Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2010, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 11.08.2010, Qupperneq 23
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2010 Arion banka og hjá Landsbankan- um. Þótt líklegt sé að grunnrekst- ur bankanna batni að lokinni end- urskipulagningu lánasafna bank- anna verði engu að síður að grípa til ráðstafana til að tryggja viðun- andi rekstur þeirra. BEÐIÐ EFTIR EVRUNNI „Að mínu mati er kostnaðurinn við rekstur bankakerfisins enn of mikill,“ segir Gylfi Magnús- son, efnahags- og viðskipta- ráðherra. Hann segir ákvörð- unina í höndum eigenda bank- anna, Banka- s ý s l u r í k i s - ins og kröfu- hafa að draga úr kostnaði og bæta arðsemi þeirra. Grípa má til ýmissa ráða að hans mati; draga úr yfirbyggingu banka og spari- sjóða , fækka útibúum og út- vista ákveðn- um þáttum, svo sem tengdum upplýsingatækni. Um nokkurt skeið hefur verið rætt opinberlega um hugsanlega hagræðingu fólgna í sameiningu tveggja af stóru bönkunum þrem- ur. Gylfi segir það ekki koma til greina við núverandi aðstæður. „Sameinaður banki yrði mjög stór og hefði yfirburði á sam- keppnisaðila. Reynslan sýnir að það er mjög hættulegt fyrirkomu- lag. Sæmilega stórar stofnanir í virkri samkeppni ættu að vera af hinu góða og bankakerfið mun stöðugra en ef það hefði einn risa- stóran banka, einn frekar lítinn og nokkra örsmáa,“ segir Gylfi og til- tekur að millibankamarkaðir með gjaldeyri og verðbréf virki illa með fáa þátttakendur. „Ef einn er langstærstur er erfitt að sjá fyrir sér virka verðmyndun á mörgum mörkuðum. Við höfum hana ekki núna en fáum hana vonandi aftur á næstu árum.“ Viðskiptaráðherra hugnast mun betur að sameina banka og fjár- málafyrirtæki gangi upptaka evru sem gjaldmiðils hér á landi eftir. „Þá væri íslenska bankakerfið komið með öflugri bakhjarl, evr- ópska seðlabankann, og fleiri val- kosti fyrir viðskiptavini, sem gætu snúið sér til erlendra viðskipta- banka,“ segir Gylfi og tiltekur að á sama tíma muni gjaldeyrismark- aðurinn opnast upp á gátt þegar krónan setji fjármálakerfinu ekki þröngar skorður. TILTEKTIN HAFIN „Það er búið að vinna í hagræðing- arverkefnum og útibúum fækk- að verulega. Þeim verður fækk- að frekar með sameiningu útibúa á höfuðborgarsvæðinu í vetur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Höskuldur bendir á að mikil vinna hafi farið í flókin ástands- bundin verkefni, sem tengjast tímafrekri þjónustu við einstakl- inga og fyrirtæki. „Þetta er vinnu- aflsfrekt og tefur fyrir frekari hagræðingu,“ segir hann og bend- ir á að þegar sé búið að fækka starfsfólki um fimmtán prósent hjá bankanum. Fréttablaðið leitaði eftir við- tali við bankastjóra hinna stóru viðskiptabankanna. Birna Ein- arsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, sá sér ekki fært að tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að í gær. HÖFUÐSTÖÐVAR SKORNAR NIÐUR Viðmælendur Fréttablaðsins innan og utan bankageirans segja hag- ræðingu innan bankageirans bráð- nauðsynlega. Fleira þurfi þó að koma til en sameining útibúa. Mik- ilvægt sé að draga úr launakostn- aði hvort heldur með launalækk- un eða með uppsögnum á starfs- fólki. Þeir sem rætt var við benda á að doði sé yfir almennri útlánastarf- semi þar eð fá veð séu til að lána út á. Þetta hefur valdið því að nokkrir millistjórnendur innan bankanna hafa átt frumkvæðið að því að segja starfi sínu lausu og ákveð- ið að leita fyrir sér á öðrum vett- vangi fremur en að vera eins konar áskrifendur að launum sínum. Eins og Höskuldur hjá Arion banka bendir á hafa skuldbreyt- ingar og aðrar sambærilegar að- gerðir tekið við af útlánastarf- semi. Þetta eru svipaðar aðstæður og skapast hafa á meginlandi Evr- ópu, ekki síst í Bretlandi. Þar er hins vegar nokkuð um liðið síðan niðurskurðarhnífurinn var settur á loft og ónauðsynleg fita skorin af kerfinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að þegar stöðugleiki komist á rekstur bankanna og uppstokk- un á skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja verði komin fyrir horn verði niðurskurðarhnífnum brugð- ið á loft innan fjármálageirans. Öðru fremur er talið að niður- skurðurinn verði í höfuðstöðvum