Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 20
 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR4 „Okkur fannst að betur þyrfti að huga að börnum á ferðalögum um landið, því þau verða oft útundan þegar fjölskyldan ferðast saman. Ef börn eiga að ferðast um landið þvert og endilangt og kynnast landi sínu vel þarf líka að koma til móts við þeirra þarfir,“ segir Heba Soffía Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands, sem í sumar gaf út Krakkakort Vestur- lands þar sem ungir ferðalangar feta í fótspor Sögu og Jökuls sem einmitt kynntust á ferðalagi um vestanvert landið. „Saga er hressileg hnáta sem ferðast með mömmu sinni og pabba um Vesturland, en þar birtist henni álfastrákurinn Jökull sem enginn sér nema hún og saman lenda þau í óvæntum ævintýrum,“ segir Heba um einstakan vinskap þeirra Sögu og Jökuls, en ævintýrin má rekja á krakkakortinu góða. „Á Krakkakortinu eru merktir inn tíu staðir þar sem sérstaklega vel er tekið á móti kátum krökkum. Á hverjum þeirra fá þau sögu um ævintýri Sögu og Jökuls í sérstaka ævintýramöppu, ásamt stimpli sem sannar að þau voru þar líka. Þegar fimm stimplum er náð fá börnin gjöf, og svo aðra gjöf þegar þeir eru orðnir tíu,“ segir Heba og tekur fram að ekki þurfi að heimsækja staðina á kortinu í réttri röð og því sé hægt að byrja hvar sem er. „Þótt sumri fari að halla eru flest- ir staðanna á kortinu opnir áfram fram á haust og sumir í allan vetur. Því er ekkert því til fyrirstöðu að halda leiknum áfram, enda ferðalög um Vesturland tilvalin helgarferð fyrir fjölskylduna og í stuttu færi frá höfuðborginni,“ segir Heba. Meðal ævintýralenda Sögu og Jökuls eru Eiríksstaðir í Dölum og Landnámssetrið í Borgarnesi, þar sem hægt er að kynnast lífi víkinga, og í Reykholti fær fjölskyldan inn- sýn í verk og starf Snorra Sturlu- sonar. Náttúran er í aðallhlutverki í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og í ævintýrasiglingum Sæferða kynn- ast börn lifandi kröbbum, ígul- kerjum og fleiru skringilegu úr sjónum. Á Bjarteyjarsandi í Hval- firði er farið á alvöru sveitabæ, og þá er ekki lítið ævintýri að heim- sækja Grýlu og tröllin í Fossatúni, sjá brúður lifna við í Brúðuheim- um Borgarness og skoða leik- fangasafn með fimmtíu ára göml- um leikföngum í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði, en sé haldið í vest- ur frá Reykjavík hefst ævintýra- förin á heimili Halldórs Laxness að Gljúfrasteini. „Saga og Jökull er fyrsta afurð vöruþróunarverkefnis í menning- artengdri ferðaþjónustu sem kall- ast „Krakkar ráða för“ og þar er markmiðið að Vesturland standi sig sérstaklega vel í að taka á móti fjölskyldum á ferð. Næsta sumar verður afraksturinn svo enn meiri því nú er unnið að vöruþróun fyrir hópa barna og unglinga um Vestur- land.“ Nánari upplýsingar á www.vest- urland.is, þar sem einnig er hægt að prenta út kortið heima. thordis@frettabladid.is Ævintýri Sögu og Jökuls Það er skemmtileg tilbreyting að leyfa börnum að ráða för þegar lagt er af stað í ferðalag um landið, og nú geta þau vísað veginn með spennandi ævintýrakorti sem lóðsar fjölskylduna um einstakt Vesturland. Svona lítur Krakkakort Vesturlands út, en það má prenta út heima af vesturland.is. Heba Soffía Björnsdóttir og tíkin Freyja á Hafnarfjalli. Hún gekk tæplega sjö mánaða upp á fjallstoppinn og var kölluð Hafnarfjall af samferðafólki sínu þann afreksdag. Í baksýn er Borgarnes. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna, sem var samþykktur árið 1989, er helsti samningurinn sem gerður hefur verið með barnavernd að markmiði. Jafnframt er hann sá fyrsti sinnar teg- undar og markaði vatna- skil þar sem sértæk réttindi barna voru sett fram. Með sáttmálanum var nú litið á börn sem einstaklinga fremur en “eign” foreldra sinna. humanrights.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Fimmtudaga ENSKUNÁMSKEIÐ fyrir börn niður í 5 ára eru í boði bæði hjá Mími-símenntun og Fullorðins- fræðslunni. Upplýsingar á mimir.is og namskeid.is. Sendum um land allt Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu leikfangaland.is S. 587 3215 leikfangaland@simnet.is www.krumma.is Þroskandi og falleg leikföng fyrir flotta krakka. Gylfaflöt 7,112 Reykjavík 587-8700 krumma@krumma.is www.krumma.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.