Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 38
30 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. kornstrá, 6. úr hófi, 8. sæ, 9. gifti, 11. belti, 12. laust bit, 14. nasl, 16. klafi, 17. hlaup, 18. fálm, 20. guð, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. kjaft, 3. hæð, 4. lukt, 5. mæli- eining, 7. svikull, 10. kelda, 13. iðn, 15. útungun, 16. margsinnis, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. hálm, 6. of, 8. sjó, 9. gaf, 11. ól, 12. glefs, 14. snakk, 16. ok, 17. gel, 18. fum, 20. ra, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. ás, 4. ljósker, 5. mól, 7. falskur, 10. fen, 13. fag, 15. klak, 16. oft, 19. mó. „Ég fæ mér Weetabix á morgn- ana áður en ég mæti í vinnuna. Reyni að ná því á hverjum morgni en þar sem ég mæti í vinnuna klukkan sjö er stundum lítill tími. Ég fæ mér líka Weeta- bix um helgar.“ Jóhanna Eva Gunnarsdóttir vörubílstjóri sem tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 10. 1 Orð skulu standa. 2 Tvisvar, nú síðast í plastdúk á vesturhlið hússins á mánudag. 3 Robert Gates. Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem ætlar að klæðast sama kjólnum daglega í heil- an mánuð til styrktar skóla í New Orleans. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verk- efni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni,“ útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönn- uð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu,“ segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery-skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibyl- urinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery-skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja.“ Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða,“ segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. - sm Klæðist einum kjól í mánuð AÐEINS EINN KJÓLL Indía Salvör Menuez tekur þátt í verkefni til styrktar skóla í New Orleans. Hún þarf að klæðast sama kjólnum daglega út ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er ekki að fara vinna með RÚV, allavega ekki laugardagsþáttinn. Ég er bara á fullu að gera Gauragang. Hún verður frumsýnd um jólin og ég er bundinn í þeirri vinnu þang- að til,“ segir Gunnar Björn Guð- mundsson kvikmyndaleikstjóri. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri RÚV, lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið fyrir viku að hún hefði hug á því að falast eftir kröft- um Gunnars til að stjórna þætti á þeim dagskrártíma sem Spaugstof- an var áður sýnd á. En hún er, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, hætt í Efstaleitinu. Einhverjar hugmyndir voru á kreiki um að fá fólkið á bak við síð- asta Skaup til að koma að gerð nýs skemmtiþáttar og Gunnar kann- ast vel við þær pælingar. Þau hafi sett fram hugmynd um skemmti- þátt fyrir allnokkru síðan en sá hafi verið sleginn út af borðinu þar sem hann þótti of dýr. Síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst og Gunn- ar hefur raunar engan tíma fyrir sjónvarpsstarfið, er þrælbundinn í kvikmyndagerð sinni. Hann vildi þó ekki útiloka neitt eða loka nein- um dyrum, hann væri samt sem áður ekki að taka við laugardags- þætti RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri RÚV, hafði ekki heyrt af afsvari Gunnars þegar Fréttablað- ið hafði samband við hana. „Ég hefði mjög gjarnan viljað vinna með honum, hann stóð sig vel í tengslum við áramótaskaup- ið og er af þeirri kynslóð sem við þurfum að einblína á. En það er til mikið af hæfileika- ríku fólki og ég er með fleiri í sigtinu,“ segir Sigrún. - fgg Skarð Spaugstofunnar ófyllt BUNDINN GAURAGANGI Gunnar Björn segir það ekki hafa staðið til að fara að vinna á RÚV á þessum vetri; hann sé á fullu við að gera bíómyndina Gauragang. Sigrún Stefánsdóttir segist hafa fleiri í sigtinu. „Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti“ eins