Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 2
2 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR NÁTTÚRA Mikið magn af hágæða- timbri hefur fallið til við grisjun í Skorradal í sumar. Skógræktar- stjóri segist viss um að markaður sé fyrir timbrið og er bjartsýnn á að koma því í auknum mæli í notk- un hér á landi. „Við höfum verið að prófa þetta, ég var að setja upp hús sjálfur þar sem ég notaði svona timbur, og það kom rosalega vel út,“ segir Jón Loftsson skógræktarstjóri. Hann segir hægt að nota timbrið í klæðn- ingu, húsgögn og ýmislegt annað. Á bilinu fimm til sex þúsund rúmmetrar voru grisjaðir úr skóg- inum í Skorradal. Elstu trén eru ríflega 50 ára og því stórir stofnar og gott timbur sem fæst úr bestu trjánum, segir Jón. Stór hluti af því timbri sem til féll við grisjunina var kurlaður og nýttur í ofnum járnblendiverk- smiðju Elkem á Grundartanga. Þá er lélegasta timbrið kurlað í spæni og notað fyrir dýr í kjúklinga- og svínabúum og víðar. Jón segir að Skógræktin hafi haldið besta timbrinu eftir og von- ast til þess að hægt verði að selja það í haust. Til greina komi að Skógræktin eignist betri sög til að saga timbrið í planka, enda engin sögunarmylla á Íslandi til að vinna trjábolina. „Það er ekki spurning að það er markaður fyrir þetta,“ segir Jón. „Það sem gerðist eftir hrunið var að menn áttuðu sig á því að íslenskt timbur er nýtanleg auðlind.“ Hann segir að mikil uppsöfn- uð þörf sé fyrir grisjun í skógum landsins og því lítið vandamál að svara eftirspurn. Hulda Gunnarsdóttir, sem býr á Fitjum í Skorradal, segir ekki nóg að gert við að koma íslensku timbri í notkun. Hún hefur látið klæða hús og smíða húsgögn úr timbri úr Skorradal, og segir alla sem að því hafa komið sammála um að um úrvals hráefni sé að ræða. „Vandamálið er að enginn far- vegur er fyrir úrvinnslu,“ segir Hulda. Hún segir Skógræktina þurfa að gera mun meira en hing- að til hafi verið gert til að koma timbrinu í umferð. „Það mun falla til timbur, og ef við gerum ekkert með það fer það allt í kurl.“ Hulda segir að til dæmis mætti leyfa fyrirtækjum sem byggja sumarbústaði að prófa að smíða úr íslensku timbri fyrir lítið fé og leyfa minni verkstæðum að kaupa ódýrt til að prófa sig áfram með smíði á húsgögnum eða öðru tilfallandi. brjann@frettabladid.is Segir íslenska skóga nýtanlega auðlind Skógrækt ríkisins vill markaðssetja íslenskt hágæðatimbur sem til fellur við grisjun. Hægt sé að nota timbrið í klæðningu, húsgögn og fleira. Vantar alveg einhvern farveg fyrir þróunarvinnu segir kona sem nýtt hefur íslenskt timbur. TIMBURHÚS Með því að saga ekki hliðarnar af trjábolunum fæst fallegt timbur sem til dæmis er hægt að nota til að klæða hús, segir Jón Loftsson skógræktarstjóri. MYND/JÓN LOFTSSON Það sem gerðist eftir hrunið var að menn áttuðu sig á því að íslenskt timbur er nýtanleg auðlind JÓN LOFTSSON SKÓGRÆKTARSTJÓRI ÍSRAEL, AP Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, hefur gefið í skyn að friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna, sem hefjast aftur í næstu viku, geti skilað árangri. Það er þó með þeim fyrirvara að Palest- ínumenn gangi að kröfum Ísraela. Netanyahu segir að erfitt verði að ná samkomulagi en þó mögulegt. „Við viljum koma gagnrýnendum og efasemdarmönnum á óvart. En til þess að svo megi verða verðum við að finna fyrir samstöðu í hópi Palestínumanna,“ sagði Netanyahu á sunnudag. „Ef við finnum slíka samstöðu eigum við möguleika á að ná sögulegu samkomulagi.“ Netanyahu sagði að kæmi til þess að Palestínumenn stofnuðu eigin ríki mætti það ekki hafa neinn her, yrði að viðurkenna Ísrael sem ríki gyð- inga sem og að gangast við öðrum „öryggiskröfum“ Ísraela. Netanyahu minntist þó ekki á nokkur af aðaldeiluefnunum eins og landamæri, hvaða hlutverki Jer- úsalem myndi gegna eða hvað yrði um palestínska fanga. Friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela hófust í Ósló fyrir sau- tján árum en hafa ekki enn skilað árangri. Viðræðurnar hefjast aftur í næstu viku en Netanyahu og Mah- mud Abbas, forseti Palestínu, hafa samþykkt að hittast í Washington í Bandaríkjunum í byrjun næsta mánaðar. -ve Friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna hefjast aftur í næstu viku: Netanyahu vill koma á óvart CHILE, AP Þrjátíu og þrír námu- verkamenn sem festust í gull- og koparnámu nærri Copiapo í norðurhluta Chile, þegar hún féll saman hinn fimmta ágúst síð- astliðinn, eru allir á lífi að því er Sebastian Pinera, forseti lands- ins, greindi frá í gær. Björgunarsveit sem var send á vettvang fékk bréfsnepil í hend- urnar frá mönnunum sem á stóð rauðum stöfum: „Við erum allir óhultir í skýli.