Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2010 13 HÚSNÆÐISMÁL Nauðsynlegt er að almennur leigumarkaður hér á landi verði efldur að mati BSRB. „Bandalagið hefur komið þeim athugasemdum sínum á fram- færi við félags- og trygginga- málanefnd Alþingis í umsögn við frumvap til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál. Banda- lagið styður eindregið framgang frumvarpsins og gerir engar efn- islegar athugasemdir við það,“ segir í frétt á síðu BSRB. Þar er rifjuð upp ályktun frá síðasta þingi bandalagsins þar sem bent var á að nú væri lag að nýta auðar íbúðir á höfuðborgar- svæðinu, sem væru um tvö þús- und talsins. - sbt BSRB vill nýta auðar íbúðir: Lag að efla og styrkja leigu- markaðinn NEYTENDAMÁL Neytendastofa vekur athygli á innköllun leik- fangs frá Fisher-Price. Fram kemur á vef stofnunarinnar að um sé að ræða dúkku sem fylg- ir leikfangasettinu Little People – Play ´n Go Campsite og ber þar nafnið Sonya Lee. „Ástæða innköllunarinnar er hætta á að dúkkan geti brotnað í tvennt og að þá verði smáhlut- ur laus sem getur valdið köfn- un hjá ungum börnum,“ segir á vefnum. Bent er á að á vef Mattel (www.mattel.com) megi finna upplýsingar um öll önnur leik- föng sem innkölluð hafa verið. - óká Brugðist við köfnunarhættu: Innkalla Little People-dúkku LEIKFANG Innköllunin á bara við um dúkkur með beygjanlegt mitti sem eru eins og sú á myndinni. LÖGREGLUMÁL Mikið var um þjófn- aði á Akranesi í síðustu viku. Farið var inn í tvær bifreið- ar og var lausamunum stolið úr þeim báðum. Farið var inn í bíl ungrar konu á meðan hún fór inn í kirkju, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is. Veski var stolið úr bílnum og voru meðal annars 25 þúsund krónur í vesk- inu. Nokkrum reiðhjólum var einn- ig stolið á Akranesi, meðal ann- ars við innbrot í bílskúr þar sem háþrýstidælu var líka stolið. Þá var maður handtekinn þegar hann reyndi að selja stolna kerru. - þeb Mikið um þjófnaði: Háþrýstidælu stolið úr bílskúr LÖGREGLUMÁL Ungur maður er í haldi lögreglunnar á Siglufirði grunaður um að hafa kveikt í tveimur bílum í bænum. Maðurinn var handtekinn í ann- arlegu ástandi aðfaranótt þriðju- dags, að því er fram kemur á nord- urlandid.is. Kveikt var í bíl við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar þá um nóttina. Um síðustu helgi var einnig kveikt í bíl í bænum. Rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri voru væntanlegir til bæjarins til að rannsaka íkveikj- urnar í gær. - þeb Ungur maður handtekinn: Grunur um íkveikju í bílum MÓTMÆLI Bágum kjörum og nið- urskurði hins opinbera við ellilíf- eyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnar- ráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Mótmælendur hengdu kröfur sínar og mótmælaplögg á snæri sem bundið var utan um fæturna á styttuna af Hannesi Hafstein og spiluðu ómstrítt á flautur ásamt því að berja á potta, dreifa brauði bæði á grasið framan við Stjórn- arráðið og þak hússins með það fyrir augum að laða að máva og aðra sjófugla. Hluti sakborninga í hópi níumenninganna og aðstand- endur þeirra tóku þátt í mótmæl- unum. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir á sama tíma í Stjórnarráðinu. „Við heitum öll Helga Björk,“ sagði einn mótmælenda sem fór fyrir hópnum. Aðrir kynntu sig með sama nafni, jafnt konur sem karlar. Mótmælin voru stuðning- ur við Helgu Björk Magnúsdótt- ur Grétudóttur, sem krafði ríkis- stjórnina um aukinn stuðning við sömu hópa fyrir viku. Lögreglu- menn fjarlægðu hana af vettvangi að ósk aðstoðarmanns forsætisráð- herra. Mótmælunum lauk í kring- um hádegisbil án afskipta starfs- manna Stjórnarráðsins. - jab SKRAUTLEG MÓTMÆLI Vinir Helgu Bjarkar Magnúsardóttur Grétudóttur mótmæltu með skrautlegum hætti fyrir utan Stjórnarráðið í gær og dreifðu brauði með það fyrir augum að laða að sjófugla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Betri kjara krafist fyrir utan Stjórnarráðið: „Erum öll Helga Björk“ Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað sinn og er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru um 40 þúsund og stærð sjóðsins er um 83 milljarðar króna. Hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum er mikil áhersla lögð á gagnsæi. Þú getur nálgast ítarlegar upplýsingar um eignir sjóðsins á vefnum frjalsilif.is Leitaðu til okkar þegar kemur að lífeyrissparnaði Hafðu samband við Lífeyrisþjónustu Arion banka Borgartúni 19, í síma 444 7000, sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi. Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun á tímabilinu 30. júní 2005 til 30. júní 2010 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is Nafnávöxtun 30.06.2009-30.06.2010 5 ára meðalnafnávöxtun Hafðu samband „Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut árið 2009 alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyris- sjóður á Íslandi“ *Stofnaður 1. janúar 2008. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Á h æ tt a * 13,3% 15,0% 13,1% 17,3% 7,7% 9,3% 12,7%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.