Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 4
4 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN, AP Bandaríska leyni- þjónustan CIA hefur í fórum sínum upptökur af yfirheyrsl- um yfir Ramzi Binalshibh, sem fóru fram í leynilegu fang- elsi á vegum Bandaríkja- manna í Mar- okkó árið 2002. Upptökurnar eru sagðar hafa fundist undir skrifborði í húsa- kynnum CIA í Washington-borg. Binalshibh er einn þeirra sem grunaðir eru um að hafa skipu- lagt árásirnar á Bandaríkin haustið 2001. Tvær myndbandsupptökur og ein hljóðupptaka eru sagðar gefa góða innsýn í hvernig önnur ríki veittu Bandaríkjunum aðstoð við að halda grunuðum hryðjuverka- mönnum í fangelsi með leynd. - gb Upptökur undir skrifborði: Staðfesta leyni- leg fangelsi CIA RAMZI BINALSHIBH VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 23° 22° 18° 20° 18° 19° 19° 23° 20° 30° 29° 34° 17° 21° 16° 22°Á MORGUN Stíf NA-átt SA-til, annars hægari FÖSTUDAGUR 3-8 m/s. 15 15 16 14 14 14 10 10 11 12 12 6 9 8 11 5 7 6 10 7 4 5 16 18 13 11 9 9 911 12 15 MISSKIPT VEÐUR á landinu í dag og á morgun. Fyrir norð- an og austan verð- ur væta og svalt en suðvestan til má búast við bjartviðri og áfram óvenju miklum hlýindum. Á föstudag lítur út fyrir kólnandi veður um allt land. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður MENNTAMÁL Menntaráð Reykja- víkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könn- un Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í menntaráði Reykjavíkur- borgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að auk- ast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strák- um, meðal annars vegna fækkun- ar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðan- ir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynja- ímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rann- sókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofn- andi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finn- ist skemmti- legra að læra heldur en strák- um. Staðreynd- in er sú að oft á tíðum er náms- efnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunn- skólum. sunna@frettabladid.is Vilja bæta árangur drengja í skólum Stýrihópur settur af stað í menntaráði til að bæta árangur drengja í skólum. Oddviti VG gagnrýnir viðhorfið og segir mikilvægt að vinna markvisst með bæði kynin. Stúlkur ánægðari með nám í grunnskólum, samkvæmt rannsókn. SÓLEY TÓMASDÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR BÖRN Í SKÓLA Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Jinky Young er ekki dóttir skák- meistarans Bobby Fischer samkvæmt niður- stöðu úr DNA-greiningu á lífsýnum Fischers. Engin merki voru um skyldleika samkvæmt greiningunni, segir Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður tveggja systursona Fischers. Rannsóknin fór fram þar sem hin filipps- eyska Marylin Young, móðir hinnar níu ára Jinky, hélt því fram að dóttir sín væri dótt- ir Fischers. Nauðsynlegt var að rannsaka þá fullyrðingu þar sem Young vildi gera kröfu í dánar bú Fischers. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að grafa þyrfti lík Fischers upp til að ná í lífsýni. Fischer fékk íslenskan ríkisborgara- rétt árið 2005, og lést í janúar 2008. Réttar- meinadeild Landspítalans rannsakaði sýnið og komst að þeirri niðurstöðu að Fischer og Jinky Young væru óskyld. Bæði Myoko Watai, meint eiginkona Fis- chers, og tveir bandarískir systursynir Fis- chers deila um hver erfir þau auðæfi sem Fischer lét eftir sig. Hæstiréttur hefur úrskurðað að opinber skipti þurfi að fara fram á búinu þar sem ekki hafi verið sannað með fullnægjandi hætti að Fischer og hin jap- anska Watai hafi gengið í hjónaband. Áfram verður því fjallað um málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. - bj DNA-greining sýnir að níu ára filippseysk stúlka er ekki dóttir Bobby Fischer: Áfram deilt um arf skákmeistarans DEILUR Tveir systursynir Bobby Fischers og meint eiginkona hans deila áfram um arf skákmeistarans. NÝSKÖPUN Samlagssjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í nýsköpunarfyrirtækinu ICEcon- sult fyrir áttatíu milljónir króna. ICEconsult hefur þróað hug- búnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveit- arfélög, fyrirtæki, þjónustufyr- irtæki og verslanakeðjur. Með innleiðingu lausna ICEconsult á tilteknum rafrænum verkferl- um og réttum þjónustusamning- um má ná um tíu til þrjátíu pró- senta hagræðingu. Fyrirtækið er byrjað á markaðssókn erlend- is og hefur samið um dreifingu á hugbúnaði sínum í Danmörku, Englandi og Möltu, að því er fram kemur í tilkynningu. - jab Frumtak kaupir í ICEconsult: Hjálpa til við hagræðingu KAUPIN INNSIGLUÐ Forsvarsmenn Frumtaks og ICEconsult um það leyti sem þeir skrifuðu undir hlutafjárkaupin. Fjórir fluttir á slysadeild Bifreið var ekið á staur á Sæbraut- inni um hálfþrjú í fyrrinótt. Slökkvi- liðið sendi dælubíl og sjúkrabíla á vettvang. Fjórir voru í bílnum og voru fluttir á slysadeild til öryggis, en reyndust ekki alvarlega slasaðir. LÖGREGLUFRÉTTIR Metfjöldi ferðamanna Metfjöldi ferðamanna hefur komið í Byggðasafnið í Glaumbæ í Skaga- firði í sumar. Búist er við að fjöldinn verði vel yfir 30 þúsund manns þegar sumri lýkur. SKAGAFJÖRÐUR NÁTTÚRUSPJÖLL Holræsa- og stíflu- þjónusta Suðurlands, sem losaði seyruvökva úr rotþróm á vatns- verndarsvæðinu á Þingvöllum, hefur áður gerst brotleg um slíka losun. Fyrirtækið sér um að tæma rotþrær fyrir fimm sveitarfélög á Suðurlandi og hefur, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, nú í tvígang losað úrgang út í nátt- úruna. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni úr neysluvatni á Þingvöllum og bráðabirgðaniðurstöður gætu legið fyrir í dag. Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands hefur fengið formlega áminningu fyrir losunina á Þingvöllum. - sv Losun á vatnsverndarsvæði: Ítrekuð losun á seyruvökva FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 17.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,8108 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,93 119,49 186,10 187,00 153,06 153,92 20,545 20,665 19,350 19,464 16,237 16,333 1,3907 1,3989 180,24 181,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýtt le ikár ky nnt eftir 2 d aga 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.