Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 30
22 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is „Það er nú frekar súrrealískt að mávar ráðist á mann. Eiga það ekki að vera bara kríur sem gera það?“ spyr Kristj- án Gunnarsson, útvarpsmaður á FM 957. Kristján æfir stíft um þessar mundir fyrir hálfmaraþon sem hann hyggst hlaupa um næstu helgi til styrktar Einstökum börnum, ásamt því að æfa fyrir New York-maraþonið í nóvember. Hann lenti í frekar furðu- legu atviki nýlega fyrir utan Salalaug í Kópavogi eftir að hafa lokið við æfingu. „Ég var nýbúinn að hlaupa mitt fyrsta hálfmaraþon þegar ég fann eitt- hvað koma við hausinn á mér. Ég leit upp og sá þá máva fyrir ofan mig taka dýfur niður á hausinn á mér,“ segir Kristján, frekar hissa á þessari upp- lifun. Kristján segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem mávar ráðist á fólk á þessum stað. „Frændi minn býr í blokk við hliðina á Salalaug og varð vitni að því þegar mávar réðust á eldri mann og ung börn þar fyrir stuttu. Árásin var það gróf að maðurinn neyddist til að halda hjólinu sínu fyrir ofan haus þeirra til að verja þau. Frændinn end- aði á því að hringja á lögguna sem kom á svæðið,“ segir Kristján. Kristján hafði hins vegar heyrt sögur um árásagjarna máva. „Vinur minn sagði mér frá svipuðu atviki fyrir tíu árum en ég trúði honum ekkert. Á þess- um 10 árum hef ég gert grín að honum og mávaárásinni og það er því frekar vandræðalegt fyrir mig að þurfa að við- urkenna að ég hafi lent í mávaárás.“ - ls Mávar réðust á útvarpsmann MARAÞONHLAUPARINN VARÐ FYRIR ÁRÁS MÁVA Kristján upplifði það að mávar gerðu árás á hann fyrir utan Salalaug í Kópavogi. Leikkonan Angelina Jolie segist spennt fyrir því að kanna persónu sína úr kvikmyndinni Salt betur. Leikkonan, sem fer með hlutverk Evelyn Salt í spennutryllinum Salt, viðurkennir að hún hafi áhuga á að vinna að framhaldi myndarinnar því hún telji að það sé ýmislegt fleira sem hún eigi eftir að upp- götva í persónu sinni. „Ég vil endilega gera fram- hald. Þú veist aldrei hvort þú færð tækifæri til þess, hvort aðdáend- um kemur til með að líka það. Ég held það sé svo margt sem á eftir að skoða í lífi hennar, t.d. varðandi fjölskyldu hennar. Mig langar til að komast til botns í því hver hún í raun og veru er, Salt gæti í raun- inni verið hver sem er,“ segir leik- konan. Jolie hefur augljóslega heillast af fjölhæfni Salt og þráir greini- lega mikið að leika hana aftur. „Salt gæti verið í hvaða landi sem er, hún gæti talað hvaða tungumál sem er, þannig að tækifærin eru fyrir hendi. Fyrir mig sem leik- konu og manneskju sem finnst gaman að ferðast, þá væri frá- bært að fá að kanna heiminn með henni.“ Jolie spennt fyrir framhaldi ANGELINA JOLIE Leikkonan vill endilega gera framhald af kvikmyndinni Salt til að kanna persónu sína betur. > LEIKA MEÐ MÖMMU Leikkonan Angelina Jolie seg- ist gjarnan taka börnin sín sex með sér í vinnuna, hafi hún tækifæri til þess. Þar fá börnin að leika sér með hárkollur og gerviblóð og skemmta sér hið besta. „Þau fá að koma með á morgnana og við leikum okkur svolít- ið saman. Þeim finnst það gaman og skemmta sér vel.“ Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftir- sóknarverðustu kvenhlut- verkum í kvikmyndaheim- inum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Holly- wood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi henn- ar átti Pittsburg Steelers. Frænd- ur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjöl- skyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Mikið var rætt og ritað í kvik- myndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvik- myndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Frumraun Rooney Mara í burðar- hlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjón- ir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leik- ur Mara eina af kærustum stofn- anda samskiptavefjarins. Leik- stjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlut- verk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á mynd- inni hefjast í næsta mánuði í Sví- þjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu mynd- inni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is FÓTBOLTAERFINGI Í HLUT- VERK LISBETH SALANDER NÝ STJARNA Rooney Mara hreppti hið eftir- sóknaverða hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander í bandarísku endurútgáfu myndarinnar Karlar sem hata konur. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaran- um og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við og Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger. Bandaríska söngkonan Jessica Simpson segist almennt ánægð með vöxt sinn en viðurkennir að hún vildi gjarnan vera með eilítið minni barm og aðeins stærri bakhluta. „Ég er með lítinn rass. Ég mundi gjarn- an minnka brjóstin og bæta á rass- inn ef ég gæti.“ Stúlkan hefur glímt við þyngd- ina síðustu ár og segist ekki skilja af hverju þyngdarbreytingar henn- ar vekja eins mikla athylgi og þær gera. „Í heilt ár talaði fólk um lítið annað en þyngd mína. Það að vera frægur fyrir að þyngjast er út í hött. Mér fannst ég aldrei líta jafn illa út og fjölmiðlar vildu meina. En núna er ég öruggari með sjálfa mig en ég hef áður verið.” Vill minni brjóst SÁTT VIÐ LÍFIÐ Jessica Simpson er ánægð með vöxt sinn en vildi gjarnan fá stærri rass. NORDICPHOTOS/GETTY Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.