Fréttablaðið - 11.08.2010, Page 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Forstjórabíllinn
Yfir heiðina með
Óla Kristjáni
Hermann
Guðmundsson
N1 ekki til sölu
2
Bankar
Hagræðing
framundan
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 4. ágúst 2010 – 8. tölublað – 6. árgangur
Jansson hættir Framkvæmda-
stjóri skandinavíska flugfélags-
ins SAS, Mats Jansson, ætlar að
hætta í haust eftir að hafa starf-
að hjá flugfélaginu í fjögur ár.
Þessi fjögur ár hefur hann notað
til þess að draga verulega úr út-
gjöldum flugfélagsins, sem enn er
þó rekið með tapi. Matsson verður
sextugur á næsta ári og segir tíma
kominn til að láta öðrum stjórn-
ina eftir.
Leyfa BlackBerry Stjórnvöld
í Sádi-Arabíu segjast nú ætla að
leyfa notkun samskiptaþjónustu
Blackberry-símanna áfram eftir
að hafa „náð árangri“ í viðræðum
við kanadíska framleiðendur sím-
anna, eins og yfir-
maður fjarskipta-
mála í Sádi-Ar-
abíu orðaði það.
Stjórnvöld þar
í landi höfðu
æt l a ð s ér
a ð b a n n a
símana, og
bá r u v ið
öryggis-
ástæðum.
Sviknir vilja meira Fjárfestar,
sem töpuðu fé sínu í svikamyllu
Bernards Madoff, eru ósáttir við
að fá einungis greitt til baka það fé
sem þeir lögðu í
svikamylluna,
eins og alríkis-
dómstól l ú r -
skurðaði í mars.
Þeir vilja ógilda
þann úrskurð og
krefjast þess að
fá allt það fé
sem fullyrt var
að þeir ættu samkvæmt yfirlitum
sem þeir fengu send frá Madoff.
Kínverjar flytja meira út Út-
flutningur frá Kína jókst um 38
prósent í júlí, en hafði aukist um
44 prósent í júní. Innflutningur
jókst um tæp 23 prósent í júlí en
hafði aukist um 34 prósent í júní. Á
Vesturlöndum óttast menn að þetta
dragi úr efirspurn og lækki verð
á framleiðsluvörum. Kínverska jú-
anið hefur lækkað hægt síðan þar-
lend stjórnvöld hættu við tengingu
þess við Bandaríkjadal í júní síð-
astliðnum.
Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti sína um sem
nemur 0,50 prósentustigum (50 punktum) á vaxta-
ákvörðunardegi sínum 18. þessa mánaðar, gangi
eftir spár greiningardeilda Íslandsbanka og Arion
banka. Greiningardeildir beggja banka gera ráð
fyrir að við lækkunina fari vextir á viðskiptareikn-
ingum innlánsstofnana, sem eru hinir eiginlegu
virku stýrivextir í dag, niður í 6,0 prósent og vextir
á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5 prósent.
Bent er á það í umfjöllun greiningardeilda beggja
bankanna að hjöðnun verðbólgu síðustu mánuði hafi
skapað verulegt svigrúm til frekari vaxtalækkunar,
en verðbólga hafi gengið hraðar niður en gert hafi
verið ráð fyrir í síðustu hagspá Seðlabankans. Þá
standi gengi krónunnar undir því að forsendur séu
til frekari tilslökunar peningastefnunnar, skulda-
tryggingarálag ríkisins hafi lækkað og utanríkis-
viðskipti haldið áfram að skila afgangi.
„Óvissan varðandi aðgengi Íslands að erlendu
fjármagni hefur lítið breyst,“ bendir Greining Ís-
landsbanka á og greiningardeild Arion segir óvissu
vegna dómsins um ólögmæti gengistryggðra lána
gera að vextir verði líklega ekki lækkaðir meira
nú, þótt aðrir hagvísar gæfu tilefni til meiri lækk-
unar.
Við síðustu vaxtaákvörðun, 23. júní síðastliðinn,
lækkuðu stýrivextir Seðlabankans líka um sem
nemur 0,50 prósentustigum. „Má geta þess að þá
vildu tveir af fimm nefndarmönnum taka aðra
ákvörðun og lagði annar til 0,25 prósenta vaxta-
lækkun og hinn 0,75 prósentna lækkun. Sá sem
vildi meiri lækkun hélt því fram að best væri að
bregðast við áhrifum gjaldeyriskreppunnar með
gjaldeyrishöftum og nota lægri vexti til að bregð-
ast við fjármagnskreppunni,“ segir í umfjöllun Ís-
landsbanka. - óká
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta
Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka segja lækkunarferli SÍ halda
áfram. Ef ekki væri fyrir áframhaldandi óvissu þá mætti lækka vexti meira.
Þarf prentun?
Vistvæna prentun?
Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki,
Greenqloud ehf., segist opna fyrsta
umhverfisvæna „tölvuský“ heims
síðar á þessu ári. Fyrirtækið var
í júní valið í hóp ellefu heitustu
sprotafyrirtækja heims á sviði
tölvuskýja af tæknivefnum Giga-
Om.com.
„Tölvuský eins og það sem
Greenqloud býður upp á snýst
um að bjóða vélbúnað (miðlara,
geymslupláss, net o.fl.), sem hýst-
ur er í gagnaverum, sem þjónustu
í sjálfsafgreiðslu,“ segir í tilkynn-
ingu.
