Fréttablaðið - 11.08.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 11.08.2010, Síða 6
6 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR SLYS Tveggja ára stúlka brennd- ist alvarlega þegar hún féll í frá- rennsli frá hvernum Strokki á mánudagskvöld. Einar Tryggva- son sjúkraflutningamaður býr á svæðinu og gat mætt á staðinn og hlúð að stúlkunni áður en læknir og sjúkrabíll komu. Stúlkan var á ferð með for- eldrum sínum, en fjölskyldan er spænsk og á ferðalagi hér á landi. Hún var á göngustíg við Geysis- svæðið þegar hún hrasaði um band sem afmarkar göngustíginn og féll fram fyrir sig. Hún var flutt inn í starfsmannahús á svæðinu og þaðan hringdi starfsfólk í Einar, sem er í sumarleyfi frá sjúkra- flutningunum en rekur golfvöll á svæðinu. Hann hringdi svo á sjúkrabíl og lækni frá Laugarási. Hægt var að sinna stúlkunni ágætlega á staðnum að sögn Ein- ars þar sem til var brunagel og fleiri nytsamlegar sjúkravörur. Stúlkan var svo flutt með sjúkra- bíl á slysadeild Landspítalans og þaðan á gjörgæslu, þar sem hún liggur enn. Hún hlaut annars stigs bruna á höndum, brjósti og í and- liti. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu um tíma og ætlaði að fljúga á móti sjúkrabíln- um ef þess gerðist þörf. - þeb Skemmtistaður/matsölustaður Tælenskur matsölustaður og sér skemmtistaður á besta stað miðsvæðis í Reykjavík til sölu saman eða sitt í hvoru lagi. Öll leyfi og langtíma leigusamningar. Góður rekstur og tækifæri, upplýsingar í síma 660 3770 eða 6976333. GEYSIR Stúlkan var með foreldrum sínum að skoða Geysissvæðið þegar hún féll ofan í og brenndist illa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sjúkraflutningamaður í sumarfríi var fyrstur á slysstað og hlúði að stúlku: Brenndist illa við fall í Strokk MENNTUN Um þrjátíu ný leikskóla- pláss verða til í Norðlingaholti í haust þegar ný deild við leikskól- ann Rauðhól verður opnuð. Norðlingaskóli hefur hingað til verið í húsnæðinu sem nýja deild- in verður í, en hann færist nú yfir í nýja skólabyggingu. Því verður gerð leikskóladeild úr þremur samliggjandi stofum í húsinu fyrir elstu börnin á leikskólanum. Verið er að kanna hvort foreldr- ar í hverfinu, sem hafa fengið leik- skólapláss í Árbæ, vilji nýta sér nýju plássin. Þá hafa leikskólar og þjónustumiðstöðvar í Árbæ verið látnar vita þar sem plássin munu hafa áhrif á innritun þar. - þeb Ný deild í Norðlingaholti: 30 ný leikskóla- pláss verða til LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur fengið sex nýjar myndavélar til umráða. sem notaðar verða við umferðareftirlit. Tryggingafélagið Sjóvá gaf lög- reglunni myndavélarnar í tilefni af 50 ára afmæli umferðardeildar lögreglunnar. Sérstakt hóf var haldið í höfuðstöðvum lögreglunn- ar í síðustu viku og afhenti for- stjóri Sjóvár, Lárus Ásgeirsson, þær þá. Sagði hann það sameigin- lega hagsmuni allra að lögreglan geti unnið störf sín af nákvæmni og nýtt nýjustu tækni. - þeb Lögreglan fékk gjöf frá Sjóvá: Sex nýjar eftir- litsmyndavélar SIGLUFJÖRÐUR Boranir eftir heitu vatni í Skarðdal lofa góðu. SIGLUFJÖRÐUR Tilraunaboranir Rarik eftir heitu vatni í Skarðdal við Siglufjörð hafa gengið vel. Þetta kemur fram á siglo.is. Nokkur skortur hefur verið á heitu vatni á Siglufirði undanfar- in ár. Dæmi eru um að fyrirtæki í bænum hafi