Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 18
 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR2 FERÐALÖG getur verið gaman að skipuleggja með góðum fyrirvara. Þeir sem komust ekki út í sumar geta alveg farið að skipuleggja næsta sumar, velja áfangastað og leggja fyrir. Skipholti 29b • S. 551 0770 50% afsláttur af öllum buxum á útsölu Ný sending af Basler-vörum. Síðustu dagar útsölunnar. Menningarnótt „Fólk á Íslandi er að opna augun fyrir fuglaskoðunarferðum enda mikill markaður fyrir þessu úti,“ segir Hrafn Svavarsson, formað- ur samtaka um fuglatengda ferða- þjónustu. „Áhuginn erlendis frá á fuglaskoðunarferðum er alltaf að aukast. Við erum samt bara nýbyrjuð að vinna markvisst að því að kynna Ísland sem áfanga- stað til fuglaskoðunar.“ Tíu íslensk fyrirtæki taka þátt í stærstu sýningu fyrir fuglatengda ferðaþjónustu í Evr- ópu, Birdfair, sem rúmlega 23 þúsund manns sækja. Sýning- in er hald- in í Rutland í Englandi og hefst á föstudag og stendur fram á sunnu- dag. Ísland tekur þátt í sýningunni í annað sinn en sendi á síðasta ári í fyrsta skipti fyrirtæki á hana. „Við fundum fyrir því á sýning- unni að það var mjög mikill áhugi fyrir Íslandi til staðar. Mjög margir sem ræddu við okkur sögðust hafa komið og ætla að koma aftur.“ Björn H. Reynisson, verkefna- stjóri hjá Íslandsstofu, sem unnið hefur að því að byggja upp ferða- tengda þjónustu við fuglaskoðara, segir mikil tækifæri felast í fugla- skoðunarferðum. „Skemmtileg- asti tíminn í fuglaskoðun á Íslandi er frá miðjum apríl fram í miðj- an júní. Ef við næðum að byggja þann tíma upp erum við að lengja ferða- tímann á Íslandi.“ Björn segir fuglaskoðunarferð- ir vinsælar víða um heim og að í Bandaríkjunum einum fara yfir tuttugu milljónir manna í fugla- skoðunarferðir árlega. Að hans sögn fjölgaði ferðamönnum sem skoðuðu fugla á ferð sinni til Íslands úr 48 þúsund árið 1998 upp í 105 þúsund árið 2008. „Þannig að það eru stórir hópar í heiminum sem fara í svona ferðir. Þetta er eldra fólk og áhugaverður mark- hópur. Það er engin spurning að það er fullt af tækifærum.“ Hrafn tekur við og segir að Ísland verði paradísareyja fyrir fuglaáhugamenn á sumrin. „Það koma hingað langt utan af hafi milljónir sjófugla frá lok apríl og út maí. Þeir koma hingað til að verpa. Svo erum við með fugla- tegundir sem finnast hvergi annars staðar í Evrópu,“ segir Hrafn og telur til dæmis upp straum- önd, húsönd, stutt- nefju og himbrima. „Íslenska fuglalífið ein- kennist af norðlægum tegund- um sem eru ekkert mikið sunnar í Evrópu.“ martaf@frettabladid.is Íslenskir fuglar vinsælir Áhugi á fuglaskoðunarferðum frá útlöndum eykst jafnt og þétt en miklir möguleikar felast á því sviði hérlendis. Tíu íslenskir ferðaþjónustuaðilar sækja stærstu fuglaskoðunarsýningu Evrópu um helgina. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir mikil tækifæri felast í fuglaskoðunarferðum hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.