Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 14
14 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓRU mdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðis- brotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögregl- unnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður. Nú hafa bæði Björgvin og lög- regluembættið brugðizt rétt við; yfirmaðurinn bað um flutning úr starfi yfirmanns kynferðisbrota- deildarinnar. Hann og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa beð- izt afsökunar á ummælunum og ítrekað að þau „endurspegli á engan hátt afstöðu eða viðhorf embættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota“. Í umræðum manna á meðal hefur borið á þeim rökum, að ekki sé hægt að gagnrýna lögreglumanninn fyrir að hvetja fólk til að gæta að sér og verða ekki bjargarlaust vegna áfengis- og fíkni- efnavímu. Þetta sé aðeins heilbrigð skynsemi. Þetta er rétt, en þá er litið framhjá því sem Björgvin Björgvins- son sagði í framhaldinu: „Oftar en ekki eru þessi mál [nauðgunar- mál og önnur kynferðisbrot] tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“ Það eru þessi ummæli, sem eru afar óheppileg úr munni manns, sem á að stjórna rannsóknum á kynferðisbrotum. Þau hvetja tæp- lega fórnarlömb nauðgunar til að kæra glæpinn. Að sjálfsögðu eiga allir að bera ábyrgð á sjálfum sér og það er satt og rétt, að ofurölvi einstaklingur er alltaf í hættu að verða sjálfum sér og öðrum til skaða. Fólk þarf að gæta bæði að eigin virðingu og öryggi þegar það fær sér í glas. En það tekur að sjálfsögðu ekki ábyrgðina af þeim, sem notfæra sér ástand fólks í áfengis- eða fíkniefnadái til að fremja kynferðisglæp. Ekkert réttlætir slíkan verknað. Það hefur verið býsna algengt viðhorf að fórnarlömb nauðgun- ar ættu sjálf einhverja sök á glæpnum. Konur hafa verið sagð- ar klæða sig þannig að það byði hættunni heim, hafa daðrað við ofbeldismennina, verið of drukknar og þar fram eftir götum. Þetta viðhorf hefur stuðlað að því að koma inn sektarkennd hjá fórnarlömbunum og dregið úr mörgum kjarkinn að kæra ofbeld- ismennina. Þessir fordómar hafa hins vegar verið á undanhaldi, jafnt innan lögreglunnar sem annars staðar. Ummæli lögreglumannsins voru óheppileg, en gáfu lögreglunni jafnframt ágætt tækifæri til að segja skýrt og skorinort að þetta gamla viðhorf eigi ekki lengur rétt á sér. Lögreglan brást rétt við ummælum yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Gömlu viðhorfi úthýst Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóð- ríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft inn á við en út á við enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri mark- aðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sam- eiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sam- bandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Dan- mörku og Írland tólf ár að fá aðild að sam- bandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spán- verja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völd- um. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, fimmtán árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessara nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjón- arinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðs- hagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórn- sýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sam- bandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmun- um sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu sam- hengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tut- tugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambands- ins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu. Landnám ESB? Evrópumál Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Þórarinn Jónsson hdl. Lögg. Fasteignasali Hafðu samband Vésteinn Gauti Hauksson Fyrirtækjaráðgjöf 661 4080 / 510 7919 vesteinn@remax.is Viltu vita hvers virði fyrirtækið þitt er? Fyrirtækjaþjónusta Remax verðmetur fyrirtækið þitt og gefur þér nákvæma skýrslu um verðmæti þess hvort sem þú hefur hug á að selja reksturinn eða ekki. Þórarinn Jónsson hdl. Löggiltur fasteigna- og skipasali Fasteignamiðlun Kópavogs ehf. Bæjarlind 12 // S: 520 9500 Ekkert til að gleðjast yfir Mörður Árnason þingmaður er eins og fleiri ósáttur við þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að taka þáttinn Orð skulu standa af dagskránni í vetur. Hann stingur meira að segja upp á því að í stað þess að hætta við þáttinn verði hætt við að gera þætti um áttatíu ára afmæli stofnunarinnar og þættir frá síðasta stórafmæli verði endurfluttir. Það sé engin ástæða til að gleðjast yfir síðustu tíu árum – þrátt fyrir Orð skulu standa og þrátt fyrir að Mörður hafi setið í útvarpsráði stofnunarinn- ar lengi vel. Málefnalega umræðan? Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein um Evrópumál- in á Íslandi í Frétta- blaðið á mánudag þar sem hann sagði meðal annars að óskandi væri að hægt væri að ræða málið án þess að fólk vísaði fram flokks- skírteinum. Hann óskaði jafnframt eftir málefnalegri umræðu. Þetta tóku bæði Evrópusamtökin, sem eru fylgjandi aðild, og Evrópu- vaktin, sem er andsnúin aðild, upp á vefsíðum sínum. Evrópusamtökin vitnuðu reyndar aðeins beint í greinina, enda greinin þeim að skapi. Á Evrópu- vaktinni var greint frá sérstökum vinskap Guðmundar Andra við Samfylkinguna, og óskir hans um umræðu án flokksskírteina þannig virt að vettugi. thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.