þurft að loka fyrir heita vatnið eða nota minna af því þar sem hitaveituholurnar í Skútudal hafa ekki haft undan. Í Skarðdal voru boraðar tvær 70 metra djúpar holur til hita- mælingar. Vísindamenn eru að lesa úr niðurstöðunum en bráða- birgðaniðurstöður eru jákvæðar. - th Skortur á heitu vatni: Tilraunaboran- ir á Siglufirði STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra hefur skipað Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindaráðherra í stað Jóns Bjarnasonar, sjávar- og landbúnaðarráðherra, til þess að taka ákvörðun um skipun í emb- ætti skrifstofustjóra auðlinda- skrifstofu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins. Hrannar B. Arnarsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir að þarna sé verið að fara að stjórnsýslulögum því Jón Bjarna- son sé vanhæfur sökum þess að á meðal umsækjenda um starfið er núverandi aðstoðarmaður hans, Jóhann Guðmundsson. Jón Bjarnason ráðherra: Vanhæfur til að skipa í starf Fjórtán fóru of hratt Lögreglan á Seyðisfirði tók fjórtán ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók var á 132 kílómetra hraða þar sem hámarks- hraði er 90. Flestir voru teknir á sunnudag við eftirlit við Háreksstaði á Jökuldalsheiði. LÖGREGLUMÁL Auglýsingasími Allt sem þú þarft… HANDBOLTI Stöð 2 Sport tilkynnti í gær að stöðin hefði tryggt sér útsendingarrétt frá næstu tveim- ur heimsmeistarakeppnum í hand- bolta. Kaupverðið á efninu er trún- aðarmál. Næsta keppni fer fram í Svíþjóð í janúar og íslensku silfurstrák- arnir verða þar í eldlínunni ásamt öðrum bestu handboltalandsliðum heims. „Við munum gera þetta af mynd- arbrag og til að mynda sýna alla leiki mótsins í beinni útsendingu. Það verður einnig þáttagerð um mótið og leikir aðgengilegir eftir pöntun. Svo verða einhverjir leik- ir sýndir í háskerpu,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla. Þjóðin hefur hingað til getað fylgst með strákunum okkar í opinni dagskrá á RÚV en verða leikir liðsins í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport? „Blekið var að þorna á samn- ingnum og það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort við læsum dagskránni eður ei. Það mun koma í ljós síðar,“ segir Pálmi. Páll Magnússon útvarpsstjóri beindi því til Katrínar Jakobsdótt- ur menntamálaráðherra, í síðdegi- stúvarpi Rásar 2 í gær, að hún hlut- ist til um að leikir landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti verði að sýna í ólæstri dagskrá. Í viðtalinu sagði Páll að það væri á færi menntamálaráðherra að fara fram á að íþróttaviðburð- ir á borð við þennan verði að vera sýndir í opinni dagskrá. „Í evr- óputilskipun um sjónvarp, sem Ísland er aðili að, er gert ráð fyrir því að einstök lönd geti sett á lista íþróttaviðburði sem ekki má læsa í áskriftarsjónvarpi,” sagði Páll. „Ef það er eitthvað í íslensku íþróttalífi sem ætti heima á þessum lista er það væntan- lega íslenska handboltalandslið- ið í úrslitakeppni á heimsmeist- aramóti,” bætti útvarpsstjóri við og sagði það á færi menntamála- yfirvalda að setja saman lista af þessu tagi. „Og ef það er einhvern tíma tilefni til að setja svona lista saman á Íslandi hlýtur það að vera núna.” - hbg Heimsmeistaramótið í handbolta fer af RÚV og yfir á Stöð 2 Sport: Óvíst hvort HM verði í læstri dagskrá YFIR Á STÖÐ 2 SPORT