viðskiptabankanna stóru á höfuð- borgarsvæðinu. Eigi að nást fram raunveruleg hagræðing verði að fækka starfsfólki. Eignastýring í fremstu röð Eignastýring Íslandsbanka Sími 440 4920 Kirkjusandi 2–4, 105 Reykjavík eignastyring@islandsbanki.is www.islandsbanki.is/fj arfestingar Alhliða þjónusta við sparifj áreigendur og fagfj árfesta Eignastýring Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda einstaklinga og fagfj árfesta. Hafðu samband í síma 440 4920 til að fá nánari upplýsingar eða til að mæla þér mót við ráðgjafa. Íslandsbanki kt. 491008-0160 er viðskiptabanki sem starfar undir eft irliti Fjármálaeft irlitsins. Sveigjanlegt þjónustustig Netbankinn Eigna- og lífeyris- þjónustan Einkabanka- þjónustan Þ JÓ N U ST U ST IG » Einkabankaþjónusta Vöktun safna Eigna- stýring Lífeyris- þjónusta Ráðgjöf Skattamál Verðbréfa- viðskipti Banka- þjónusta GYLFI MAGNÚSSON HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON Arðsemi bankanna bendir til að hagræðingar sé þörf. Þetta segir Gísli Hauksson, framkvæmda- stjóri GAM Management. Hann bætir við að bæði Bankasýslan og AGS telji að rekstrarafkoma bankanna sé ekki viðunandi. Hagnaður bankanna í fyrra skýrist öðru fremur af vaxta- munaviðskiptum við Seðlabank- ann og verðbólgutekjum en ekki af hefðbundinni bankastarfsemi. Hagræðingarkrafan hljóti því að vera mikil um þessar mundir. Gísli bendir á að efnahags- reikningur bankanna hafi skroppið saman eftir hrunið. Það sama eigi ekki við um rekstur og mannahald. Því sé eðlilegasta leiðin að draga saman í rekstri þeirra, skera niður útibúanetið og umfang jafnt á höfuðborgar- svæðinu sem landsbyggðinni. Gísli segir rætt hafa verið um hagræðingu innan bankanna í hátt í áratug. „Það var umtalað í bönkunum fyrir hrun að hagræð- ingaraðgerðir væru framundan, sérstaklega í tengslum við úti- búanetið. En á meðan rekstur þeirra var mjög góður var ekk- ert gert,“ segir hann en bætir við að þótt bankakerfið yrði skorið niður valdi smæð samfélagsins því að starfsmannafjöldi í fjár- málageiranum muni ævinlega verða hlutfallslega meiri hér á hverja þúsund íbúa en í öðrum löndum. „Við högnumst lítið á stærðarhagkvæmni eins og í öðrum löndum,“ segir hann. - jab Töpum á smæðinni Hagræðingar hefur verið þörf á bankakerfinu í áratug. Í uppganginum var málinu slegið á frest. GÍSLI Smæð hagkerfisins veldur því að bankakerfið verður ævinlega hlutfalls- lega stórt, segir framkvæmdastjóri GAM Management. MARKAÐURINN/ARNÞÓR Starfsmenn fyrirtækja í fjár- málaþjónustu hér voru 5.600 í lok árs 2007. Þeir eru nú 4.200. Þetta jafngildir 25 prósenta fækkun starfa, samkvæmt upplýsing- um úr skýrslu Bankasýslu rík- isins. Meirihluti þeirra, rúmlega 3.000 vinna hjá Arion banka, Ís- landsbanka og Landsbankanum. Aðrir vinna hjá sparisjóðunum og öðrum smærri bönkum og fjármálafyrirtækjum. Í skýrslu Bankasýslunn- ar kemur fram að starfsfólk í fjármálaþjónustu sem hlutfall af heildarvinnuafli hér á landi hafi aukist verulega á síðustu tuttugu árum. Hlutfallið var 3,5 prósent í byrjun tíunda ára- tugar. Í kjölfar aukinna verð- bréfaviðskipta og fjárfestingar- bankastarfsemi eftir aldamót- in hafi hlutfallið hækkað hratt, fór hæst í rúm 5,0 prósent árið 2008. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir bankahrunið sé hlut- fall starfsmanna í fjármálaþjón- ustu sem hlutfall af heildar- vinnuafli 4,7 prósent, sem er svipað og það var fyrir þremur árum þegar stefnt var að því að gera Ísland að alþjóðlegri fjár- málamiðstöð. Til samanburðar starfa að meðaltali 3,0 prósent vinnuafls við fjármálaþjónustu innan Evr- ópusambandsins. 4.200 manns vinna hjá bönkunum Li th áe n Po rt úg al Le tt la nd Fi nn la nd N or eg ur Sv íþ jó ð Pó lla nd G rik kl an d Sp án n H ol la nd Íta lía ES B Fr ak kl an d D an m ör k Þý sk al an d B el gí a Au st ur rík i B re tla nd Ís la nd Írl an d Sv is s Lú xe m bo rg Hlutfall í ESB til viðmiðunar 12,08% 5,60% 5,10% 4,69% 4,25% 3,55% 3,55% 3,46% 3,45% 3,42% 3,04% 2,82% 2,81% 2,51% 2,50% 2,35% 2,19% 2,15% 2,07% 2,02% 1,77% 1,56% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% STARFSFÓLK Í FJÁRMÁLAGEIRANUM SEM HLUTFALL AF VINNUAFLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.