Þar sem fyrirtækið ætlar að
leigja rými í nýjum og væntanleg-
um gagnaverum hér á landi þá er
það sagt standa vel að vígi varðandi
endurnýjanlega orku. Viðskiptavin-
um verður boðið upp á mælaborð á
skjánum sem sýnir tölfræði orku-
notkunar hans og geta þeir þannig
samstundis séð hversu mikinn út-
blástur þeir hafa sparað miðað við
það svæði sem þeir búa á. - óká
Bjóða nýtt
tölvuský
STANDA AÐ GREENQLOUD Tryggvi
Lárusson Þróunarstjóri og Eiríkur Sveinn
Hrafnsson framkvæmdastjóri.
Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað
í gær að nýta vaxtatekjur af verð-
bréfaeign sinni til kaupa á skuld-
um hins opinbera. Tilgangur kaupa
skulda bandaríska ríkiskassans
er í meginatriðum sá sami og hjá
Seðlabanka Íslands, það er að spara
vaxtakostnað.
Seðlabankinn ytra gaf það jafn-
framt út í gær að reiknað sé með
hægum bata efnahagslífsins.
Bankastjórnin gaf það út að vænst
sé til þess að viðskipti seðlabank-
ans hreyfi við fjármagnsmörkuð-
um og glæði eftirspurn á banda-
rískum neytendamarkaði. - jab
Kaupa aftur
ríkisskuldir
BANKASTJÓRINN Seðlabanki
Bandaríkjanna reiknar með hægum efna-
hagsbata. MARKAÐURINN/AP
4-5 6
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
skrifar
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert á síðustu
vikum og eftir 2,4 prósenta styrkingu síðustu tvær
vikur er gengi hennar nú 11,5 prósentum hærra en
um síðustu áramót. Styrkingin hefur áhrif víða í
efnahagslífinu og hefur til að mynda valdið aukn-
um kaupmætti launa.
„Gjaldeyrishöftin hafa hjálpað krónunni að klifra
upp. Það er vöruskiptaafgangur sem er nú allur
að koma inn á gjaldeyrismarkaðinn og almennt
séð hefur traustið á krónunni líka vaxið. Það eru
svona helstu ástæðurnar,“ segir Ásgeir Jónsson,
forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í
frétt á vef Íslandsbanka um styrkinguna kemur
fram að hækkunin tengist líka auknu gjaldeyrisinn-
flæði sem rekja má til ferðaþjónustu en það flæði er
í árstíðarbundnu hámarki um þessar mundir.
Til að setja styrkinguna í samhengi er hægt að
bera saman verð evru og dollara í upphafi árs og
svo núna. Um áramótin kostaði evran 179,9 krón-
ur en kostar nú 154,0, dollarinn kostaði hins vegar
124,9 krónur þá en kostar nú 116,8.
Ásgeir segir styrkinguna hafa þau áhrif helst
að verðbólgan hjaðni auk þess sem hún auki kaup-
mátt almennings. Styrkingin hafi hins vegar nei-
kvæð áhrif á útflutningsfyrirtækin. „Ef við tökum
verðbólguna þá munum við sjá hana bara hverfa ef
krónan veikist ekki aftur. Krónan hefur áhrif á um
40 prósent af vísitölu neysluverðs og húsnæðisverð
er 20 prósent af vísitölunni. Báðir þessir liðir eru
á niðurleið svo það gefur augaleið að verðbólgan
lækkar,“ segir Ásgeir.
Lægri verðbólga hefur gefið Seðlabankanum
meira rými til að lækka vexti auk þess sem styrk-
ing hefur orðið án nokkurra inngripa Seðlabankans
á gjaldeyrismarkaði. Bankinn hefur ekki komið inn
á markaðinn síðan í nóvember í fyrra.
Ásgeiri finnst líklegt að Seðlabankinn taki bráð-
lega í taumana á gjaldeyrismarkaðnum og stöðvi
þessa styrkingu. „Á einhverjum tímapunkti hlýtur
Seðlabankinn að koma inn á markaðinn og stöðva
þessa styrkingu með því að kaupa gjaldeyri. Það
var gefið til kynna á síðasta peningamálafundi að
slíkt yrði gert. Seðlabankinn þarf að byggja upp
gjaldeyrisforða áður en við getum tekið höftin af og
þessi tímapunktur virðist vera góður því út frá þjóð-
hagslegum forsendum er ekkert rosalega gott að
láta gengi krónunnar styrkjast mikið meira,“ segir
Ásgeir og bætir því að það helsta sem hvetji áfram
atvinnulífið og sköpun starfa um þessar mundir sé
útflutningur sem hagnist á lágu gengi.
Seðlabanki gæti stöðv-
að styrkingu krónu
Hefur valdið minnkun verðbólgu og auknum kaupmætti en
frekari styrking kann að koma illa við útflutningsfyrirtæki.
250
225
200
175
150
ág
ú.
08
fe
b.
09
ág
ú.
09
fe
b.
10
ág
ú.
10
Ár
am
ót
´
09
-´1
0
G E N G I S V Í S I T A L A K R Ó N U N A R
*Lækkun gengisvísitölu krónunar merkir að krónan er að styrkjast.
Heimild: Seðlabankinn