Fréttablaðið - 11.08.2010, Qupperneq 34
22 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Eiður talar ekki við íslenska fjölmiðla
Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf
morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta í gær en
KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að lands-
liðsmönnunum. Eiður Smári tók engu að síður þátt í
æfingunni. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins,
tjáði blaðamanni Fréttablaðsins að Eiður Smári myndi
ekki veita íslenskum fjölmiðlum viðtal á
æfingunni. Þegar Ómar var spurður út í
það hvort þetta „fjölmiðlabann“ stærstu
knattspyrnustjörnu landsins myndi halda
áfram fram yfir leikinn við Liechten-
stein var svarið að þeir tækju bara
eina æfingu fyrir í einu.
Sölvi Geir Ottesen verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar
íslenska landsliðið mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardals-
vellinum en leikurinn hefst klukkan 19.30. Sölvi Geir er að fara að
spila sinn fyrsta landsleik sem leikmaður FCK frá Kaupmanna-
höfn en hann hefur byrjað vel með dönsku meisturunum á
þessu tímabili.
„Við erum ekki búnir að tapa leik, erum á toppnum í
dönsku deildinni og erum komnir áfram í næstu umferð í
Meistaradeildinni. Þetta byrjar vel hjá okkur. Ég er búinn að
fá að spila alla leikina og það er búið að ganga mjög vel til
að byrja með,“ sagði Sölvi fyrir æfingu landsliðsins í gær.
Sölvi hefur verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu landsleikj-
um þar sem Ólafur Jóhannesson hefur getað valið úr öllum
leikmönnum.
„Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila. Maður verður að
gera sitt á æfingunum til að sýna sig fyrir þjálfaranum. Ég er
búinn að spila síðustu leiki með landsliðinu en ég veit ekki hvaða
hugmyndir hann hefur núna,“ segir Sölvi.
Ísland mætir nú Liechtenstein annað árið í röð í æfingaleik en liðið
vann 2-0 í leik liðanna í fyrra.
„Það er ekkert lið sem við getum mætt með hálfum hug. Við
þurfum að koma hundrað prósent inn í þennan leik til þess
að ná sigri. Ég veit voðalega lítið um lið Liechtenstein en við
eigum að vinna þetta lið ef við spilum góðan leik,“ segir Sölvi.
Íslenska landsliðið er ekki enn búið að fá á sig mark á þessu
ári en leikurinn í kvöld er sá fimmti á árinu 2010.
„Það eru ekki bara þeir fjórir öftustu og markmaðurinn sem hafa
verið að standa sig vel í varnarleiknum. Allt liðið er að vinna vel
saman bæði varnarlega og sóknarlega. Það er vonandi að við
höldum áfram þessum sterka varnarleik,“ segir Sölvi en íslenska
landsliðið fékk síðast á sig mark í 1-1 jafntefli á móti Lúxemborg
14. nóvember 2009 eða fyrir 375 spilamínútum síðan.
SÖLVI GEIR OTTESEN: AÐ STANDA SIG VEL MEÐ FC KAUPMANNAHÖFN OG ÍSLENSKA LANDSLIÐINU
Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila
FÓTBOLTI Landslið Liechtenstein
hefur ekki unnið landsleik síðan það
sigraði Ísland 3-0 hinn 17. október
2007. Sá dagur er svartur dagur í
íslenskri knattspyrnusögu.
Síðan þá hefur liðið spilað átján
FIFA-leiki, tapað sextán þeirra og
gert tvö jafntefli, á móti Aserbaíd-
sjan og Finnlandi.
Meðal þessara sextán ósigra er
2-0 tap á móti Íslandi á La Manga
í fyrra þar sem Arnór Smárason og
Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu
mörk Íslands.
Þjóðirnar hafa alls mætt fimm
sinnum, Ísland hefur unnið fimm
leiki en Liechtenstein náði jafntefli
í Laugardal og vann heimaleikinn
þegar þjóðirnar lentu saman í und-
ankeppni EM 2008. Markatalan í
leikjunum fimm er 11-4 Íslandi í vil.