“ Mennirnir eru fastir á tæplega sjö hundruð metra dýpi og getur tekið allt að fjóra mánuði að ná þeim út. -ve Námuslys í Chile: Á lífi eftir rúm- lega tvær vikur ÍRAN, AP Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, bauð Bandaríkj- unum sættir í sjónvarpsviðtali í gær, en ögraði Washington á sama tíma með því að segja að hann hrædd- ist ekki árás þeirra því her- inn gæti ekki einu sinni sigr- að lítinn írask- an her. Barack Obama hefur hvað eftir annað reynt að hefja samninga- viðræður við Íran. Stjórn hans segir Íran þó kjósa alþjóðlega einangrun. Löndin tvö eiga í deilum vegna kjarnorkuáætlun- ar Írans. Mike Mullen bandarískur hershöfðingi hótaði Írönum árás fyrr í sumar. - mmf Forseti Írans býður sættir: Íran kýs alþjóð- lega einangrun EGYPTALAND, AP Auglýsingaspjöld þess efnis að Gamal Mubarak, yngri sonur Hosni Mubarak for- seta Egyptalands, sé næsti leið- togi Egyptalands er nú víða að finna í Egyptalandi. Síðastliðin tíu ár hefur því verið haldið fram að Gamal komi til með að taka við af 82 ára göml- um föður sínum sem hefur verið við stjórnvölinn í nærri þrjá- tíu ár. Hugmyndin hefur fengið misgóðar undirtektir. Talið er að Gamal sé með plaggötunum að kanna jarðveginn fyrir framboð sitt. -ve Foretakosningar í Egyptalandi: Sonur Mubar- aks býður fram MEÐ VEGGSPJALD Tíu ára drengur, Mohammed Adel, dreifir veggspjöldum fyrir Gamal Mubarak í Kaíró á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAFNARFJÖRÐUR Íbúar á Klukku- völlum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni, að því er frá var greint í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í gær. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkran- ar eru orðnir leiktæki krakkanna í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Heilbrigðiseftir- lit Hafnarfjarðar og Kópavogs- bæjar hefur fengið kvörtun frá áhyggjufullum foreldrum. - óká Kvartað á Klukkuvöllum: Vilja slysagildr- urnar í burtu Helgi Már, er partíið nokkuð orðið þreytt? „Partíið er rétt að byrja, enda er danstónlist svalari en andskotinn.“ Útvarpsþátturinn Party Zone fagnar tut- tugu ára afmæli sínu í ár og heldur upp á þau tímamót með afmælisveislu á Nasa þann 4. september. Helgi Már Bjarnason er annar umsjónarmanna þáttarins. VONAST EFTIR SAMSTÖÐU Netanyahu segir að erfitt verði að ná samkomulagi en þó mögulegt. VIÐSKIPTI Viðræður standa yfir á milli kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy og nokkurra líf- eyrissjóða um kaup þeirra á 25 til 40 prósenta hlut í HS Orku. Áætl- að verðmæti hlutarins er á bilinu átta til þrettán milljarðar króna. Magma Energy á 86 prósenta hlut í félaginu. Viðræður hófust í júní. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, segir þær skammt komnar. Sumir lífeyrissjóðir hafi haft meiri áhuga en aðrir. Framtakssjóði Íslands, sem sex- tán lífeyrissjóðir standa að, bauðst að kaupa hlutinn fyrr á árinu. For- svarsmönnum sjóðsins fannst verð- miðinn of hár. Deilur hafa sprottið um kaup Magma Energy í HS Orku og bauð Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, ríkinu forkaupsrétt að hlut félagsins í fyrirtækinu auk þess að stytta tímann sem fyrirtækið hefur til orkunýtingar á Reykjanesi. Atli Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd Alþingis sagði um helgina það ekki duga og vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Þjóð- nýting komi til greina. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í sam- tali við Fréttastofu Stöðvar 2 um helgina enga trú hafa á að meiri- hluti væri fyrir þjóðnýtingu HS Orku á Alþingi. Hann rifjaði upp að þingmenn Vinstri grænna hefðu beitt sér gegn álveri í Helguvík í fyrra og reyndu enn að bregða fæti fyrir það. „Þetta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga,” sagði hann. Ásgeir segir málflutning and- stæðinga kaupa Magma Energy á meirihluta hlutafjár í HS Orku undarlegan, ekki síst á sama tíma og lífeyrissjóðum standi til boða að kaupa hlut í fyrirtækinu. „Þegar menn eru komnir með, segjum 35 prósenta hlut í fyrirtæki, þá hafa þeir talsverð ítök,“ segir hann en leggur áherslu á að Magma Energy hafi í hyggju að verða ávallt meiri- hlutaeigandi í HS Orku. - jab Nokkrir lífeyrissjóðir eiga í viðræðum um kaup á stórum eignarhlut í HS Orku: Magma mun ávallt eiga mest ÁSGEIR MARGEIRSSON VIÐSKIPTI Tvö skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans eru á leið til dómstóla, að því er Stöð 2 greindi frá í fréttum sínum í gær. Skaðabótakröfurnar í málun- um eru sagðar skipta tugum milljarða króna, en ítrasta kraf- an í stærra málinu nemur um 20 milljörðum króna. Slitastjórnin og skilanefndin fengu til liðs við sig sérfræði- teymi á vegum Deloitte í Bret- landi til að rannsaka starfsemi bankans í aðdraganda hrunsins. Gera má ráð fyrir að kröfu- höfum verði kynnt staða mála á kröfuhafafundi í dag. - óká Kröfuhafar fá kynningu í dag: Bankinn í mál við stjórnendur MAHMOUD AHMADINEJAD BJARNI BENEDIKTSSON SPURNING DAGSINS Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.