Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 2
2 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
Sigrún, verður ekki orð um
það meir?
„Svo mörg voru þau orð!“
Nýjasti liður í sparnaðaraðgerðum RÚV er
sá að leggja niður hinn vinsæla þátt Orð
skulu standa á Rás 1. Sigrún Stefánsdóttir
er dagskrárstjóri útvarpsins. Tekið skal
fram að Sigrún bindur vonir við að þátt-
inn megi endurvekja þegar betur árar.
LÖGREGLUMÁL Lögregla leitar enn
að morðvopni sem notað var til
þess að stinga mann á fertugs-
aldri til bana í Hafnarfirði aðfara-
nótt síðastliðins sunnudags.
Um er að ræða eggvopn sem
hann var margstunginn með.
Unnusta mannsins kom að honum
látnum á svefnherbergisgangi í
húsinu sem hann bjó í rétt fyrir
hádegi á sunnudag.
Síðdegis í gær var manni á þrí-
tugsaldri sleppt úr haldi lögreglu
vegna málsins. Maðurinn var yfir-
heyrður í fyrrakvöld og síðan lát-
inn gista fangaklefa yfir nóttina.
Ekki þóttu efni til að að krefjast
gæsluvarðhalds yfir honum.
Verjandi mannsins, Guðrún
Sesselja Arnardóttir, sendi í gær
frá sér yfirlýsingu þar sem hún
segir bera að „ ...fordæma þau
forkastanlegu vinnubrögð sem
ákveðnir fjölmiðlar hafa við-
haft í þessu máli og þá sérstak-
lega ótímabæra nafn- og mynd-
birtingu af skjólstæðingi mínum.
Gera verður þá kröfu til fjöl-
miðla að þeir hafi í heiðri þá meg-
inreglu réttarfarslaga að maður
sé saklaus uns sekt telst sönnuð
og á það sérstaklega við þegar
hvorki hefur verið farið fram á
gæsluvarðhald yfir viðkomandi,
né heldur gefin út ákæra.“
Guðrún Sesselja sagði við
Fréttablaðið í gær að hún myndi
fara yfir málið með skjólstæð-
ingi sínum hvað varðaði nafn-
og myndbirtingu á honum í fjöl-
miðlum. Nafn mannsins var birt
á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið
á pressan.is og eyjan.is.
Vel kunni að vera að höfðað
verði mál á hendur viðkomandi
fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða
eða brots á friðhelgi einkalífs.
„Ég skil ekki svona vinnubrögð,“
sagði Guðrún Sesselja.
Á fjórða tug lögreglumanna
vinnur að rannsókn morðmálsins.
Fjölmargir hafa verið yfirheyrð-
ir og þeirri vinnu er ekki lokið.
Tæknirannsókn á vettvangi er
langt komin og önnur gagnaöfl-
un í fullum gangi. Fjöldi ábend-
inga hefur borist frá almenningi
og verið er að vinna úr þeim eftir
því sem tilefni er til.
Lögreglan biður þá sem upp-
lýsingar geta gefið í tengslum við
rannsókn málsins um að hafa sam-
band í 444 1104. jss@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Morðvopns leitað og
málssókn yfirvofandi
Morðvopn sem notað var til að bana manni á fertugsaldri í Hafnarfirði um síð-
ustu helgi er enn ófundið. Manni á þrítugsaldri sem hafði verið yfirheyrður af
lögreglu var sleppt í gær. Lögmaður hans segir málshöfðun koma til greina.
MORÐRANNSÓKNIN Á fjórða tug lögreglumanna vinnur nú að rannsókn á morðmál-
inu í Hafnarfirði. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og verið er að vinna úr gögnum og
ábendingum frá almenningi.
Gera verður þá kröfu
til fjölmiðla að þeir
hafi í heiðri þá meginreglu
réttarfarslaga að maður sé
saklaus uns sekt telst sönnuð
GUÐRÚN SESSELJA ARNARDÓTTIR
VERJANDI
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur hefur dæmt pólskan karlmann,
Tomasz Burdzan, í þriggja og hálfs
árs fangelsi fyrir nauðgun. Athæf-
ið átti sér stað í lok júní í fyrra.
Konan hafði verið að skemmta
sér og kvaðst fyrir dómi ekki hafa
haft nægjanlega fjármuni til að
taka leigubíl heim. Hún hitti mann-
inn í miðbænum í Reykjavík. Hann
bauð henni að koma með sér heim,
svo hún gæti hringt, sem hún þáði.
Hún spurði mannninn hvort hann
ætti áfengi, en hann gaf henni
kaffi.
Þegar konan bjóst til brottfarar
hrinti maðurinn henni á skáp eða
hillu þannig að hún vankaðist og
vissi ekki af sér fyrr en hún lá í
rúmi mannsins. Hann hafði svo við
hana samræði gegn vilja hennar.
Hún fór svo á Neyðarmóttöku fyrir
fórnarlömb nauðgana.
Maðurinn neitaði sök. Dómur-
inn taldi framburð hans hins vegar
afar ótrúverðugan og taldi að mað-
urinn hefði beitt konuna ofbeldi og
haft við hana samræði.
Auk þriggja og hálfs árs fang-
elsis var maðurinn dæmdur til að
greiða konunni 1,2 milljónir króna
í miskabætur. - jss
Karlmaður dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu miskabóta:
Bauð konu heim og nauðgaði
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Dæmdi í
nauðgunarmálinu.
LÖGREGLA Björgvin Björgvinsson
hjá rannsóknardeild lögreglunn-
ar í Reykjavík óskaði eftir því að
vera færður úr starfi sem yfir-
maður kynferðisbrotadeildar í
gær. Var það vegna hinnar hörðu
gagnrýni sem ummæli hans í DV
um fórnarlömb nauðgana hafa
sætt.