Strákarnir okkar verða í beinni á Stöð 2 Sport í janúar. MYND/DIENER VÍSINDI, AP Vísindamenn í Belgíu hafa birt niðurstöður rannsókna, þar sem leitað var í mænuvökva fólks eftir ákveðnum prótínum sem grunuð eru um að eiga þátt í Alzheimersjúkdómnum. Í ljós kom að þessi ákveðnu prót- ín, amyloid og tau, var ekki aðeins að finna í 90 prósentum þeirra Alzheimersjúklinga sem tóku þátt í rannsókninni, heldur einnig í 72 prósentum þeirra þátttakenda sem mælst hafa með væg einkenni heila- bilunar. Að auki var þau að finna í 36 prósentum þeirra þátttakenda, sem heilbrigðir töldust. Á hverju ári er talið að um millj- ón manns byrji að fá væg einkenni heilabilunar, sem skilgreinast alvar- legri en eðlileg elliglöp án þess þó að greinast sem Alzheimersjúkdómur. Athygli lækna beinist nú meðal annars að því að greina hverj- ir úr þessum hópi eiga eftir að fá Alzheimersjúkdóminn eða önnur alvarleg vitglöp. Mænustunga er aðeins ein þeirra aðferða, sem farið er að nota til þess að fá vís- bendingar um þetta. Ljóst þykir að Alzheimersjúk- dómurinn byrjar að herja á heila einstaklinga að minnsta kosti ára- tug áður en fyrstu minnistruflana verður vart. Þetta vekur vonir um að hægt verði að hægja á þróun hans, ef byrjað er að gefa lyf nógu snemma. Enn er þó deilt um nákvæmni greiningar sem byggð er á mænu- stungu. Rannsóknir á látnu fólki sýna að fjórðungur þeirra, sem deyja í hárri elli án nokkurra elliglapa, eru með prótínið amyl- oid í mænuvökva. „Það síðasta sem við viljum er að segja einhverjum að hann muni fá Alzheimersglöp ef hann fær þau síðan ekki,“ segir Marilyn Albert, vísindamaður við Johns Hopkins- háskólann í Bandaríkjunum. Margir læknar telja þó viss- ara að bíða ekki eftir greiningu. Samkvæmt rannsókn, sem birt- ist í tímaritinu Neurology í síð- ustu viku, byrja 70 prósent þeirra lækna, sem spurðir voru, að gefa lyf við Alzheimer fljótlega eftir að væg einkenni heilabilunar grein- ast, í þeirri von að hægja megi á þróun Alzheimers – jafnvel þótt ekki sé vitað hvort lyfin bera nokk- urn árangur. - gb Greina Alzheimer með mænustungu Vísbendingar um Alzheimersjúkdóminn er oft að finna í mænuvökva fólks nokkru áður en fyrstu einkenna verður vart. Margir læknar freistast til að gefa lyf áður en greining liggur fyrir, í þeirri von að hægja á sjúkdómnum. N O R D IC PH O TO S/ A FP TEKIST Á VIÐ ELLIGLÖPIN Deilt er um nákvæmni greiningar sem byggð er á mænustungu. Ók undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Akureyri handtók karl- mann á þrítugsaldri laust fyrir klukkan níu í gærmorgun grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit á heimili mannsins þar sem fundust rúmlega 250 grömm af kannabisefnum. Annar maður var handtekinn í kjölfarið en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Kynna nýliðaþjálfun Kynningarfundur um nýliðaþjálf- un Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn í hjálparsveitarhúsinu Malarhöfða 6 klukkan átta að kvöldi þriðjudagsins 7. september. Þeir sem fæddir eru á árinu 1992 eða fyrr geta tekið þátt í nýliðaþjálfun HSSR. BJÖRGUNARSVEITIR KJÖRKASSINN Ætti að skikka bændur til að girða sauðfé sitt af? Já 80,7 Nei 19,3 SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú siglt til Eyja úr Land- eyjahöfn? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.