Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 8
 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR MENNTUN Ungmennum sem eru á atvinnuleysisskrá verður tryggð skólavist í framhaldsskólum í vetur. Um er að ræða 190 atvinnulaus ung- menni yfir átján ára aldri. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu um þetta og samstarf menntamála- og félagsmálaráðuneyta vegna þessa í gærmorgun. Verkefnið er framhald á verkefninu Ungt fólk til athafna, sem var hleypt af stokkun- um í byrjun ársins. Um 850 umsækjendur yfir 18 ára aldri hafa ekki fengið skóla- vist í framhaldsskólum landsins í haust. Af þeim eru 190 ungmenni á atvinnuleysisskrá. Flest þeirra höfðu sóst eftir því að komast inn á verknámsbrautir í skólunum. Áfram verður unnið að málefnum þeirra sem ekki eru á atvinnuleysis- skrá. Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra ætlar að beita sér fyrir því að fé verði veitt úr Atvinnu- leysistryggingasjóði til þess að mæta viðbótarkostnaði vegna máls- ins. Menntamálaráðherra ætlar að stuðla að því að skólarnir bjóði námsúrræði fyrir þennan hóp, og verða gerðir samningar við Vinnu- málastofnun vegna þess. - þeb Ungmennum á atvinnuleysisbótum komið fyrir í framhaldsskólum: 190 atvinnulausir fá skólavist FRAMHALDSSKÓLAR 190 ungmennum verður aðallega komið í nám á verk- námsbrautum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svoköll- uðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verj- andi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdóm- ari og dómstjóri hafi unnið í sam- einingu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dóm- ara hafa sett málið gegn níumenn- ingunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dóms- ins. „Dómari stimplaði sök á sak- borninga mína,“ sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dóm- ara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og sak- sóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og FYRIR UTAN HÉRAÐSDÓM Á meðan málið fór fram í dómsal börðu þeir sem ekki fengu inngöngu um tíma á hurðir og glugga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vill nýjan dómara í máli níumenninga Fyrirtaka í máli gegn níu manns sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi í bús- áhaldabyltingunni var frestað. Ragnar Aðalsteinsson verjandi segir dómara hafa stimplað sekt á sakborninga sína, kallað til lögreglu og vill að hann víki. þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinað- ur inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhúss- ins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sak- borninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lög- reglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófa- taki þegar hann yfirgaf dómhús- ið en hreytt var ónotum í lögreglu- menn. jonab@frettabladid.is Níumenningarnir voru á meðal þeirra þrjátíu manna sem hugðust fara á palla Alþingis í aðdraganda bús- áhaldabyltingarinnar 8. desember 2008. Þingverðir hindruðu för fólksins og héldu því föstu í stigagangin- um sem vísar upp á pallana. Tveir einstaklingar komust upp á palla og hrópuðu á þingheim að drulla sér úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Eftir að lögreglumaður skarst í leikinn og kom mönnunum niður stigann skarst í odda. Fleiri lögreglumenn komu inn í húsið og handtóku sjö einstaklinga. Einn lögreglu- maður var bitinn í handlegg og starfsmaður Alþingis meiddist á þumalfingri. Örorka hans af völdum líkams- tjónsins hefur verið metin sjö prósent. Dómsmál gegn níu af þeim þrjátíu sem fóru inn í Alþingishúsið var þingfest 21. janúar en þeir eru, auk þess að vera kærðir fyrir líkamstjón, kærðir fyrir að brjóta gegn 100. grein almennra hegningarlaga. Þeir eiga yfir höfði sér eins til sextán ára fangelsisvist, verði þeir fundnir sekir. Mál níumenninganna ORKUMÁL „Það er ekki síður þörf á raunsæi en rómantík,“ segir Sig- mundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem hefur tekið undir ósk þingmanna Sjálfstæðisflokks um að umhverf- isráðherra og iðnaðarráðherra komi á fund iðnaðarnefndar til að ræða áform ríkisstjórnarinn- ar um stækkun friðlands í Þjórs- árverum. Þeirra áforma er getið í stjórnarsáttmálanum. Verði þau að veruleika yrðu hugmyndir um Norðlingaveitu úr sögunni, en veit- an er einn þeirra kosta sem nú eru efstir á blaði til orkuöflunar, miðað við fyrirliggj- andi hugmyndir um rammaáætl- un um nýt- ingu og vernd- un vatnsafls og jarðvarma. Norðlingaveita er ekki ný virkj- un heldur veita sem eykur fram- leiðslu virkjana í ofanverðri Þjórsá. Sigmundur Ernir segist telja að þingnefndir eigi að vera virk- ari í störfum en þær hafa verið. Tilefni sé til að fá sérfræðinga á fund nefndarinnar, auk ráðherr- anna, til þess að ganga úr skugga um hvort stækkun friðlandsins þurfi að hafa áhrif á Norðlinga- veitu. „Ég vil sjá það svart á hvítu,“ segir hann. „Á sama tíma og það er mikilvægt að vernda land í margvíslegum tilgangi þá þarf líka að hafa í huga að koma atvinnulífinu af stað.“ Iðnaðarnefnd fundar í dag. Skúli Helgason, formaður nefnd- arinnar, var erlendis í gær og ekki lá fyrir hvort málið yrði til með- ferðar hjá nefndinni í dag. - pg Sigmundur tekur undir kröfu um fund með ráðherrum vegna Norðlingaveitu: Þarf að koma atvinnulífinu af stað SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.