- óój
Landslið Liechtenstein hefur ekki unnið leik í þrjú ár:
Unnu síðast Íslendinga
*V
ik
un
a
9.
-1
6.
á
g
ús
t
20
10
. G
ild
ir
e
kk
i m
eð
ö
ð
ru
m
t
ilb
o
ð
um
.
58·12345 | www.dominos.is
Stór Margarita á
ef þú sækir.*
Auka álegg á miðstærð af pizzu...... 200 kr.
Auka álegg á stóra pizzu.................. 250 kr.
Breiðablik komst áfram í Meistaradeild Evrópu:
Algjörlega geðveikt
FÓTBOLTI Breiðablik komst áfram
í 32-liða úrslit Meistaradeildar
Evrópu eftir 3-3 jafntefli við
franska liðið Juvisy í gær. Blikar
náðu öðru sæti síns riðils með sjö
stig. Það var besti árangur
allra liða í riðlakeppninni
sem lentu í öðru sæti
Blikar komust því áfram
með sigurvegurum riðlanna.
Breiðablik komst yfir þegar
rangstöðugildra gestanna
klikkaði illa og staðan var 1-
0 í hálfleik þrátt fyrir fjölda
dauðafæra Juvisy.
Gestirnir skoruðu tvö
mörk með skömmu millibili
í seinni hálfleik en skoruðu
svo skrautlegt sjálfsmark
og jöfnuðu. Þær komust
aftur yfir en karakter
Blikastelpna var frábær
og liðið jafnaði
með góðu marki Berglindar
Þorvaldsdóttur.
„Leikurinn var eins og við
bjuggumst við, miklu erfðari en
hinir tveir. Við bárum kannski
aðeins of mikla virðingu fyrir
þeim og þær voru lengst af með
yfirhöndina,“ sagði Harpa eftir
leikinn.
„En við gáfumst aldrei upp og
það hefði verið auðvelt að detta
niður eftir að þær komust
tvisvar yfir. En þetta var
frábært og við hefðum jafnvel
getað stolið sigrinum í lokin.
Við erum líka ánægðar og
þakklátar fyrir stuðninginn,
síðan ég kom í
Breiðablik
held ég að
ég hafi aldrei séð jafn marga
á kvennaleik. Þetta var algjörlega
geðveikt,“ sagði Harpa. - hþh
FÓTBOLTI Íslenskt U21 árs landslið
hefur aldrei komist í lokakeppni
stórmóts í knattspyrnu. Liðið kemst
skrefi nær því markmiði með sigri
á Þjóðverjum í dag. Liðin gerðu 2-
2 jafntefli í fyrri leiknum en þau
mætast í Kaplakrika í undankeppni
EM klukkan í dag
Það var létt yfir liðinu á Loft-
leiðum í gær, skotin gengu fram og
aftur á milli manna. Jóhann Berg
Guðmundsson reyndi að koma sér
inn í viðtalið og köll um að stjörn-
unar í liðinu væru alltaf kallaðar í
viðtal heyrðust um matsalinn.
„Hópurinn er mjög þéttur, við
erum allir góðir vinir og spjöllum
mikið saman,“ segir Guðlaugur
Victor Pálsson, leikmaður Liver-
pool. Hann sagðist að vísu sakna
þess að enginn væri með Playstat-
ion-tölvu á hótelinu. „Hólmar Örn
hefur síðan verið að reyna að halda
því fram að hann sé góður í borð-
tennis. En það kom svo á daginn að
hann getur hreinlega ekkert,“ sagði
Gylfi Sigurðsson og hvatti félaga
sinn þar með til að halda sig við
fótboltann.
Leikurinn í dag er lykilleikur
í riðlinum. Með sigri skilja
Íslendingar andstæðinga dagsins
eftir . Tékkar eru efstir og í góðri
stöðu en tapi Ísland í dag skapast
mikil spenna um tvö efstu sætin.
Efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina
en liðið í öðru sæti í umspil.
Gylfi segir að leikurinn sé sá
mikilvægasti sem íslenskt U21 árs
landslið hafi spilað. „Ef við stönd-
um saman og náum einu eða þrem-
ur stigum erum við í dauðafæri að
komast í lokakeppnina. Það væri
frábær árangur,“ segir hann en
ungmennaliðið hefur fengið meiri
athygli en A-landsliðið sem mætir
Liechtenstein í vináttuleik í kvöld.
„Mér finnst jákvætt að við fáum
meiri athygli og ég vona að fólk
mæti frekar á leikinn okkar en vin-
áttuleik hjá A-liðinu,“ sagði Gylfi.
„Við eigum skilið að fá athyglina.
Við höfum verið að spila vel og náð
góðum úrslitum.“
Guðlaugur segir að lykilatriði sé
að liðið haldi boltanum vel og láti
Þjóðverjana elta sig en ekki öfugt.
„Við leggjum allir hart að okkur í
þessu verkefni og vonandi verður
þetta okkar dagur. Við berjumst
allir fyrir heildina.“
Í fyrri leiknum kom íslenska
liðið Þjóðverjum á óvart með
því að pressa þá hátt á vellinum.
Gylfi segir að svipað verði upp
á teningnum í dag. „Þeim gekk
ekki vel að ráða við okkur þá. Að
sjálfsögðu ætlum við að pressa þá
líka núna, við erum á heimavelli og
við ætlum að sækja. Þetta er ekkert
flókið, við þurfum bara að nýta
færin okkar,“ segir Gylfi.
Frítt er á leikinn í dag sem hefst
klukkan 16.15. hjalti@frettabladid.is
Við eigum skilið
að fá athyglina
Ísland getur tryggt sér að minnsta kosti umspilsleiki
um sæti í lokakeppni EM með sigri á Þjóðverjum í
dag. Hópurinn er samstilltur og innstilltur á sigur.
GÓÐ STEMNING Það var létt yfir strákunum á æfingu í gær og þeir eru að sama skapi
innstilltir á sigur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Úrslit gærdagsins:
Meistaradeild kvenna í Evrópu:
Breiðablik - Juvisy Essonne 3-3
1-0 Harpa Þorsteinsd. (18.), 2-2 sjálfsmark
(70.), 3-3 Berglind Þorvaldsd. (84.).
Pepsi-deild kvenna:
Þór/KA-Fylkir 3-1
1-0 Mateja Zver (30.), 2-0 Rakel Hönnu-
dóttir (47), 3-0 Vesna Smiljcovic (88.),
3-1 Laufey Björnsdóttir (97.).
Stjarnan-Valur 2-2
1-0 Laura King (15.), 1-1 Dagný Brynjars-
dóttir (30.), 2-1 Lindsey Schwartz (45.),
2-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (71., víti).
KR-Haukar 1-1
0-1 Sara Jordan (44.), 1-1 Agnes Árnad. (80.)
FH-Grindavík 5-0
1-0 Liliana Martins (2.), 2-0 Aldís Kara
Lúðvíksdóttir (11.), 3-0 Martins (59.), 4-0
Aldís (65.), 5-0 Margrét Sveinsdóttir (76.)
Upplýsingar frá heimasíðunni Fótbolti.net.
Staðan í deildinni:
Valur 14 10 3 1 56-12 33
Þór/KA 14 9 1 4 41-19 28
Breiðablik 13 8 2 3 27-17 26
Stjarnan 14 6 5 4 28-14 23
Fylkir 14 7 2 5 25-18 23
KR 14 6 4 4 18-15 22
Grindavík 14 4 2 8 10-25 14
Afturelding 13 4 1 8 11-39 13
FH 14 3 1 10 17-45 10
Haukar 14 1 2 11 9-38 5