Fréttablaðið - 11.08.2010, Síða 4
4 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
KÍNA, AP Aurskriðurnar í Kína hafa kostað að
minnsta kosti 700 manns lífið en óttast er að
hundruð eða þúsundir manna að auki hafi
farist.
Í bænum Zhouqu fundu björgunarmenn,
sem notuðu hendurnar til að grafa eftir fólki
í leðjunni, 52 ára mann sem hafði verið fast-
ur í rústum íbúðarhúss í meira en fimmtíu
klukkustundir. Meira en þúsund manns er
saknað þar.
Í Pakistan sneri Asif Ali Zardari forseti
aftur heim í gær eftir að hafa brugðið sér í
Evrópuferð í síðustu viku, þegar flóðin þar í
landi voru í hámarki.
Flóðin þar hafa staðið í hálfan mánuð og
kostað meira en 1.500 manns lífið. Talið er
að nærri fjórtán milljónir manna þar þurfi á
aðstoð að halda. Síðast í gær flúðu þúsundir
manna frá borginni Muzaffargah í Punjab-
héraði eftir að stjórnvöld gáfu út viðvaranir
um að hætta væri á flóðum þar.
Í Kasmír-héraði á Indlandi hafa íbúar
einnig tekist á við skyndiflóð, sem orðið
hafa að minnsta kosti 165 manns að bana.
Hundruð húsa eyðilögðust og þúsundir her-
manna unnu að því að hreinsa vegi og fjar-
lægja húsarústir. - gb
GENGIÐ 10.07.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
197,2144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,29 117,85
184,8 185,7
154,39 155,25
20,719 20,841
19,553 19,669
16,433 16,529
1,3651 1,3731
179,17 180,23
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SAMGÖNGUMÁL Rúmlega sex pró-
sentum meiri umferð var um
vegi landsins um síðustu helgi en
sömu helgi í fyrra. Umferðin var
þó töluvert minni en um verslun-
armannahelgina.
Umferð um Dalvík, þar sem
Fiskidagurinn mikli var haldinn,
var þó tæpum fimm prósentum
minni en um sömu helgi í fyrra.
Síðustu ár hefur umferð dreg-
ist saman helgina eftir verslun-
armannahelgi. Umferðin nú var
þó heldur meiri á öllum mæli-
punktum en undanfarið. Helgin
var önnur helgin í röð þar sem
umferð var meiri en í fyrra, sem
var metár. - þeb
Meiri umferð í heildina:
Minni umferð
um Dalvík
UMFERÐ Heldur færri keyrðu um Dalvík
um helgina en á sama tíma í fyrra. Þó
var helgin vinsælli ferðahelgi í heildina.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BJÖRN Rússneskar sprengjuflugvélar af
TU-95 gerð eru stundum kallaðar Birnir.
UTANRÍKISMÁL „Tvær óauðkenndar
vélar flugu í tvígang um íslenska
loftrýmiseftirlitssvæðið miðviku-
daginn 28. júlí,“ segir í tilkynningu
Varnarmálastofnunar í gær.
Talið er að um TU-95 rússneskar
sprengjuflugvélar, svokallaða
Birni, hafi verið að ræða.
„Um tíma lá leið vélanna um
íslenska efnahagslögsögu, bæði
vestan af landinu þegar þær flugu
til suðurs og svo aftur austan við
Ísland eftir að vélarnar höfðu snúið
við og flugu til norðausturs. Vél-
arnar geta borið kjarnorkuvopn, en
staðfestar upplýsingar liggja ekki
fyrir um búnað vélanna,“ segir
jafnframt í tilkynningunni. Þetta
er í annað sinn sem rússneskar
herflugvélar fljúga um íslenska
eftirlitssvæðið á árinu. - óká
Birnir í íslenskri lofthelgi:
Óauðkenndar
vélar flugu yfir
NORÐURLÖND Norræna ráðherra-
nefndin rannsakar nú hversu
miklu af matvælum er hent úr
verslunum árlega. Markmiðið
er að kynna niðurstöðurnar í lok
þessa árs.
Árlega er hent gífurlegu magni
af matvælum úr verslunum, ýmist
vegna rangra innkaupa eða að
varan er útrunnin. Kemur það
niður á umhverfinu og kostar
gífurlegar fjárhæðir. Reiknað er
með að niðurstöður muni leiða í
ljós hve miklu magni af matvæl-
um sé fargað í hverju landi fyrir
sig og að lagt verði mat á afleið-
ingar þess að draga úr því. - sv
Rannsókn á vöru í verslunum:
Miklu magni
fargað árlega
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
26°
26°
22°
24°
27°
21°
21°
24°
23°
30°
32°
34°
18°
23°
16°
21°
Á MORGUN
5-10 m/s, hvassast NV-til.
FÖSTUDAGUR
Hæglætis veður.