Lögreglan sendi frá sér yfir-
lýsingu um málið í gærmorgun
þar sem meðal annars kom fram
að embættið harmi ummæli
Björgvins í blaðinu og þau end-
urspegli á engan hátt afstöðu eða
viðhorf þess til kynferðisbrota
eða fórnarlamba þeirra. Emb-
ættið biðjist jafnframt afsökun-
ar á ummælunum og að það sé
mat yfirmanns kynferðisbrota-
deildarinnar að þau séu til þess
fallin að skaða trúverðugleika
rannsókna lögreglunnar á sviði
kynferðisbrota. Rannsóknir á
kynferðisbrotum á höfuðborg-
arsvæðinu heyri nú undir yfir-
mann rannsóknardeildar, Frið-
rik Smára Björgvinsson.
Meðal annars var haft eftir
Björgvini í DV á mánudag að
fólk í annarlegu ástandi ætti að
líta í eigin barm og taka ábyrgð
á sjálfu sér. Hefur hann beð-
ist afsökunar á ummælunum en
hefur ekki rætt opinberlega við
fjölmiðla.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
vildi ekki tjá sig um málið við
Fréttablaðið og vísaði í yfirlýs-
ingu lögreglunnar. - sv
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar höfuðborgarsvæðisins fluttur úr starfi:
Baðst afsökunar á orðum sín-
um og harmar ummælin
MENNING Forsvarsmenn menning-
arnætur kynntu dagskrá hátíðar-
innar, sem haldin verður á laug-
ardag, í gömlum strætisvagni í
gær. Uppátækinu var ætlað að
minna fólk á að lögð er áhersla á
bílalausa menningarnótt.
Þeir bíleigendur sem leggja
ólöglega í miðborginni á menn-
ingarnótt mega nú í fyrsta skipti
eiga von á sektum. Fólk er hvatt
til að skilja bílana eftir heima og
fá allir frítt í strætisvagna til að
draga úr umferð um miðbæinn.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er
„Strætin óma“, og eru borgar-
búar hvattir til að fylla miðborg-
ina af hljóðfæraslætti og söng. - bj
Þétt dagskrá á menningarnótt:
Allir fá ókeypis
í strætisvagna
KYNNING Jón Gnarr borgarstjóri og Stef-
án Eiríksson lögreglustjóri hvöttu fólk til
að skilja bílana eftir heima á menning-
arnótt á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Var færður til
í starfi vegna ummæla sem höfð voru
eftir honum í DV.
VÍSINDI Hópur örverufræðinga við
Newcastle-háskóla í Bretlandi
hefur uppgövað að bakteríur hafa
lyktarskyn.
Bakteríur eru einföldustu líf-
verur jarðarinnar og hafa frekar
verið þekktar fyrir að valda lykt
en finna hana hingað til. Nýja
rannsóknin bendir hins vegar
til þess að bakteríur hafi eins
konar nef sem geti greint agnir
í lofti sem mynda lykt svo sem
ammoníak.
Rannsóknin leiddi einnig í
ljós að bakteríurnar bregðast
við ammoníakslykt með því að
mynda eins konar slím sem festir
nálægar bakteríur saman. - mþl
Uppgötvun í Newcastle:
Bakteríur með
lyktarskyn
Hjólað á Hverfisgötu
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna
að uppsetningu tímabundins hjól-
reiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn
verður í notkun næsta föstudag. 35
gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu
verða helguð hjólreiðum í þessari
tilraun og hefur verkefnið verið kynnt
fyrir íbúum og þjónustuaðilum.
Viðurkenning fyrir fegrun
Fegrunarviðurkenningar vegna feg-
urstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja
og endurbóta á eldri húsum í Reykja-
vík árið 2010 verða afhentar í dag.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr,
afhendir viðurkenningarnar.
REYKJAVÍK
SLYS Frönsk kona hrasaði við
hellaskoðun í Miklafelli í Eld-
hrauni í dag og tvíhálsbrotn-
aði. Féll konan
niður um einn
og hálfan metra
og lenti á and-
litinu, að sögn
Guðmundar
Inga Ingason-
ar, varðstjóra
lögreglunnar á
Hvolsvelli.
Björgunar-
sveitin Kyndill
á Kirkjubæjar-
klaustri var kölluð á staðinn
ásamt TF-GNÁ, þyrlu Landhelg-
isgæslunnar. Fjallabjörgunar-
menn frá björgunarsveitum á
höfuðborgarsvæðinu fóru með
þyrlunni á staðinn. Guðmundur
segir aðstæður hafa verið erfiðar
á svæðinu og nokkurn tíma hafi
tekið fyrir þyrluna að komast á
áfangastað.
Miklar annir voru hjá Land-
helgisgæslunni, fjögur útköll á
innan við sólarhring. - sv / sjá síðu 12
Kona hrasar í hellaskoðun:
Flutt með þyrlu
tvíhálsbrotin
TF-GNÁ
CHICAGO,AP Fyrrverandi ríkis-
stjóri Illinois-ríkis í Bandaríkj-
unum, Rod Blagojevich, var sak-
felldur í gær fyrir að ljúga að
starfsmönnum bandarísku alrík-
islögreglunnar, FBI.
Kviðdómur komst ekki að nið-
urstöðu vegna annarra ákæru-
liða en Rod Blagojevich var
meðal annars sakaður um að
reyna að selja sæti Baracks
Obama í öldungadeild bandaríska
þingsins.
Saksóknarar í Illionois tóku
fram eftir að dómur féll að áætl-
að sé að taka mál Blagojevich upp
eins fljótt og auðið er. - sv
Fyrrum ríkisstjóri sakfelldur:
Laug að FBI