Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 16
16 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmis- legt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þess- um löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venes- úelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðar- nefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar und- anþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki frétt- næmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Frétt- in hlýtur að vera að við Íslending- ar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjöl- miðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða stað- reyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræði- menn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland? Venesúela, Kúba … Ísland? Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverk- efni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarð- ar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýt- ur að kosta stórfé. Síðan eru nauð- synlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smá- báta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýt- ur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vit- lausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjalla- jökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýr- ir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snill- ingur með góða dómgreind. Eyj- arskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyj- arskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlut- verki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfs- hóp sem mun komast að þeirri fyr- irfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Land- eyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmála- menn bregða sér í hlutverk jóla- sveinsins, en það er nú alltaf þægi- legt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Land- eyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mik- ill umferðarþungi almennt á þjóð- veginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akst- ur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykja- víkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þor- lákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjar- skeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Land- eyja. Fyrir Árna Johnsen er Land- eyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmað- ur og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Landeyjahöfn og jólasveinninn Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungu- málsins og þróun þess, jafn- vel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinn- ar auk landsins og sögu þjóðar- innar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Frétta- blaðið um „norðlenska flámæl- ið“. Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skipt- ar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjáls- hyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun“ tungunnar – markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskip- an – og framburður séu í sam- ræmi við reglur málsins, mál- fræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lær- dóm og víðsýni. Í öðru lagi veld- ur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleik- hússins. Er áberandi þekkingar- leysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt – og er þar um að ræða tískufyrir- bæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterk- ar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leik- ritun, ljóðagerð og önnur orð- list stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóða- gerð og vísnasöng svo og í aug- lýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orða- leikjum sem áður voru óþekkt- ir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarn- ar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brott- fall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] – og hljóðrof og tafs er orðið algengt – og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upp- hafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóð- um, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frænd- ur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsfram- burð aðskota í málinu. Radd- aður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnáms- manna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra inn- flytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetn- ing ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðar- ins ræðst því ekki af stafsetn- ingu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugs- unar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni. Íslenskt mál og íslensk fyndni Íslenska Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Landeyjarhöfn Einar Gunnar Birgisson rithöfundur Stjórnmál Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður AF NETINU Laskað fley Fley ríkisstjórnarinnar er mikið laskað þegar Alþingi kemur saman nú til funda í byrjun september. Það er ekki nóg með að stjórnin sé með allt niður um sig í smærri og stærri málum. Uppákomur sumarsins hafa stórskaðað svo stjórnina, að trúverðugleiki hennar er enginn. Þetta sér auðvitað hvert mannsbarn og varla verður öðru trúað lengur en að ráð- herrar og þingmenn hennar geri sér grein fyrir þessari stöðu. Kokhreysti þeirra og tilburðir til annars, verða bara að skoðast sem innantóm mannalæti. Þær eru að verða svo margar uppákomurnar í stjórnarsam- starfinu að ein kaffærir alltaf aðra, þegar þær dúkka upp. ekg.blog.is Einar K. Guðfi nnsson Söngskólinn í Reykjavík í allar deildir skólans fara fram föstudaginn 27. ágústINNTÖKUPRÓF Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga www.songskolinn.is Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Skólatöskurnar fást í verslunum og á þjónustustöðvum N1 FLOTTAR SKÓLATÖSKUR x4 Skólatöskur fyrir stelpur og stráka. Íþróttataska, nestisbox og brúsi fylgja. 3.990 kr. auk 1000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 7.990 kr. Punktar gilda fjórfalt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.