14
14
14
12
16
13
15
15
16
15
11
7
4
5
2
8
3
3
2
1
7
1
17
14
14
17
18
15
15
14
17
17
FER AÐ RIGNA Í
NÓTT Það verða
breytingar í veðri
til morguns. Það
þykknar heldur upp
vestan til á land-
inu en á morgun
má búast við vætu
á vesturhelmingi
landsins. Svipað
veður á föstudag
en Austurland lítur
einna best út fyrir
ferðalanga hvað
þurrviðri og sól
varðar.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ÁRÉTTING
Björgunarfólk í þremur Asíuríkjum leitar að fólki á lífi eftir gríðarmikil flóð:
Sjö hundruð látnir í Kína eftir gríðarleg flóð
LEITAÐ AÐ FÓLKI Í EÐJUNNI Björgunar-
fólk í norðvestanverðu Kína býr sig undir
leit. N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
AKUREYRI Akureyrarbær hefur lagt
fram tillögu að nýju deiliskipulagi
fyrir sunnanverðan miðbæinn.
Stendur til að reisa útibú frá veit-
ingastaðnum KFC og nýja leigu-
bílastöð við Hafnarstræti. Skipu-
lagsstjóri lagði fram endurskoðaða
tillögu á bæjarstjórnarfundi í júní
og var hún samþykkt með átta
atkvæðum gegn tveimur.
Hafin er undirskriftasöfnun á net-
inu til að mótmæla þessum aðgerð-
um á vefsíðunni www.betriakur-
eyri.com. Þar segir að ótvírætt sé
að fyrirhuguð skyndibita- og elds-
neytissala stingi verulega í stúf við
sögulega götumynd Akureyrar „en
um er að ræða lengstu röð húsa í
sama stíl sem við eigum frá Græna
hatti alveg að Brynju og jafnvel
lengra,“ segir á heimasíðunni.
Pétur Bolli Jóhannesson, skipu-
lagsstjóri Akureyrarbæjar, segir
að sú hugmynd að fá KFC í miðbæ
Akureyrar hafi upphaflega komið
frá Akureyringum sjálfum.
„Það var komin mikil pressa á
bæjarapparatið frá íbúum að fá
KFC hingað,“ segir hann. „Það var
meira að segja stofnuð Facebook-
síða um málið.“ Pétur segir að til-
lagan sé partur af mun stærra
verkefni. Stendur meðal annars
til að flytja Bifreiðastöð Oddeyr-
ar (BSO) frá horni Strandgötu
og Drottningarbrautar í Hafnar-
stræti.
„Leigubílastöðin þarf hugsan-
lega að víkja fyrir nýju skipulagi í
miðbænum,“ segir Pétur og bætir
við að ný bæjarstjórn sé að hugsa
öll mál upp á nýtt ásamt skipulags-
nefnd bæjarins og hugmyndin um
síki í miðbænum sé eitthvað sem
verið sé að endurskoða.
Andrea Hjálmsdóttir og Sigurð-
ur Guðmundsson bæjarfulltrú-
ar mótmæltu tillögunni. Andrea
segir að í tillögunni séu mjög veik
útlitsviðmið og þau verði að skýra
mun betur.
„Ég tel að bensínafgreiðsla
og skyndibitastaður á þessu
svæði brjóti algjörlega í bága
við umhverfið,“ segir hún. „Það
er með ólíkindum að það sé ekki
hægt að finna BSO stað í nágrenni
við bensínstöð sem er til staðar því
þær eru alveg ótrúlega margar nú
þegar.“
Andrea segir að mikilvægt sé að
vernda bæjarmyndina og bæjar-
yfirvöld eigi að skipuleggja bæinn
frekar en einstaka fyrirtæki og
verktakar.
„Þetta snýst um útlit og að varð-
veita ímynd bæjarins,“ segir Andr-
ea. „Gömul hús, kirkjan og leikhús-
ið er það sem ferðafólk vill sjá.
Ekki auglýsingaskilti og strompa
Kentucky Fried Chicken.“
sunna@frettabladid.is
KFC skemmi sögulega
götumynd Akureyrar
Til stendur að byggja veitingastað KFC og bensínstöð við Hafnarstræti á Akur-
eyri. Undirskriftasöfnun er hafin til mótmæla. Hugmyndin kom upphaflega frá
íbúum, segir skipulagsstjóri. Á skjön við skipulagsmynd, segir bæjarfulltrúi.
NÝTT SKIPULAG Á AKUREYRI Rúmlega fimmhundruð manns höfðu skrifað undir mótmæli á heimasíðunni betriakureyri.com í
gærkvöldi. MYND/BETRIAKUREYRI.COM
Í blaðinu í gær var sagt að miðaverð
með Herjólfi milli Þorlákshafnar
og Vestmannaeyja hefði verið „um
3.000 krónur“. Nákvæm tala er 2.660
krónur.
LEIKHÚS
KFC
BENSÍNSTÖÐ