og Hamskiptunum og Fást,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leik- stjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðru- vísi dúr en aðrar sýningar hóps- ins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurhlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrif- að af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Jóhanni Níels Sigurðssyni og Gísla Erni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn tekst á við verk eftir sjálf- an sig. „Undantekningin er náttúru- lega söngleikurinn Ást en við lékum ekki í honum. Núna er annað uppi á teningnum.“ Gísli segir að þetta sé í takt við stefnu leikhópsins, þau í hópnum vilji ögra sjálfum sér og virkja leikhúsformið í botn. „Núna ætlum við að setja húsmóðurhlut- verkið í farsakenndan stíl og ýta sjálfum okkur út á ystu nöf,“ segir Gísli en sýningar Vesturports hafa hingað til ekki beint verið fyrir lofthrædda. Og ef marka má lýs- ingar Gísla verður engin breyting- ar þar á, fólk mun jafnvel falla á milli hæða. „Ég veit ekki hvað þetta er, við erum skíthrædd við þetta, þetta er einhver sjálfseyðingar- hvöt, að vera ung og hugsa að þá sé um að gera að þenja sig í botn. Ég er eiginlega alveg með hnút í mag- anum yfir þessu.“ Gísli segir hugmyndina hafa kviknað í kringum fréttir af man- sali og vændi á Íslandi. „Þetta var á þeim tíma þar sem við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera næst. Og í kjölfarið vild- um við fjalla um húsmóður sem er ekki öll þar sem hún er séð og hvað það þýðir að vera húsmóðir. Þetta er kannski það starf sem við heyr- um hvað minnst um,“ útskýrir Gísli og bætir því við að verkið bjóði upp á mikla karaktersköpun en áætluð frumsýning er í apríl 2011. En þangað til þessi sýning fer á fjalir Borgarleikhússins er hópur- inn í óða önn að undirbúa afmæl- issýningu á Fást í Young Vic-leik- húsinu sem fagnar fjörutíu ára afmæli í ár. Gísli segir þau vera að undirbúa sig andlega undir gullna reglu þegar kemur að svona ferðalögum; að allt sem geti farið úrskeiðis fari yfirleitt úrskeiðis. „Það á eftir að kosta mikla vinnu til að þetta verði í lagi og það er að mörgu að huga.“ freyrgigja@frettabladid.is GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: Í SAMRÆMI VIÐ STEFNU HÓPSINS VESTURPORT HELLIR SÉR ÚT Í GAMANLEIK OG FARSA MEÐ HNÚT Í MAGANUM Vesturport hyggst næst reyna sig við gamanleik en nýjasta sýning hópsins fjallar um húsmóðurhlutverkið á Íslandi. Gísli Örn segist vera með hnút í maganum yfir þessu en þetta sé bæði ögrandi og nýtt fyrir þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Dylan Dog hefur litið dagsins ljós á erlendum kvikmynda- vefsíðum. Aðalhlut- verkið er í höndum Brandons Routh sem er hvað þekkt- astur sem síðasta Ofurmennið. Anita Briem leikur stórt hlutverk í myndinni og í stiklunni má meðal annars sjá hana berjast við varúlfa og vampírur auk þess sem gefið er í skyn að persónur Anitu og Brandons eigi í eldheitu ástarsambandi. Myndin verður heimsfrumsýnd á Ítalíu þaðan sem Dylan Dog er ættaður. Fréttablaðið hefur fylgst grannt með gangi mála hjá Friðriki Weiss- happel en hann stóð sem kunnugt er fyrir söfnun í tilefni af afmæli Ómars Ragnarssonar. Sú söfnun gekk vonum framar en hið sama verður ekki sagt um áætl- un Friðriks að opna þriðja Laundrom- at-staðinn við Reykjavikbrygge í Kaupmannahöfn. Friðrik fékk ekki húsnæðið eins og hann hafði vonast eftir en hann gerir sér engu að síður vonir um að hann finni fljótlega nýtt húsnæði. Rokkarinn og smiðurinn Ragnar Páll Steinsson á von á sínu öðru barni nú í haust með unnustu sinni. Fyrir á hann dóttur með söngkonunni Urði Hákonardóttur, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar GusGus. Urður sagði skilið við hljómsveitina fyrir nokkru og hefur síðan þá verið að vinna að eigin plötu sem lítur vonandi dagsins ljós á næstunni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.