Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 28
20 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Sendu SMS EST PAD á númerið 1900. Þú færð spurningu sem þú svarar með því að senda SMS EST A, B eða C á númerið 1900. Aðalvinningur er iPad + árs áskrift af Tónlist.is Geggjaðir aukavinningar: GSM símar · Bíómiðar á 22 Bullets (Frumsýnd 4. ágúst) Fullt af gosi · DVD · Tölvuleikir og margt fleira Viltu vinna iPad? *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum 27. ágúst 2010. Vinningar verða afhendir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu komin/n í SMS klúbb. 199 kr/SMS-ið. Þú færð 5 mín. til að svara spurningu. Leik líkur 27.ágúst 2010. Taktu þátt! 10. hver vinnur! ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þegar ég nam mannfræði var ég van-inn af því að alhæfa. Af því má þó hafa bæði gagn og gaman svo fljótlega fór ég að alhæfa í laumi að námi loknu. NÚ ER svo komið að ég get sagt, án þess að fá hroll í mína pólitísku réttlætis- kennd, að Andalúsíumenn séu yfirmáta málglaðir. Ég er líka farinn að leyfa mér að velta fyrir mér skýringum á því. Ein þeirra kann að vera sú að orðin „já“ og „nei“ séu ekki jafn afdráttarlaus eins og í minni heimasveit. Til dæmis er það talin hin mesta háttprýði í Andalúsíu að afþakka í fyrstu hvern þann hlut sem manni er boðinn. Ef sá sem veit- ir er vel að sér í mannasiðum lætur hann ekki deigan síga og endurtekur boð sitt. Hefst þá oft mikill leikþátt- ur sem venjulega endar með því að boðinu er tekið, annað hvort af heilum hug eða fyrir kurteisisakir. MIKLAR orðalenging- ar eiga sér því oftast stað við aðstæður sem í minni heimasveit yrðu leiddar til lykta með eftirfar- andi hætti: „MÁ BJÓÐA þér bjór?“ „JÁ TAKK.“ Eða: „Nei takk, ég er nýkom- inn úr meðferð.“ SAMS konar langloka er bökuð þegar maður hittir málkunnugan Andalúsíu- mann á förnum vegi. Til dæmis hitti ég einn fyrir nokkru í miðbæ Baza og hann tók þegar til máls og sagði mér hve- nær hann vaknaði, hvað hann fékk sér í morgunmat, klukkan hvað hann lagði af stað í bæinn og síðan rakti hann leið sína í smáatriðum uns komið var að þeim stað sem staðið var á. Þá þótti mér mál að linnti en til að sýna að við Norð- urlandabúar kunnum okkur hlýddi ég á frásögn hans um það sem hann hafði verið að pæla í að gera en hætti við. Því fylgdi síðan greinargóð skýring á þeirri ákvörðun. ÉG KVEÐ þá og sýni á mér fararsnið en verð svo hræddur um að hann fái þá hug- mynd að við Íslendingar séum þurrir á manninn svo ég segi eins bjöggalega og ég get, „nei, flottir skór.“ VANDINN við að alhæfa er að maður fer að óttast það að lenda sjálfur í ein- hvers konar flokkunarkerfi. Sá ótti varð mér dýrkeyptur því klukkan var orðin ansi margt þegar sagan af skónum var á enda. Óttinn við alhæfinguna Villtu vera svo vænn að færa þig aftast á teppið. Hvað segirðu? Maga- belti? Já, mig langar í magabelti í jólagjöf. Pabbi, geturðu skutlað mér í gítartíma? Já. Geturðu gert það án þess að vekja grun um að við séum í sömu fjölskyldu? Þetta snýst allt saman um buxurn- ar mínar, er það ekki? Nei, nei, ekki þennan!!! Þú verður að fá plástur, þú fékkst svo stórt sár. Hvað er að, er hann hræddur um að læknadótið muni meiða hann? Nei, það er ekki málið. Hann er brjálaður yfir því að við eigum bara Latabæjar-plástur. Ég myndi frekar skera af mér fótinn en að fá þennan plástur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.