagaskiptum Garðars Jóhannssonar í Stjörn-
una nú skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði um
mánaðamótin. Garðar lék síðast með Hansa Rostock í Þýska-
landi þar sem hann er enn að ganga frá sínum málum.
„Ég kem heim á mánudaginn og spila því ekkert með
Stjörnunni í þessari viku,“ sagði Garðar við Fréttablaðið.
Stjarnan á leik gegn KR á útivelli á fimmtudaginn og á
sunnudag tekur liðið á móti Selfossi.
Garðar vonast þó enn til þess að hann komist að hjá
félagi á meginlandinu áður en alþjóðlegi félagaskipta-
glugginn lokar um næstu mánaðamót.
„Í augnablikinu er ekkert fast í hendi. Ég leit á félaga-
skiptin í Stjörnuna fyrst og fremst sem varnagla, allavega
til að byrja með. Ef ekkert gerist hjá mér hérna úti á ég von
á því að flytja heim og þá verð ég bara sáttur við það,“ sagði
Garðar.
Hann segist hafa verið að skoða möguleika á því að
komast að hjá félagi annað hvort í Þýskalandi eða Danmörku, fyrst
og fremst. „Það hafa verið nokkrir möguleikar í boði fyrir mig en ég
tel það sem fram hefur komið ekki það bitastætt að ég geti stokkið
á það. En svo er markaðurinn mjög erfiður líka og þá sérstaklega
í Danmörku. Ég hef farið tvisvar til reynslu hjá dönskum
félögum þar sem mér hefur gengið vel. Hins vegar eiga
þessi félög ekki peninga og því er ég í raun enn að bíða
eftir svörum þaðan.“
Hann á von á því að markaðurinn taki við sér síðari
hluta ágústmánaðar. „Síðustu tvær vikurnar fer allt á
fullt og þá kemur einnig til greina að fara til Noregs
eða Svíþjóðar. Ég vona að þá verð ég búinn að
spila 1-2 leiki með Stjörnunni og kominn í ágætt
form. Mér veitir ekki af því enda ekkert æft eða
spilað síðan í maí. Það er alveg ljóst að ég er ekki
að koma til Stjörnunnar sem bjargvættur eða neitt
slíkt,“ sagði hann.
GARÐAR JÓHANNSSON: GENGINN TIL LIÐS VIÐ STJÖRNUNA OG KEMUR TIL ÍSLANDS Í NÆSTU VIKU
Ég er ekki að koma sem bjargvættur Stjörnunnar
> Fær ekki samning hjá Charlton
Gunnari Heiðari Þorvaldssyni var ekki boðinn samningur
hjá enska C-deildarliðinu Charlton þar sem hann var til
reynslu fyrr í sumar. Gunnar Heiðar meiddist reyndar í
æfingaleik með félaginu og sneri þá heim til Íslands.
Gunnar Heiðar er á mála hjá danska liðinu Esbjerg
en var lánaður til Reading í ensku B-deildinni
á síðari hluta síðasta tímabils. Þar gat hann
lítið spilað vegna meiðsla. Gunnar Heiðar
hefur þó til mánaðarloka til að finna sér
nýtt félag í Evrópu. Ef það tekst ekki
mun hann væntanlega snúa aftur til
Esbjerg.
U-21 landsliðshópurinn
Markverðir:
Haraldur Björnsson Þrótti
Arnar Darri Pétursson SönderjyskE
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson West Ham
Hjörtur Logi Valgarðsson FH
Skúli Jón Friðgeirsson KR
Andrés Már Jóhannesson Fylki
Jón Guðni Fjóluson Fram
Kristinn Jónsson Breiðabliki
Miðvallarleikmenn:
Birkir Bjarnason Viking
Bjarni Þór Viðarsson Mechelen
Eggert Gunnþór Jónsson Hearts
Gylfi Þór Sigurðsson Reading
Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar
Almarr Ormarsson Fram
Guðlaugur Victor Pálsson Liverpool
Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason Breiðabliki
Kristinn Steindórsson Breiðabliki
FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson,
landsliðsþjálfari U21 karla, fær
ekki að nota sitt sterkasta lið á
móti Þjóðverjum í leik liðanna
í undankeppni fyrir EM 2011.
Ísland mætir Þýskalandi á Kapla-
krikavelli á miðvikudaginn.
Eyjólfur fékk ekki leyfi Ólafs
Jóhannessonar til að nota þá Aron
Einar Gunnarsson, Arnór Smára-
son og Rúrik Gíslason, sem eru í
A-landsliðshópnum, fyrir vináttu-
leik við Liechtenstein. Matthi-
as Sammer, þjálfari Þjóðverja, er
að reyna að fá alla sína sterkustu
leikmenn í leikinn.
Annað sæti riðilsins getur gefið
sæti í umspili fyrir úrslitakeppni
EM 2011 sem fram fer í Danmörku
og með sigri tryggir íslenska liðið
sér nánast annað sætið og skilur
Þjóðverja eftir í riðlinum. - óój
21 árs landsliðið valið:
Þrír fá ekki að
vera með
VIÐBÓT FRÁ SÍÐASTA LEIK Gylfi Þór Sig-
urðsson er í hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KÖRFUBOLTI Nýliðar KFÍ í Ice-
land Express-deild karla hafa
samið við Bosníumanninn Edin
Suljic (203 sm) og Englendinginn
Carl Josey (192 sm). KFÍ sér hins
vegar á eftir hinum frábæra mið-
herja Igor Tratnik sem hefur gert
samning við Tenerife Rural frá
Spáni. Tratnik gerði samning við
KFÍ um að spila hér, en var með
klásúlu um að fá sig lausan ef boð
frá stærra liði bærist.
Bandaríski bakvörðurinn Craig
Schoen spilar sitt þriðja tímabil
með KFÍ í vetur en liðið er nú
þjálfað af Bandaríkjamanninum
B.J. Aldridge sem mætti á Ísa-
fjörð í gær. - óój
KFÍ í körfuboltanum:
Misstu einn en
fá tvo í staðinn