Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI18. ágúst 2010 — 192. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 14 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ironman er 3,8 kílómetra sund, 180 kílómetra hjól og svo hlaupum við 42,2 kílómetra,“ segir Hálfdán Freyr Örnólfsson rafvirki, sem var að koma frá Kaupmann höfþa vorum með svipaðan bakgrunn, hvorki búin að hjóla svo mikið né hlaupa. Ég þurfti minna að spá ísundið en flestir þ f og það var bara tekinn hringur þar. Svo hjóluðum við upp í sveitog tók Voða fátt sem stoppar migHálfdán Freyr Örnólfsson kom heim í gær frá Kaupmannahöfn þar sem hann keppti í Ironman um helg- ina. Hann var himinlifandi yfir árangrinum og útilokar ekki að hann takist á við eitthvað svipað síðar. Hálfdán var ekki nema rétt rúma 12 tíma að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa 42,2 kílómetra. MYND/ÚR EINKASAFNI KRAMHÚSIÐ býður upp á ýmis námskeið fyrir börn frá þriggja ára aldri og unglinga. Meðal þess sem hefur verið vinsælt í Kram- húsinu eru breikdansnámskeið. Langerma viscose bolurVerð 2.900 kr. - fl eiri litir Leggings - 7/8 lengd i Gallapils á 5.900 kr. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari ÚTSÖLULOK Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Lokað á laugardögum 40%50% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is AÐEINS 3 DAGAR EFTIR2 fyrir 1 af öllum jökkum2 fyrir 1 af öllum peysum2 fyrir 1 af öllum buxum2 fyrir 1 af öllum kjólum 2 fyrir 1 af öllum vestum2 fyrir 1 af öllum bolum2 fyrir 1 af öllum skóm. SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Djammað á hljóðfærin Anna Jónsdóttir tók þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi. tímamót 18 STJÓRNSÝSLA Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlög- um er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekj- um sveitarfélaga, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveit- arfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveit- arstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitar- félaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreind- ar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveit- arfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A- hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fell- ur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuld- setningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykja- víkur yrðu teknar með í reikn- inginn við mat á skuldum Reykja- víkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sér- fræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar laga- breytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með til- lögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót. - bj Vilja að þak á skuldir sveitar- félaga verði 150% af tekjum Sérfræðingar AGS aðstoða við gerð tillagna um breytingar á lögum um sveitarfélög. Hugmyndir eru uppi um að takmarka skuldir við um 150 prósent af árstekjum sveitarfélaga. Vilja afgreiða málið á haustþingi. MILT SV-LANDS Í dag verður norðaustan strekkingur NV-til og við SA-ströndina síðdegis. Væta N- og A-til en bjartviðri SV-lands. Hiti 10-20 stig. VEÐUR 4 16 15 12 1112 MÁVAR EFTIR MÓTMÆLIN Hópur fólks safnaðist saman til að mótmæla við Stjórnarráðið í gærmorgun. Vakin var athygli á málefnum Helgu Bjarkar Magnúsdóttur Grétudóttur. Mótmælendur köstuðu brauði í húsið og á lóðina umhverfis Stjórnarráðið, nærstöddum mávum til mikillar ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Harðfiskurinn hjálpar Björgvin Páll Gústavsson ver eins og berserkur þessa dagana. íþróttir 26 Vesturport í grínið Nýr gamanleikur um húsmóðurina í bígerð. fólk 30 BANDARÍKIN, AP Fimmti hver tán- ingur sem tók þátt í nýlegri rannsókn sem gerð var í Banda- ríkjunum hafði misst heyrn að einhverju leyti. Sérfræðingar hvetja til þess að fólk lækki í tón- listarspilurum þó tengsl á milli spilaranna og heyrnarskerðingar hafi ekki verið staðfest. „Við vonum að þetta verði til þess að fólk fari varlega,“ segir Dr. Gary Cunhan, sem stýrði rannsókninni. Heyrnarskerðingin var í fæstum tilvikum mikil. Hún lýsti sér yfir- leitt þannig að ungmennin heyrðu ekki hljóð sem voru 16 til 24 desi- bel, til dæmis hvísl eða hljóð í vatnsdropum sem detta úr krana. Þótt skerðingin sé lítil getur hún gert fólki það erfitt að taka þátt í samræðum, segja vísindamenn. - bj Heyrn ungmenna versnar: Fimmti hver heyrnarskertur ORKUMÁL Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að Hjörleifur Kvaran, for- stjóri fyrirtækisins, láti af störfum. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður OR, bar upp tillögu um starfslokin. Samkomulag varð um að Hjörleif- ur léti af störfum þegar í stað, en Helgi Þór Ingason verkfræðingur mun taka við starfinu tímabundið. Til stendur að auglýsa eftir nýjum forstjóra bráðlega, og kemur ekki til greina að ráða Helga Þór í starfið. „Við álitum að hér væri þörf á nýjum verkstjóra,“ segir Harald- ur Flosi. Hann segir að með þessu sé ekki verið að gera Hjörleif að blóraböggli, slíkt væri of mikil einföldun. Forstjóraskiptin verða kynnt starfsmönnum í dag. - bj Ákveðið á stjórnarfundi OR að Hjörleifur Kvaran láti af starfi forstjóra fyrirtækisins: Staða forstjóra auglýst bráðlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.